Fimm kórónuveirusmit hafa greinst á Ísafirði í dag og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Samkvæmt tilkynningunni er uppruni smitanna þekktur og hafa sextán til viðbótar verið sendir í sóttkví.
Fjórir starfsmenn Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru á meðal þeirra sem hafa verið sendir í sóttkví. Þó muni það ekki hafa áhrif á þjónustuna þar sem hún hafi verið tryggð í kjölfar smitanna.