Bara lífsstíll? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2020 19:30 Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Öll þurfum við að neyta matar. Þess vegna var sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðarráðherra í garð sauðfjárbænda þegar ég spurði hann hvernig hann hygðist vinna að því að bæta kjör bænda í umræðum á Alþingi í gær. Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst. Neysluhættir hafa gerbreyst á undanförnum árum. En einhverra hluta vegna er íslenska landbúnaðarkerfið enn að sinna kröfum neytenda áttunda áratugar síðustu aldar. Það er aðkallandi að kerfið bjóði upp á aukinn sveigjanleika, leiðir og frelsi fyrir bændur til að mæta breyttum neysluvenjum. Það tryggir áframhaldandi blómlegan landbúnað hér á landi, framtíðarsýn. En ekki fortíðarþrá. Ég væri til í að sjá raunverulegt hvatakerfi sem stuðlar að nýsköpun, nýrri nálgun og að bændur geti sáttir unað við sinn hlut. Að bændur hafi raunverulegt frelsi til að velja hvernig þeir nýti landið sitt og skapað sér aukin verðmæti og tryggt afkomu sína. Og ég veit það fyrir víst að bændur eru best til þess fallnir að meta það sjálfir hvernig megi nýta tækifærin betur. Meiriháttar skekkja Er ekki einhver meiriháttar skekkja í gangi þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neytenda en á sama tíma ein slökustu kjörin til bænda í alþjóðlegum samanburði? Samhliða því að landbúnaðarstyrkir hér á landi eru með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir. Velvild íslenskra neytenda er til staðar, þeir velja íslenskar vörur vegna þess að þær eru heilnæmar og góðar. Við vitum hvaðan þær koma. Samkeppnisstaða íslenskrar matvöru er góð. Við sjáum það þegar það kemur að grænmetisframleiðslu að aukin samkeppni á sínum tíma skilaði meira úrvali fyrir neytendur og fjölbreyttari störfum. Þar fyrir utan hefur framleiðslan vaxið og stoðirnar orðið sterkari, þrátt fyrir ótta um annað. Hverra hagsmuna er kerfið að gæta? Bændur hljóta að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort að kerfið sjálft, sem byggt hefur verið upp af rótgrónum íhaldsflokkum síðustu áratugi, þjóni milliliðunum og flokkunum sjálfum fremur en raunverulegum hagsmunum bænda. Hverra hagsmuna er kerfið í raun að þjóna þegar staðan er þessi? Staða, sem að mínu mati, er óásættanleg. Það er sannarlega hugsjónarfólk í landbúnaðinum líkt og í öðrum stéttum, líkt og kennarastéttinni. Það er vitað mál að launin ein og sér eru sannarlega ekki mesti hvatinn fyrir því hvers vegna fólk velur að feta þá slóð. En fólk þarf líka að hafa í sig og á. Ég leyfi mér að kalla eftir þroskaðri umræðu um kjör bænda og landbúnaðarkerfið okkar í heild sinni. Ekki áframhaldandi skotgrafir og þras um umbúðir, ekki innihald. Við þurfum kerfi sem ýtir undir frelsi bænda, svarar kröfum um nútímaneysluhætti, ýtir undir græna hvata og leysir bændur úr þeim hlekkjum sem þeir hafa lifað við alltof lengi. Fyrir bændur, neytendur, umhverfi, samfélag. Það er stóra verkefni stjórnmálanna á þessum tímapunkti. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Landbúnaður Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Öll þurfum við að neyta matar. Þess vegna var sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðarráðherra í garð sauðfjárbænda þegar ég spurði hann hvernig hann hygðist vinna að því að bæta kjör bænda í umræðum á Alþingi í gær. Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst. Neysluhættir hafa gerbreyst á undanförnum árum. En einhverra hluta vegna er íslenska landbúnaðarkerfið enn að sinna kröfum neytenda áttunda áratugar síðustu aldar. Það er aðkallandi að kerfið bjóði upp á aukinn sveigjanleika, leiðir og frelsi fyrir bændur til að mæta breyttum neysluvenjum. Það tryggir áframhaldandi blómlegan landbúnað hér á landi, framtíðarsýn. En ekki fortíðarþrá. Ég væri til í að sjá raunverulegt hvatakerfi sem stuðlar að nýsköpun, nýrri nálgun og að bændur geti sáttir unað við sinn hlut. Að bændur hafi raunverulegt frelsi til að velja hvernig þeir nýti landið sitt og skapað sér aukin verðmæti og tryggt afkomu sína. Og ég veit það fyrir víst að bændur eru best til þess fallnir að meta það sjálfir hvernig megi nýta tækifærin betur. Meiriháttar skekkja Er ekki einhver meiriháttar skekkja í gangi þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neytenda en á sama tíma ein slökustu kjörin til bænda í alþjóðlegum samanburði? Samhliða því að landbúnaðarstyrkir hér á landi eru með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir. Velvild íslenskra neytenda er til staðar, þeir velja íslenskar vörur vegna þess að þær eru heilnæmar og góðar. Við vitum hvaðan þær koma. Samkeppnisstaða íslenskrar matvöru er góð. Við sjáum það þegar það kemur að grænmetisframleiðslu að aukin samkeppni á sínum tíma skilaði meira úrvali fyrir neytendur og fjölbreyttari störfum. Þar fyrir utan hefur framleiðslan vaxið og stoðirnar orðið sterkari, þrátt fyrir ótta um annað. Hverra hagsmuna er kerfið að gæta? Bændur hljóta að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort að kerfið sjálft, sem byggt hefur verið upp af rótgrónum íhaldsflokkum síðustu áratugi, þjóni milliliðunum og flokkunum sjálfum fremur en raunverulegum hagsmunum bænda. Hverra hagsmuna er kerfið í raun að þjóna þegar staðan er þessi? Staða, sem að mínu mati, er óásættanleg. Það er sannarlega hugsjónarfólk í landbúnaðinum líkt og í öðrum stéttum, líkt og kennarastéttinni. Það er vitað mál að launin ein og sér eru sannarlega ekki mesti hvatinn fyrir því hvers vegna fólk velur að feta þá slóð. En fólk þarf líka að hafa í sig og á. Ég leyfi mér að kalla eftir þroskaðri umræðu um kjör bænda og landbúnaðarkerfið okkar í heild sinni. Ekki áframhaldandi skotgrafir og þras um umbúðir, ekki innihald. Við þurfum kerfi sem ýtir undir frelsi bænda, svarar kröfum um nútímaneysluhætti, ýtir undir græna hvata og leysir bændur úr þeim hlekkjum sem þeir hafa lifað við alltof lengi. Fyrir bændur, neytendur, umhverfi, samfélag. Það er stóra verkefni stjórnmálanna á þessum tímapunkti. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun