Umferð á höfuðborgarsvæðinu dregst saman um 4,4% Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. október 2020 07:01 Ástæður samdráttar í umferð þarf vart að tíunda, kórónaveirufaraldurinn hefur leitt af sér nánast algjört stopp í komu ferðamanna. Slíkt hefur talsverð áhrif á umferð og er líkleg skýring á meginþorra þess samdráttar sem nú er að raungerast. Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 4,4% í september miðað við september í fyrra. Frá áramótum nemur samdráttur í umferðinni um átta prósentum og stefnir í þrisvar sinnum meiri samdrátt en áður hefur mælst á milli ára. Umferðin jókst um 4,9% frá ágúst til september en er þó talsvert minni en í september í fyrra um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greinir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Mesti munur á milli septembermánaða sem áður hafði mælst var á milli september mánaða árin 2008 og 2009, þá 3,6%. Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum. Mælt á þremur mælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Samanburður á milli áranna 2019 og 2020. Rýnt í tölurnar Umferð um hafnarfjarðarveg dróst saman um 8,7% í september ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Það er mesti samdrátturinn en smávægileg aukning varð á Reykjanesbraut eða 0,1%. Þegar horft er til umferðar í september eftir vikudögum þá er samdráttur alla daga. Hann er þó mestur á sunnudögum eða 15,2%. Minnstan samdrátt má greina á miðvikudögum eða 2,6%. Þá segir á vef Vegagerðarinnar að bíllausa daginn, 20. september hafi borið upp á sunnudegi og þá hafi umferð verið 10,7% minni en meðalsunnudag í september. Meðalumferð á dag. Árið 2020 Samdráttur á árinu nemur nú 8,2% í heildina miðað við sama tíma í fyrra. Apríl verður sennilega sá mánuður þar sem minnst umferð var og júní sennilega sá umferðarþyngsti ef marka má mynstur hefðbundins árs. Þá stefnir í að á lykilmælisniðunum þremur verði um 8% samdráttur á milli ára. Ef svo verður er það lang mesti samdráttur sem mælst hefur. Metið stendur í 2,4% á milli áranna 2008 og 2009. Árið 2020 gæti því orðið þrisvar sinnum meiri samdráttur en á núverandi metárum. Umferð Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 4,4% í september miðað við september í fyrra. Frá áramótum nemur samdráttur í umferðinni um átta prósentum og stefnir í þrisvar sinnum meiri samdrátt en áður hefur mælst á milli ára. Umferðin jókst um 4,9% frá ágúst til september en er þó talsvert minni en í september í fyrra um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greinir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Mesti munur á milli septembermánaða sem áður hafði mælst var á milli september mánaða árin 2008 og 2009, þá 3,6%. Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum. Mælt á þremur mælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Samanburður á milli áranna 2019 og 2020. Rýnt í tölurnar Umferð um hafnarfjarðarveg dróst saman um 8,7% í september ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Það er mesti samdrátturinn en smávægileg aukning varð á Reykjanesbraut eða 0,1%. Þegar horft er til umferðar í september eftir vikudögum þá er samdráttur alla daga. Hann er þó mestur á sunnudögum eða 15,2%. Minnstan samdrátt má greina á miðvikudögum eða 2,6%. Þá segir á vef Vegagerðarinnar að bíllausa daginn, 20. september hafi borið upp á sunnudegi og þá hafi umferð verið 10,7% minni en meðalsunnudag í september. Meðalumferð á dag. Árið 2020 Samdráttur á árinu nemur nú 8,2% í heildina miðað við sama tíma í fyrra. Apríl verður sennilega sá mánuður þar sem minnst umferð var og júní sennilega sá umferðarþyngsti ef marka má mynstur hefðbundins árs. Þá stefnir í að á lykilmælisniðunum þremur verði um 8% samdráttur á milli ára. Ef svo verður er það lang mesti samdráttur sem mælst hefur. Metið stendur í 2,4% á milli áranna 2008 og 2009. Árið 2020 gæti því orðið þrisvar sinnum meiri samdráttur en á núverandi metárum.
Umferð Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent