Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 16:00 Breiðablik verður Íslandsmeistari verði mótið blásið af en Valur á enn veika von ef að mótið verður klárað. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. Þetta kemur fram í könnun á vegum leikmannasamtaka Íslands þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikmenn í Pepsi Max deildum karla og kvenna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við RÚV í dag að enn sé stefnt að því að klára alla leiki á keppnistímabilinu, utanhúss, enda sé enn einn og hálfur mánuður til stefnu. Keppni væri vanalega lokið Snúin staða er uppi í íslenskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins. Hlé var gert á allri keppni í síðustu viku fram til 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Vanalega hefði Íslandsmótinu lokið um síðustu mánaðamót en enn eru fjórar umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og tvær umferðir í Pepsi Max deild kvenna, auk stöku frestaðra leikja frá því fyrr á leiktíðinni. Breiðablik fær Evrópusæti ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni en gæti annars þurft að berjast áfram fyrir því.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn úr öllum liðum í Pepsi Max-deildunum svöruðu könnuninni, alls 197 karlar og 177 konur. Hjá konunum vildu 59% þeirra sem afstöðu tóku að KSÍ myndi stöðva keppni og mótinu væri lokið. Alls svöruðu 47,5% kvenna því játandi, þriðjungur neitandi en 19,2% voru hlutlaus. Hjá körlunum vilja fleiri en færri halda keppni áfram. Alls kváðust 36% vilja blása keppni af, 43,7% vildu halda áfram en 20,3% tóku ekki afstöðu. Samtals voru því 41,4% á því að blása mótið af, 38,8% á móti því en 19,8% hlutlaus. Meirihluti, eða 59,6%, kvaðst óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun, og um það bil sama hlutfall kvaðst óttast að fá Covid 19 eða 61%. Samkvæmt reglugerð KSÍ vegna faraldursins, sem samþykkt var í sumar, hafa nógu margir leikir verið spilaðir til að mótið telji. Í reglugerðinni segir að ekki verði spilað lengur en til 1. desember, og að verði ekki öllum leikjum lokið skuli lokastaða liða ráðast af meðalfjölda stiga í spiluðum leikjum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. Þetta kemur fram í könnun á vegum leikmannasamtaka Íslands þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikmenn í Pepsi Max deildum karla og kvenna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við RÚV í dag að enn sé stefnt að því að klára alla leiki á keppnistímabilinu, utanhúss, enda sé enn einn og hálfur mánuður til stefnu. Keppni væri vanalega lokið Snúin staða er uppi í íslenskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins. Hlé var gert á allri keppni í síðustu viku fram til 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Vanalega hefði Íslandsmótinu lokið um síðustu mánaðamót en enn eru fjórar umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og tvær umferðir í Pepsi Max deild kvenna, auk stöku frestaðra leikja frá því fyrr á leiktíðinni. Breiðablik fær Evrópusæti ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni en gæti annars þurft að berjast áfram fyrir því.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn úr öllum liðum í Pepsi Max-deildunum svöruðu könnuninni, alls 197 karlar og 177 konur. Hjá konunum vildu 59% þeirra sem afstöðu tóku að KSÍ myndi stöðva keppni og mótinu væri lokið. Alls svöruðu 47,5% kvenna því játandi, þriðjungur neitandi en 19,2% voru hlutlaus. Hjá körlunum vilja fleiri en færri halda keppni áfram. Alls kváðust 36% vilja blása keppni af, 43,7% vildu halda áfram en 20,3% tóku ekki afstöðu. Samtals voru því 41,4% á því að blása mótið af, 38,8% á móti því en 19,8% hlutlaus. Meirihluti, eða 59,6%, kvaðst óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun, og um það bil sama hlutfall kvaðst óttast að fá Covid 19 eða 61%. Samkvæmt reglugerð KSÍ vegna faraldursins, sem samþykkt var í sumar, hafa nógu margir leikir verið spilaðir til að mótið telji. Í reglugerðinni segir að ekki verði spilað lengur en til 1. desember, og að verði ekki öllum leikjum lokið skuli lokastaða liða ráðast af meðalfjölda stiga í spiluðum leikjum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira