Japanska sundsambandið hefur sett nífalda heimsmeistarann Daiya Seto í bann út árið vegna framhjáhalds.
Seto steig til hliðar sem fyrirliði japanska ólympíuliðsins í sundi eftir að hann viðurkenndi að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni.
Hann missti einnig styrktarsamning við japanska flugfélagið All Nippon Airways Co. og nú hefur japanska sundsambandið sett Seto í bann út árið 2020.
Þrátt fyrir þetta á Seto möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó sem var frestað til 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Hann vann til bronsverðlauna í 400 metra fjórsundi.
Seto hefur unnið til fjögurra gullverðlauna á HM í 50 metra laug og fimm gullverðlauna á HM í 25 metra laug.
„Ég held að afsökun mín felist í því að halda áfram að synda og reyna að öðlast traust fjölskyldu minnar á ný sem ég særði með óbyrgri heðgun minni,“ sagði hinn 26 ára Seto í afsökunarbeiðni sinni.