Sjáðu umdeilt mark Gary Martin sem var illur eftir frábæran sigur Keflavíkur Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 10:01 Keflavík vann frábæran sigur gegn ÍBV í gær. mynd/Víkurfréttir Gary Martin skoraði umdeilt mark fyrir ÍBV gegn Keflavík í gær en sakaði Keflvíkinga um dónaskap eftir leikinn. Keflavík vann 3-1 og tók stórt skref í átt að efstu deild. Liðin áttust við í 19. umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta og með sigrinum er Keflavík á toppi deildarinnar með 40 stig, og fjóra leiki til stefnu. Leiknir R. og Fram eru með 39 stig en eiga þrjá leiki eftir hvort. Allt bendir til þess að tvö þessara liða fari upp um deild en ÍBV stimplaði sig endanlega út úr baráttunni í gær. Mörkin úr leiknum og vítaspyrnu sem fór í súginni má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og ÍBV Hinn 18 ára gamli Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks eftir góðan undirbúning Tristans Freys Ingólfssonar. Joey Gibbs gat aukið muninn í 2-0 en Halldór Páll Geirsson varði vítaspyrnu hans. Gary Martin jafnaði fyrir ÍBV skömmu fyrir hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virðist boltinn þó ekki hafa farið allur yfir marklínuna. Keflvíkingar voru æfir yfir ákvörðun dómarateymisins en staðan var 1-1 í hálfleik. það eru 0p likur að þetta var inni svo einfalt er það linuvörðurinn ennþa að hlaupa upp linuna þegar eg kiki til baka og er þvi ekki i linu en stigin 3 eru komin í pokann góða það er víst það eina sem skiptir máli— Rúnar Þór (@runki7) September 29, 2020 Varamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík yfir á nýjan leik eftir skyndisókn á 51. mínútu, og Frans Elvarsson bætti við þriðja mark heimamanna úr víti á 64. mínútu, eftir að hendi var dæmd á Jón Ingason. Sagði Keflvíkinga hafa sýnt virðingarleysi Eftir leikinn skrifaði stuðningsmaður Keflavíkur til Gary Martin á Twitter og bauð honum að spila með Keflavík í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn hafði engan áhuga á því og sagði suma leikmenn Keflavíkur hafa sýnt virðingarleysi. Þeir hafi kallað eitthvað á hann en síðan flúið inn til búningsklefa. Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Gary Martin skoraði umdeilt mark fyrir ÍBV gegn Keflavík í gær en sakaði Keflvíkinga um dónaskap eftir leikinn. Keflavík vann 3-1 og tók stórt skref í átt að efstu deild. Liðin áttust við í 19. umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta og með sigrinum er Keflavík á toppi deildarinnar með 40 stig, og fjóra leiki til stefnu. Leiknir R. og Fram eru með 39 stig en eiga þrjá leiki eftir hvort. Allt bendir til þess að tvö þessara liða fari upp um deild en ÍBV stimplaði sig endanlega út úr baráttunni í gær. Mörkin úr leiknum og vítaspyrnu sem fór í súginni má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og ÍBV Hinn 18 ára gamli Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks eftir góðan undirbúning Tristans Freys Ingólfssonar. Joey Gibbs gat aukið muninn í 2-0 en Halldór Páll Geirsson varði vítaspyrnu hans. Gary Martin jafnaði fyrir ÍBV skömmu fyrir hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virðist boltinn þó ekki hafa farið allur yfir marklínuna. Keflvíkingar voru æfir yfir ákvörðun dómarateymisins en staðan var 1-1 í hálfleik. það eru 0p likur að þetta var inni svo einfalt er það linuvörðurinn ennþa að hlaupa upp linuna þegar eg kiki til baka og er þvi ekki i linu en stigin 3 eru komin í pokann góða það er víst það eina sem skiptir máli— Rúnar Þór (@runki7) September 29, 2020 Varamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík yfir á nýjan leik eftir skyndisókn á 51. mínútu, og Frans Elvarsson bætti við þriðja mark heimamanna úr víti á 64. mínútu, eftir að hendi var dæmd á Jón Ingason. Sagði Keflvíkinga hafa sýnt virðingarleysi Eftir leikinn skrifaði stuðningsmaður Keflavíkur til Gary Martin á Twitter og bauð honum að spila með Keflavík í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn hafði engan áhuga á því og sagði suma leikmenn Keflavíkur hafa sýnt virðingarleysi. Þeir hafi kallað eitthvað á hann en síðan flúið inn til búningsklefa.
Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram