Mercedes-Benz EQS kemur á markað á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. október 2020 07:01 Lúxusrafbíllinn Mercedes-BenzEQS er enn í felulitunum en hann mun koma á markað á næsta ári. Lúxusrafbíllinn Mercedes-Benz EQS mun koma á markað á næsta ári og verður hann flaggskip rafbílaflota þýska lúxusbílaframleiðandans. Mercedes-Benz kemur fram með nýjan arkitektúr á næsta ári sem byggir á rafmagni. Þýski lúxusbílaframleiðandinn mun setja margar gerðir bíla á markað á næsta ári sem allir verða hreinir rafbílar og framleiddir af EQ deild Mercedes-Benz. Með þessum áætlunum ætlar Mercedes-Benz sér að vera leiðandi í þróun rafbíla á heimsvísu, segir í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. EQS er glæsilegur og afar tæknivæddur lúxusrafbíll frá Mercedes-Benz og verður fyrsti EQ bíll Mercedes-Benz sem byggir á nýjum EVA undirvagni sem er stækkanlegur og liggur flatur undir bílnum líkt og hjólabretti. EVA undirvagninn gefur því meiri möguleika á auknu innanrými en áður hefur sést að sögn Mercedes-Benz. EQS verður búinn miklum lúxus og tækni fyrir ökumann og farþega og á að vera leiðandi rafbíll í lúxusflokki. EQS verður með allt 700 km drægni samkvæmt WLTP staðli og er búinn tveimur öflugum rafmótorum sem skila 469 hestöflum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,5 sekúndum. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á innan við 20 mínútum. EQS verður m.a. með nýjustu útgáfuna af MBUX margmiðlunarkerfinu. Bíllinn verður búinn nýjasta Level 3 kerfi í sjálfkeyrandi akstri og að sögn Mercedes-Benz verður bíllinn að fullu sjálfkeyrandi í nánustu framtíð. Þá er bíllinn með nýjustu tækni af Digital framljósum sem verða með sérlega öflugt 360° ljósabelti. AMG útgáfa af EQS kemur á markað fljótlega í kjölfarið en sá verður gríðarlega öflugur með tveimur rafmótorum sem skila alls 600 hestöflum. Það er margt framundan hjá Mercedes-Benz í rafbíladeildinni. EQC sportjeppinn er sá fyrsti sem kom á markað í fyrra og hefur fengið góðan orðstír og mikla athygli. Næstu hreinu rafbílarnir sem koma á markað eru EQA, EQB, eVito Tourer og EQV en Bílaumboðið Askja verður meðal fyrstu umboða í Evrópu sem fá þá bíla til sölu og eru þeir allir væntanlegir innan 8 mánaða. Sá fyrsti kemur hingað til lands í nóvember og eru það EQV og eVito Tourer. Í framhaldi koma EQA, EQS og EQB en þar endar ekki sagan því EQE, EQS SUV og EQE SUV munu koma stuttu síðar. Það má því með sanni segja að það sé rafmögnuð framtíð hjá Mercedes-Benz. Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent
Lúxusrafbíllinn Mercedes-Benz EQS mun koma á markað á næsta ári og verður hann flaggskip rafbílaflota þýska lúxusbílaframleiðandans. Mercedes-Benz kemur fram með nýjan arkitektúr á næsta ári sem byggir á rafmagni. Þýski lúxusbílaframleiðandinn mun setja margar gerðir bíla á markað á næsta ári sem allir verða hreinir rafbílar og framleiddir af EQ deild Mercedes-Benz. Með þessum áætlunum ætlar Mercedes-Benz sér að vera leiðandi í þróun rafbíla á heimsvísu, segir í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. EQS er glæsilegur og afar tæknivæddur lúxusrafbíll frá Mercedes-Benz og verður fyrsti EQ bíll Mercedes-Benz sem byggir á nýjum EVA undirvagni sem er stækkanlegur og liggur flatur undir bílnum líkt og hjólabretti. EVA undirvagninn gefur því meiri möguleika á auknu innanrými en áður hefur sést að sögn Mercedes-Benz. EQS verður búinn miklum lúxus og tækni fyrir ökumann og farþega og á að vera leiðandi rafbíll í lúxusflokki. EQS verður með allt 700 km drægni samkvæmt WLTP staðli og er búinn tveimur öflugum rafmótorum sem skila 469 hestöflum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,5 sekúndum. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á innan við 20 mínútum. EQS verður m.a. með nýjustu útgáfuna af MBUX margmiðlunarkerfinu. Bíllinn verður búinn nýjasta Level 3 kerfi í sjálfkeyrandi akstri og að sögn Mercedes-Benz verður bíllinn að fullu sjálfkeyrandi í nánustu framtíð. Þá er bíllinn með nýjustu tækni af Digital framljósum sem verða með sérlega öflugt 360° ljósabelti. AMG útgáfa af EQS kemur á markað fljótlega í kjölfarið en sá verður gríðarlega öflugur með tveimur rafmótorum sem skila alls 600 hestöflum. Það er margt framundan hjá Mercedes-Benz í rafbíladeildinni. EQC sportjeppinn er sá fyrsti sem kom á markað í fyrra og hefur fengið góðan orðstír og mikla athygli. Næstu hreinu rafbílarnir sem koma á markað eru EQA, EQB, eVito Tourer og EQV en Bílaumboðið Askja verður meðal fyrstu umboða í Evrópu sem fá þá bíla til sölu og eru þeir allir væntanlegir innan 8 mánaða. Sá fyrsti kemur hingað til lands í nóvember og eru það EQV og eVito Tourer. Í framhaldi koma EQA, EQS og EQB en þar endar ekki sagan því EQE, EQS SUV og EQE SUV munu koma stuttu síðar. Það má því með sanni segja að það sé rafmögnuð framtíð hjá Mercedes-Benz.
Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent