Þau Olivia og Ryan hafa heldur betur komið sér vel fyrir í Auckland í Nýja Sjálandi, nánar tiltekið við höfn í borginni.
Þau elska sjóinn og vilja helst búa með gott sjávarútsýni.
Þau reyndar búa á sjónum í stórum húsbát sem þau byggðu. Fjallað er um parið í þættinum Living Big In A Tiny House.
Báturinn er vel hannaður þar sem geymslurými er bókstaflega út um allt. Í raun eru skápar undir öllu gólfinu.
Húsið er á tveimur hæðum og hafa þau búið í bátnum í tæplega eitt ár.