Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 20:02 Rúnar Svavarsson er formaður Hnefaleikafélags Kópavogs. Á sjötta tug kórónuveirusmita hafa verið rekin til félagsins. Samsett Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. Lögð hafi verið áhersla á góð samskipti við iðkendur og almannavarnir. Þá þykir formanninum miður þegar fólk leitar logandi ljósi að „blóraböggli“. „Við tókum af skarið og lokuðum strax. Manni finnst þetta samfélagsleg ábyrgð að gera það þegar svona kemur upp,“ segir Rúnar Svavarsson, formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, í samtali við Vísi. Iðkandi hjá félaginu greindist með kórónuveiruna á fimmtudag eftir að hafa verið við æfingar helgina á undan. Nú eru smit tengd félaginu orðin á sjötta tug. Um er að ræða eina stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp hér á landi síðan faraldurinn hófst. Almannavarnir hafa hrósað félaginu fyrir að hafa tekið vel á málum og létt smitrakningarteyminu róðurinn. „Við vildum gera allt til að koma í veg fyrir fleiri smit,“ segir Rúnar. „Það voru sendir tölvupóstar á alla og haft samband við alla sem voru í húsinu. Það eru það mikil tengsl á milli iðkenda og þetta var fljótt að fréttast á milli. Flestir voru búnir að fara í skimun áður en haft var samband við þá. Þó það sé alltaf leiðinlegt þegar kemur upp sýking eða hópsmit þá er gott að vera skrefinu á undan fyrirmælum sóttvarnalæknis.“ Hann segir félagið hafa viðhaft góðar sóttvarnir, gólf hafi verið sótthreinsuð í lok hvers dags, og þá var strax ákveðið að loka húsnæði félagsins þegar smitið kom upp. Rúnar bendir á að veiran sé fljót að dreifast komi hún upp innan íþróttar eins og hnefaleika, sem í eðli sínu fela í sér mikla snertingu iðkenda. „Það versta við þetta, þegar kemur upp svona hópsýking, þá leita menn að einhverjum blóraböggli. Það er það sem manni hefur fundist svolítið slæmt í þessu. Þetta er að dreifast út um allt. Það voru hundrað smit í dag. Og er það þá hópsýkingunni frá Hnefaleikafélaginu að kenna?“ spyr Rúnar. „Við erum bara að díla við heimsfaraldur. Fólk verður bara að takast á við þetta.“ Allir hraustir enn Rúnar veit ekki til þess að neinn af iðkendum félagsins sem hafa greinst með veiruna hafi fengið alvarleg einkenni. „Þetta eru íþróttamenn þannig að þeir eru í hörkuformi. Menn eru bara æfandi inni á hótelherbergi held ég,“ segir Rúnar. Það mikilvægasta sé að sjálfsögðu að vernda alla tengda iðkendunum sem kunni að vera viðkvæmir fyrir veirunni. „Það fóru einhverjir á hótel í ljósi þess að foreldrar eða einhverjir tengdir eru í áhættuhóp. Það er allt gert til að forða fleiri smitum.“ Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins tiltekna daga hafi verið boðaðir í skimun fyrir veirunni. Hluti iðkenda var skimaður í dag og afgangurinn á morgun. Þeir sem hefðu smitast væru ýmist sjálfir iðkendur eða fólk tengt þeim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54 Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. Lögð hafi verið áhersla á góð samskipti við iðkendur og almannavarnir. Þá þykir formanninum miður þegar fólk leitar logandi ljósi að „blóraböggli“. „Við tókum af skarið og lokuðum strax. Manni finnst þetta samfélagsleg ábyrgð að gera það þegar svona kemur upp,“ segir Rúnar Svavarsson, formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, í samtali við Vísi. Iðkandi hjá félaginu greindist með kórónuveiruna á fimmtudag eftir að hafa verið við æfingar helgina á undan. Nú eru smit tengd félaginu orðin á sjötta tug. Um er að ræða eina stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp hér á landi síðan faraldurinn hófst. Almannavarnir hafa hrósað félaginu fyrir að hafa tekið vel á málum og létt smitrakningarteyminu róðurinn. „Við vildum gera allt til að koma í veg fyrir fleiri smit,“ segir Rúnar. „Það voru sendir tölvupóstar á alla og haft samband við alla sem voru í húsinu. Það eru það mikil tengsl á milli iðkenda og þetta var fljótt að fréttast á milli. Flestir voru búnir að fara í skimun áður en haft var samband við þá. Þó það sé alltaf leiðinlegt þegar kemur upp sýking eða hópsmit þá er gott að vera skrefinu á undan fyrirmælum sóttvarnalæknis.“ Hann segir félagið hafa viðhaft góðar sóttvarnir, gólf hafi verið sótthreinsuð í lok hvers dags, og þá var strax ákveðið að loka húsnæði félagsins þegar smitið kom upp. Rúnar bendir á að veiran sé fljót að dreifast komi hún upp innan íþróttar eins og hnefaleika, sem í eðli sínu fela í sér mikla snertingu iðkenda. „Það versta við þetta, þegar kemur upp svona hópsýking, þá leita menn að einhverjum blóraböggli. Það er það sem manni hefur fundist svolítið slæmt í þessu. Þetta er að dreifast út um allt. Það voru hundrað smit í dag. Og er það þá hópsýkingunni frá Hnefaleikafélaginu að kenna?“ spyr Rúnar. „Við erum bara að díla við heimsfaraldur. Fólk verður bara að takast á við þetta.“ Allir hraustir enn Rúnar veit ekki til þess að neinn af iðkendum félagsins sem hafa greinst með veiruna hafi fengið alvarleg einkenni. „Þetta eru íþróttamenn þannig að þeir eru í hörkuformi. Menn eru bara æfandi inni á hótelherbergi held ég,“ segir Rúnar. Það mikilvægasta sé að sjálfsögðu að vernda alla tengda iðkendunum sem kunni að vera viðkvæmir fyrir veirunni. „Það fóru einhverjir á hótel í ljósi þess að foreldrar eða einhverjir tengdir eru í áhættuhóp. Það er allt gert til að forða fleiri smitum.“ Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins tiltekna daga hafi verið boðaðir í skimun fyrir veirunni. Hluti iðkenda var skimaður í dag og afgangurinn á morgun. Þeir sem hefðu smitast væru ýmist sjálfir iðkendur eða fólk tengt þeim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54 Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54
Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23