Frumkvæðisskylda um sóttvarnir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. október 2020 14:01 Ráðherrar hafa frumkvæðisskyldu til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til að vernda líf og heilsu fólks. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í álitsgerð Páls Hreinssonar sem hann fór yfir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Ég óskaði eftir þessum fundi til að nefndarmenn gætu átt opið og heiðarlegt samtal um sóttvarnir og valdheimildir, en Páll var fenginn af forsætisráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, til að skila álitsgerð um þetta mál. Áðurnefnd frumkvæðisskylda ráðherra getur beinlínis gert þá ábyrga gagnvart lögum ef þeir bregðast þeirri skyldu sinni. Ráðherrum er þannig ekki aðeins heimilt að grípa til að gerða til að vernda líf og heilsu heldur er það beinlínis skylt. Það er eðlilegt í lýðræðissamfélagi að við ræðum um valdmörk og hversu langt má ganga í því að skerða mannréttindi borgaranna. Við lestur álitsgerðar Páls, og umræður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ekki annað að sjá en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi fetað það einstigi vel að verja líf og heilsu en ganga ekki um of á réttindi. Páll er býsna skýr um það hvað er undir. Hvaða hagsmuni er verið að vernda. Grípum niður í álitsgerðina: „…þeir hagsmunir, sem verið er að vernda með opinberum sóttvarnarráðstöfunum, eru líf og heilsa borgaranna. Þetta eru veigamestu verndarhagsmunir hvers samfélags.“ Ég er sammála Páli Hreinssyni um að þetta séu veigamestu verndarhagsmunirnir. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin uppfyllt þá frumkvæðisskyldu sem lög setja henni að vernda líf og heilsu fólks og virt meðalhófsregluna við það, ekki gengið of langt í að skerða önnur mannréttindi. Það að Páll skyldi fenginn til að leggja hlutlaust mat á þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að ríkisstjórnin tekur þessi mál alvarlega og vill vanda til verka. Til að skerpa enn frekar á lagaumhverfinu mun heilbrigðisráðherra í janúar leggja fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum. Ætlunin er að skýra enn betur þau úrræði sem sóttvarnarlæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum til eða frá Íslandi, innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum. Opin og yfirveguð umræða um valdheimildir og sóttvarnir er af hinu góða. Álit Páls Hreinssonar er lykilatriði í þeirri umræðu. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ráðherrar hafa frumkvæðisskyldu til að bregðast við farsóttum með virkum úrræðum til að vernda líf og heilsu fólks. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í álitsgerð Páls Hreinssonar sem hann fór yfir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Ég óskaði eftir þessum fundi til að nefndarmenn gætu átt opið og heiðarlegt samtal um sóttvarnir og valdheimildir, en Páll var fenginn af forsætisráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, til að skila álitsgerð um þetta mál. Áðurnefnd frumkvæðisskylda ráðherra getur beinlínis gert þá ábyrga gagnvart lögum ef þeir bregðast þeirri skyldu sinni. Ráðherrum er þannig ekki aðeins heimilt að grípa til að gerða til að vernda líf og heilsu heldur er það beinlínis skylt. Það er eðlilegt í lýðræðissamfélagi að við ræðum um valdmörk og hversu langt má ganga í því að skerða mannréttindi borgaranna. Við lestur álitsgerðar Páls, og umræður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ekki annað að sjá en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi fetað það einstigi vel að verja líf og heilsu en ganga ekki um of á réttindi. Páll er býsna skýr um það hvað er undir. Hvaða hagsmuni er verið að vernda. Grípum niður í álitsgerðina: „…þeir hagsmunir, sem verið er að vernda með opinberum sóttvarnarráðstöfunum, eru líf og heilsa borgaranna. Þetta eru veigamestu verndarhagsmunir hvers samfélags.“ Ég er sammála Páli Hreinssyni um að þetta séu veigamestu verndarhagsmunirnir. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin uppfyllt þá frumkvæðisskyldu sem lög setja henni að vernda líf og heilsu fólks og virt meðalhófsregluna við það, ekki gengið of langt í að skerða önnur mannréttindi. Það að Páll skyldi fenginn til að leggja hlutlaust mat á þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að ríkisstjórnin tekur þessi mál alvarlega og vill vanda til verka. Til að skerpa enn frekar á lagaumhverfinu mun heilbrigðisráðherra í janúar leggja fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum. Ætlunin er að skýra enn betur þau úrræði sem sóttvarnarlæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum til eða frá Íslandi, innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum. Opin og yfirveguð umræða um valdheimildir og sóttvarnir er af hinu góða. Álit Páls Hreinssonar er lykilatriði í þeirri umræðu. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar