Deila Nóbelnum í eðlisfræði fyrir uppgötvanir á svartholum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 10:17 Fulltrúa sænsku Nóbelsnefndarinnar með glæru með myndum af verðlaunahöfunum í Stokkhólmi í morgun. AP/Frederik Sandberg/TT Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir þeirra á svartholum. Nóbelsnefndin greindi frá verðlaunahöfunum nú í morgun. Bretinn Roger Penrose hlýtur verðlaunin fyrir að uppgötva að „myndun svarthola sé áreiðanleg spá sem leiðir af almennu afstæðiskenningunni“. Hann deilir verðlaununum með Þjóðverjanum Reinhard Genzel og Bandaríkjamanninum Andreu Ghez sem uppgötvuðu risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar okkar, að sögn AP-fréttastofunnar. Verðlaunahafarnir fá gullpening og verðlaunafé sem nemur tíu milljónum sænskra króna, jafnvirði um 155 milljóna íslenskra króna. Tilvist svarthola, fyrirbæra sem eru svo massamikil og þétt að ekki einu sinni ljós getur flúið þyngdarkraft þeirra, var lengi vel aðeins fræðileg tilgáta sem leiddi af almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein í hugum eðlisfræðinga. Það var ekki fyrr en á 7. áratug síðustu aldar sem Penrose og vinur hans Stephen Hawking heitinn sýndu fram á með útreikningum að þau gætu í raun og veru myndast. Þau Genzel og Ghez voru leiðandi við rannsóknir á miðju Vetrarbrautarinnar þar sem vísindamenn grunaði að eitthvað dularfullt ætti sér stað. Stjörnur virtust þar ganga í kringum fyrirbæri sem var að öðru leyti ósýnilegt. Í ljós kom að í hjarta Vetrarbrautarinnar var tröllvaxið svarthol, um fjórum milljónum sinnum massameira en sólin. Síðan þá hafa athuganir leitt í ljós að risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta í alheiminum. Í sumum tilfellum eru svartholin með massa sem er milljörðum sinnum meiri en sólarinnar. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2020 #NobelPrize in Physics with one half to Roger Penrose and the other half jointly to Reinhard Genzel and Andrea Ghez. pic.twitter.com/MipWwFtMjz— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 6, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Geimurinn Vísindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir þeirra á svartholum. Nóbelsnefndin greindi frá verðlaunahöfunum nú í morgun. Bretinn Roger Penrose hlýtur verðlaunin fyrir að uppgötva að „myndun svarthola sé áreiðanleg spá sem leiðir af almennu afstæðiskenningunni“. Hann deilir verðlaununum með Þjóðverjanum Reinhard Genzel og Bandaríkjamanninum Andreu Ghez sem uppgötvuðu risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar okkar, að sögn AP-fréttastofunnar. Verðlaunahafarnir fá gullpening og verðlaunafé sem nemur tíu milljónum sænskra króna, jafnvirði um 155 milljóna íslenskra króna. Tilvist svarthola, fyrirbæra sem eru svo massamikil og þétt að ekki einu sinni ljós getur flúið þyngdarkraft þeirra, var lengi vel aðeins fræðileg tilgáta sem leiddi af almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein í hugum eðlisfræðinga. Það var ekki fyrr en á 7. áratug síðustu aldar sem Penrose og vinur hans Stephen Hawking heitinn sýndu fram á með útreikningum að þau gætu í raun og veru myndast. Þau Genzel og Ghez voru leiðandi við rannsóknir á miðju Vetrarbrautarinnar þar sem vísindamenn grunaði að eitthvað dularfullt ætti sér stað. Stjörnur virtust þar ganga í kringum fyrirbæri sem var að öðru leyti ósýnilegt. Í ljós kom að í hjarta Vetrarbrautarinnar var tröllvaxið svarthol, um fjórum milljónum sinnum massameira en sólin. Síðan þá hafa athuganir leitt í ljós að risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta í alheiminum. Í sumum tilfellum eru svartholin með massa sem er milljörðum sinnum meiri en sólarinnar. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2020 #NobelPrize in Physics with one half to Roger Penrose and the other half jointly to Reinhard Genzel and Andrea Ghez. pic.twitter.com/MipWwFtMjz— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 6, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Geimurinn Vísindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent