Jólasveinninn er dáinn Arna Pálsdóttir skrifar 8. október 2020 08:01 „Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Mér varð fljótt ljóst að hún var ekki að tala um veikindi jólasveinsins sem er við völd í Bandaríkjunum, heldur hinn raunverulega jólasvein, son Grýlu og Leppalúða. Ég fann strax að niðurstaðan um mögulegt andlát jólasveinsins myndi ráðast af mínu næsta skrefi. Bein í baki og kokhraust horfði ég beint í augun á henni og sagði „Nei elskan, jólasveinninn er ekki dáinn“. Þegar hún innti mig eftir staðfestingu á því var svarið auðvelt. „Hann sagði mér það sjálfur, ég þekki hann!“ Mín kona varð alsæl, enginn efi, enginn vafi – Jólasveinninn lifir. Hún gekk róleg til annarra verka og skildi mig eftir með hugsunum mínum. Ég upplifði einhvern mátt sem lyfti mér á hærra plan. Ég bjargaði lífi jólasveinsins með einni (kannski tveimur) einföldum setningum! Höldum áfram. Ég er mjög jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. Hins vegar hef ég aldrei sérstaklega fílað hana Pollýönnu. Kannski er það af því að ég er lögfræðingur og mér finnst hún alltaf eitthvað órökrétt. Ég meina, hver er alltaf jákvæður? Hún segir bara eitthvað næs án þess að gera nokkurt grein fyrir orðum sínum eða sjálfri sér við allar aðstæður. Hún er örugglega fín, við myndum bara aldrei hanga mikið saman. Og bara í þessum þrönga lokaða þá er ég nokkuð viss um að hún sé á einhverjum lyfjum. Allavega. Ég rek mína jákvæðni til þeirrar miklu trúar sem ég hef á fólki. Ég hef óbyljandi trú á fólki. Þeir sem mig þekkja vita að áhugi minn á mannlegu eðli og atgervi er á einhverjum blætismörkum. Hvað viljum við? Hvað þurfum við? Af hverju viljum við það sem við viljum? Af hverju gerum við það sem við gerum? Osfrv. Eitt af því sem ég hef rekist á í mínum mjög svo óformlegu rannsóknum í gegnum árin er að það sem við viljum er oftast mjög einfalt. Við viljum t.d. treysta því og trúa sem við okkur er sagt. Það gerir okkur örugg. Við viljum vera 4 ára og heyra mömmu okkar segja að jólasveinn er ekki dáinn, þrátt fyrir þráðlátan orðróm um annað úr innstu röðum á leikskólanum. Við treystum mömmu – enda myndi hún aldrei segja okkur ósátt. Hún sagði að jólasveinninn væri ekki dáinn, þá er hann ekki dáinn. Svo verðum við fullorðin og þróum (vonandi) með okkur gagnrýna hugsun. Þetta jólasveinadæmi er auðvita ekki að ganga upp. Það er ekki lengur nóg að segja eitthvað við okkur til þess að við trúum því. Við þurfum að treysta viðkomandi upplýsingagjafa og upplýsingunum sjálfum. Það eru hins vegar setningar sem við viljum heyra og þurfum að heyra – sem þó verða ekki sannreyndar með vísindalegum hætti. Það sem skiptir mestu máli hér er að við treystum þeim sem segja þær við okkur. Þetta eru setningar eins og: „Ég sakna þess að hitta þig“, „Þú stendur þig vel“, „Ég skil hvernig þér líður“ og ein af mínum allra mest uppáhalds „Þetta verður allt í lagi“. Þegar manneskja sem við treystum segir þessi orð við okkur þá höfum við tilhneigingu til að trúa henni. Það að trúa henni lætur okkur líða betur, þó ekki nema í þetta litla augnablik. Við lifum á furðulegum tímum, þó ekki lengur fordæmalausum. Við þurfum á hughreystingu að halda. Ekki vanmeta hvað ein lítil setning getur haft mikil áhrif á næsta mann. Láttu samstarfsfélaga þinn vita að þú saknir þess að hitta hann, hughreystu vin og segðu að hann sé að standa sig vel. Sýndu samkennd og segðu við þann sem á því þarf að halda að þú skiljir hann. Og síðast en ekki síst, segðu öllum sem þú hittir að þetta verður allt saman allt í lagi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Mér varð fljótt ljóst að hún var ekki að tala um veikindi jólasveinsins sem er við völd í Bandaríkjunum, heldur hinn raunverulega jólasvein, son Grýlu og Leppalúða. Ég fann strax að niðurstaðan um mögulegt andlát jólasveinsins myndi ráðast af mínu næsta skrefi. Bein í baki og kokhraust horfði ég beint í augun á henni og sagði „Nei elskan, jólasveinninn er ekki dáinn“. Þegar hún innti mig eftir staðfestingu á því var svarið auðvelt. „Hann sagði mér það sjálfur, ég þekki hann!“ Mín kona varð alsæl, enginn efi, enginn vafi – Jólasveinninn lifir. Hún gekk róleg til annarra verka og skildi mig eftir með hugsunum mínum. Ég upplifði einhvern mátt sem lyfti mér á hærra plan. Ég bjargaði lífi jólasveinsins með einni (kannski tveimur) einföldum setningum! Höldum áfram. Ég er mjög jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. Hins vegar hef ég aldrei sérstaklega fílað hana Pollýönnu. Kannski er það af því að ég er lögfræðingur og mér finnst hún alltaf eitthvað órökrétt. Ég meina, hver er alltaf jákvæður? Hún segir bara eitthvað næs án þess að gera nokkurt grein fyrir orðum sínum eða sjálfri sér við allar aðstæður. Hún er örugglega fín, við myndum bara aldrei hanga mikið saman. Og bara í þessum þrönga lokaða þá er ég nokkuð viss um að hún sé á einhverjum lyfjum. Allavega. Ég rek mína jákvæðni til þeirrar miklu trúar sem ég hef á fólki. Ég hef óbyljandi trú á fólki. Þeir sem mig þekkja vita að áhugi minn á mannlegu eðli og atgervi er á einhverjum blætismörkum. Hvað viljum við? Hvað þurfum við? Af hverju viljum við það sem við viljum? Af hverju gerum við það sem við gerum? Osfrv. Eitt af því sem ég hef rekist á í mínum mjög svo óformlegu rannsóknum í gegnum árin er að það sem við viljum er oftast mjög einfalt. Við viljum t.d. treysta því og trúa sem við okkur er sagt. Það gerir okkur örugg. Við viljum vera 4 ára og heyra mömmu okkar segja að jólasveinn er ekki dáinn, þrátt fyrir þráðlátan orðróm um annað úr innstu röðum á leikskólanum. Við treystum mömmu – enda myndi hún aldrei segja okkur ósátt. Hún sagði að jólasveinninn væri ekki dáinn, þá er hann ekki dáinn. Svo verðum við fullorðin og þróum (vonandi) með okkur gagnrýna hugsun. Þetta jólasveinadæmi er auðvita ekki að ganga upp. Það er ekki lengur nóg að segja eitthvað við okkur til þess að við trúum því. Við þurfum að treysta viðkomandi upplýsingagjafa og upplýsingunum sjálfum. Það eru hins vegar setningar sem við viljum heyra og þurfum að heyra – sem þó verða ekki sannreyndar með vísindalegum hætti. Það sem skiptir mestu máli hér er að við treystum þeim sem segja þær við okkur. Þetta eru setningar eins og: „Ég sakna þess að hitta þig“, „Þú stendur þig vel“, „Ég skil hvernig þér líður“ og ein af mínum allra mest uppáhalds „Þetta verður allt í lagi“. Þegar manneskja sem við treystum segir þessi orð við okkur þá höfum við tilhneigingu til að trúa henni. Það að trúa henni lætur okkur líða betur, þó ekki nema í þetta litla augnablik. Við lifum á furðulegum tímum, þó ekki lengur fordæmalausum. Við þurfum á hughreystingu að halda. Ekki vanmeta hvað ein lítil setning getur haft mikil áhrif á næsta mann. Láttu samstarfsfélaga þinn vita að þú saknir þess að hitta hann, hughreystu vin og segðu að hann sé að standa sig vel. Sýndu samkennd og segðu við þann sem á því þarf að halda að þú skiljir hann. Og síðast en ekki síst, segðu öllum sem þú hittir að þetta verður allt saman allt í lagi. Höfundur er lögfræðingur.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun