Umferð um Hringveg dróst saman um 16,3% Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. október 2020 00:01 Mikill samdráttur varð í umferð á milli september mánaða ársins í ár og í fyrra. Vísir/Vilhelm Umferðin á Hringveginum dróst saman um 16,3% í september miðað við september í fyrra. Það er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 75% á Hringveginum við Lón. Kórónaveirufaraldurinn er ástæða þessa samdráttar og fækkun ferðamanna vegna faraldursins hefur bein áhrif á umferð um Hringveginn sem og höfuðborgarsvæðið. Hlutfallslegur mismunur lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2019 og 2020. Tölurnar miða við talningu á 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi. Þessi samdráttur, 16,3% er langmesti samdrátturinn sem mælst hefur í sama mánuði á milli ára. Áður hafði mælst 2,6% samdráttur árin 2007 og 2008. Nú er því að mælast næstum sjöfalt meiri samdráttur en áður. Landsvæði Samdráttur varð á öllum landsvæðum í september. Mestur samdráttur varð á Austurlandi eða tæp 49%. Af einstaka mælisniðum, er það helst að frétta að 75% samdráttur varð um Hringveg í Lóni en minnstur varð samdráttur rétt rúmlega 1% við Úlfarsfell. Meðalumferð eftir vikudögum það sem af er ári 2020 um 16 lykilteljara á Hringvegi. Vikudagar Umferð dróst saman alla vikudaga í september, mestur samdráttur varð á sunnudögum, um 17% en minnstur á þriðjudögum eða um 11,5%. Árið 2020 Samdráttur það sem af er ári er um 12,5% miðað við sama tíma í fyrra. Mest hefur umferð dregist saman á Austurlandi frá áramótum eða um 28,5% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða um 5,6%. Það stefnir í met samdrátt á milli ára um 11 til 12% á Hringvegi. Mestur samdráttur á einu ári hefur mælst 5,3% á Hringvegi, það var árin 2010 og 2011. Nú stefnir því í rúmlega tvöfalt meiri samdrátt. Umferð Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent
Umferðin á Hringveginum dróst saman um 16,3% í september miðað við september í fyrra. Það er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 75% á Hringveginum við Lón. Kórónaveirufaraldurinn er ástæða þessa samdráttar og fækkun ferðamanna vegna faraldursins hefur bein áhrif á umferð um Hringveginn sem og höfuðborgarsvæðið. Hlutfallslegur mismunur lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2019 og 2020. Tölurnar miða við talningu á 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi. Þessi samdráttur, 16,3% er langmesti samdrátturinn sem mælst hefur í sama mánuði á milli ára. Áður hafði mælst 2,6% samdráttur árin 2007 og 2008. Nú er því að mælast næstum sjöfalt meiri samdráttur en áður. Landsvæði Samdráttur varð á öllum landsvæðum í september. Mestur samdráttur varð á Austurlandi eða tæp 49%. Af einstaka mælisniðum, er það helst að frétta að 75% samdráttur varð um Hringveg í Lóni en minnstur varð samdráttur rétt rúmlega 1% við Úlfarsfell. Meðalumferð eftir vikudögum það sem af er ári 2020 um 16 lykilteljara á Hringvegi. Vikudagar Umferð dróst saman alla vikudaga í september, mestur samdráttur varð á sunnudögum, um 17% en minnstur á þriðjudögum eða um 11,5%. Árið 2020 Samdráttur það sem af er ári er um 12,5% miðað við sama tíma í fyrra. Mest hefur umferð dregist saman á Austurlandi frá áramótum eða um 28,5% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða um 5,6%. Það stefnir í met samdrátt á milli ára um 11 til 12% á Hringvegi. Mestur samdráttur á einu ári hefur mælst 5,3% á Hringvegi, það var árin 2010 og 2011. Nú stefnir því í rúmlega tvöfalt meiri samdrátt.
Umferð Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent