Sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 16:55 Laugardalslaug Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur á meðan verið sé að ná tökum á kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Hann leggur þó ekki til jafn harðar aðgerðir í heilbrigðisþjónustu og gert var í mars þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst. Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hefur þegar ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudaginn 7. október. Lokunin á einnig við um skólasund, að því er segir í tilkynningu. Næstu skref varðandi afgreiðslutíma sundlauga miðast við væntanlega auglýsingu heilbrigðisráðherra um hertar veiruaðgerðir. Þórólfur ræddi tillögur sínar varðandi höfuðborgarsvæðið lauslega í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki fara í smátriðum í tillögur sínar sem var í þann mund að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til skoðunar. „Menn geta horft á þær tillögur sem voru í gangi í mars þegar starfsemi var trufluð,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó að hann legði til að sundlaugum yrði lokað á höfuðborgarsvæðinu. Líkamsræktarstöðvum hefur verið gert að loka tækjasölum sínum með reglugerð fyrir allt landið sem tók gildi á mánudag. Sundlaugar máttu hafa opið en með fjöldatakmörkunum þó. „Við erum ekki eins agressív gagnvart heilbrigðisþjónustu,“ sagði Þórólfur. Ýmis heilbrigðisþjónusta á borð við tannlæknaþjónustu og sjúkraþjálfun var lokað þegar verst var í mars. Þórólfur segist reikna með því að ráðherra bregðist hratt og örugglega við tillögunum. Hann sé sjálfur ekki með tímaramma á þeim en reikna megi með tveimur til þremur vikum eins og hingað til. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur á meðan verið sé að ná tökum á kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Hann leggur þó ekki til jafn harðar aðgerðir í heilbrigðisþjónustu og gert var í mars þegar fyrsta bylgjan stóð sem hæst. Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins hefur þegar ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudaginn 7. október. Lokunin á einnig við um skólasund, að því er segir í tilkynningu. Næstu skref varðandi afgreiðslutíma sundlauga miðast við væntanlega auglýsingu heilbrigðisráðherra um hertar veiruaðgerðir. Þórólfur ræddi tillögur sínar varðandi höfuðborgarsvæðið lauslega í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki fara í smátriðum í tillögur sínar sem var í þann mund að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til skoðunar. „Menn geta horft á þær tillögur sem voru í gangi í mars þegar starfsemi var trufluð,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þó að hann legði til að sundlaugum yrði lokað á höfuðborgarsvæðinu. Líkamsræktarstöðvum hefur verið gert að loka tækjasölum sínum með reglugerð fyrir allt landið sem tók gildi á mánudag. Sundlaugar máttu hafa opið en með fjöldatakmörkunum þó. „Við erum ekki eins agressív gagnvart heilbrigðisþjónustu,“ sagði Þórólfur. Ýmis heilbrigðisþjónusta á borð við tannlæknaþjónustu og sjúkraþjálfun var lokað þegar verst var í mars. Þórólfur segist reikna með því að ráðherra bregðist hratt og örugglega við tillögunum. Hann sé sjálfur ekki með tímaramma á þeim en reikna megi með tveimur til þremur vikum eins og hingað til.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Svona var 121. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. 6. október 2020 14:00