Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 13:32 Freyr Alexandersson. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir rúmenska landsliðið á blaðamannafundi í dag en Rúmenar eru mótherjar Íslands í umspili um sæti á EM næsta sumar. Freyr Alexandersson komst ekki á fundinn í persónu þar sem hann talaði í gegnum fjarbúnað. Freyr er með kvef og vildi ekki taka neina áhættu. Hann fór í kórónuveirupróf í dag en allur íslenski hópurinn á líka eftir að fara í þau nokkur fram að leik. Freyr hóf umfjöllun sína um rúmenska landsliðið með því að segja frá því að undirbúningur þessa leiks hafi staðið yfir í tíu mánuði. „Þetta lengsti undirbúningur fyrir einn leik sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland átti að spila þennan leik í mars en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningurinn telur nú tíu mánuði og það þýðir mikið af upplýsingum á borði þjálfaranna.„Við höfum aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið. Við eigum eiginlega alltof of mikið að efni um þetta lið. Við erum búnir að hugsa þennan leik fram og til baka og sjá hann fyrir okkur margoft,“ sagði Freyr. Freyr sagði að þeir væri með mikið af myndböndum með rúmenska liðinu en enginn úr starfsliði íslenska liðsins hafi þó enn tekist að sjá liðið spila á staðnum. „Aldrei nokkurn tímann höfum við átt jafnmiklar upplýsingar um eitt fótboltalið en samt höfum við aldrei séð þá „live“,“ sagði Freyr. Rúmenar eru í dag númer 34 á heimslista FIFA. Hafa verið í kringum 24. sæti og á fínu róli síðustu ár. Þeim hefur gengið vel í síðustu leikjum, unnið fjóra af síðustu tíu leikjum og gert þrjú jafntefli. Tveir af tapleikjunum voru gegn Spáni. Freyr vildi ekki segja of mikið um rúmenska liðið en hann sagði að rúmenska pressan sé að fylgjast með fundinum. Hann bjóst við ungu liði en meðalaldurinn er 28 ár í rúmenska hópnum og 29 ár hjá Íslandi. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir rúmenska landsliðið á blaðamannafundi í dag en Rúmenar eru mótherjar Íslands í umspili um sæti á EM næsta sumar. Freyr Alexandersson komst ekki á fundinn í persónu þar sem hann talaði í gegnum fjarbúnað. Freyr er með kvef og vildi ekki taka neina áhættu. Hann fór í kórónuveirupróf í dag en allur íslenski hópurinn á líka eftir að fara í þau nokkur fram að leik. Freyr hóf umfjöllun sína um rúmenska landsliðið með því að segja frá því að undirbúningur þessa leiks hafi staðið yfir í tíu mánuði. „Þetta lengsti undirbúningur fyrir einn leik sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland átti að spila þennan leik í mars en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningurinn telur nú tíu mánuði og það þýðir mikið af upplýsingum á borði þjálfaranna.„Við höfum aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið. Við eigum eiginlega alltof of mikið að efni um þetta lið. Við erum búnir að hugsa þennan leik fram og til baka og sjá hann fyrir okkur margoft,“ sagði Freyr. Freyr sagði að þeir væri með mikið af myndböndum með rúmenska liðinu en enginn úr starfsliði íslenska liðsins hafi þó enn tekist að sjá liðið spila á staðnum. „Aldrei nokkurn tímann höfum við átt jafnmiklar upplýsingar um eitt fótboltalið en samt höfum við aldrei séð þá „live“,“ sagði Freyr. Rúmenar eru í dag númer 34 á heimslista FIFA. Hafa verið í kringum 24. sæti og á fínu róli síðustu ár. Þeim hefur gengið vel í síðustu leikjum, unnið fjóra af síðustu tíu leikjum og gert þrjú jafntefli. Tveir af tapleikjunum voru gegn Spáni. Freyr vildi ekki segja of mikið um rúmenska liðið en hann sagði að rúmenska pressan sé að fylgjast með fundinum. Hann bjóst við ungu liði en meðalaldurinn er 28 ár í rúmenska hópnum og 29 ár hjá Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira