Bransadagar á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2020 16:35 Frá RIFF spjalli á dögunum. Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný, íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs. Framsögumenn eru m.a. Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios og Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm. Á fimmtudag stýrir Frédéric Boyer, sem fer fyrir dagskrárnefnd RIFF, Verki í vinnslu, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands þar sem kvikmyndagerðarfólki með verk í vinnslu býðst að komast í tengsl við söluaðila, hátíðir, sjóði og dreifingaraðila. Verkin sem taka þátt í viðburðinum eru Skjálfti, Wolka, Band, This Is Not a Band, Raising the Bar, Vegferðin, Systrabönd og Ófærð 3. VOD-ið lausnin Á fimmtudag fara einnig fram pallborðsumræður tileinkaðar VOD á Íslandi sem stjórnað verður af Ásgrími Sverrissyni, leikstjóra og handritshöfundi. Því verður velt upp hvort VOD-ið verði lausnin varðandi seinkun kvikmyndafrumsýninga vegna heimsfaraldur eða hvort horfi fram á stríð á milli kvikmyndahúsa og streymisveita. Framsögumenn eru Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn og Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassriver. Á föstudag eru á dagskrá pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur blómstrað mjög síðustu mánuði þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þátttakendur verða leiddir í allan sannleik um það hvers vegna Ísland sé kjörinn staður til að taka upp kvikmyndir. Stjórnandi er Bergur Ebbi og framsögumenn Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland, Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri TrueNorth og Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios. Loka viðburður Bransadaga RIFF er svokallað RIFF Talks í anda Ted Talks þar sem kvikmyndagerðarfólk og aðrir úr bransanum deila sinni reynslu með áhorfendum. Stjórnandi er Níels Thibord Girerd og fram koma Sunneva Ása Weisshappel, Ugla Hauksdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson og Rob Tasker. Allir viðburðir fara fram á ensku. Öllum viðburðum verður streymt beint á miðlum RIFF og Verk í vinnslu og pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi einnig á Vísi. Takmarkaður gestafjöldi getur sótt viðburðina í Norræna Húsinu en aðeins skráðir meðlimir fá aðgang að Verk í Vinnslu. Aðrir viðburðir eru opnir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Nánari tímasetningar og skráning á viðburði hér. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný, íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs. Framsögumenn eru m.a. Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios og Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm. Á fimmtudag stýrir Frédéric Boyer, sem fer fyrir dagskrárnefnd RIFF, Verki í vinnslu, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands þar sem kvikmyndagerðarfólki með verk í vinnslu býðst að komast í tengsl við söluaðila, hátíðir, sjóði og dreifingaraðila. Verkin sem taka þátt í viðburðinum eru Skjálfti, Wolka, Band, This Is Not a Band, Raising the Bar, Vegferðin, Systrabönd og Ófærð 3. VOD-ið lausnin Á fimmtudag fara einnig fram pallborðsumræður tileinkaðar VOD á Íslandi sem stjórnað verður af Ásgrími Sverrissyni, leikstjóra og handritshöfundi. Því verður velt upp hvort VOD-ið verði lausnin varðandi seinkun kvikmyndafrumsýninga vegna heimsfaraldur eða hvort horfi fram á stríð á milli kvikmyndahúsa og streymisveita. Framsögumenn eru Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn og Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassriver. Á föstudag eru á dagskrá pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur blómstrað mjög síðustu mánuði þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þátttakendur verða leiddir í allan sannleik um það hvers vegna Ísland sé kjörinn staður til að taka upp kvikmyndir. Stjórnandi er Bergur Ebbi og framsögumenn Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland, Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri TrueNorth og Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios. Loka viðburður Bransadaga RIFF er svokallað RIFF Talks í anda Ted Talks þar sem kvikmyndagerðarfólk og aðrir úr bransanum deila sinni reynslu með áhorfendum. Stjórnandi er Níels Thibord Girerd og fram koma Sunneva Ása Weisshappel, Ugla Hauksdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson og Rob Tasker. Allir viðburðir fara fram á ensku. Öllum viðburðum verður streymt beint á miðlum RIFF og Verk í vinnslu og pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi einnig á Vísi. Takmarkaður gestafjöldi getur sótt viðburðina í Norræna Húsinu en aðeins skráðir meðlimir fá aðgang að Verk í Vinnslu. Aðrir viðburðir eru opnir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Nánari tímasetningar og skráning á viðburði hér.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira