Nafn mannsins sem lést í húsbílabruna í Grafningi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 14:37 Einar Jónsson var fæddur árið 1982. Hann var ókvæntur og barnlaus. Lögreglan Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur með rannsókn sinni staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í Grafningi síðasta föstudag séu af Einari Jónssyni, fæddum 21. ágúst 1982. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Einar var með lögheimili að Akraseli 5 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Þá segir í tilkynningu lögreglu að krufning hafi farið fram í gær. Af bráðabirgðaniðurstöðum hennar megi ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts vegna brunans í bílnum. Endanlegrar niðurstöðu þeirra rannsókna sem fylgja krufningunni, sem og niðurstöðu rannsóknar tæknideildar um eldsupptök, er nú beðið. „Sú vinna er tímafrek og fyrir liggur að hún muni taka einhverjar vikur. Ekki er að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um rannsóknina að sinni,“ segir í tilkynningu. Fram hefur komið að þrír hundar Einars brunnu inni með honum þegar eldur kom upp í húsbílnum í landi Torfastaða í Grafningi á föstudag. Þá var einnig greint frá því í kjölfar brunans að enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hefði svarað áframsendu símtali vegna brunans frá Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Innhringjandi gafst upp eftir 57 sekúndur. Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem sagður var hafa valdið því að símtalið skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður á mánudag. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01 Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur með rannsókn sinni staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í Grafningi síðasta föstudag séu af Einari Jónssyni, fæddum 21. ágúst 1982. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Einar var með lögheimili að Akraseli 5 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Þá segir í tilkynningu lögreglu að krufning hafi farið fram í gær. Af bráðabirgðaniðurstöðum hennar megi ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts vegna brunans í bílnum. Endanlegrar niðurstöðu þeirra rannsókna sem fylgja krufningunni, sem og niðurstöðu rannsóknar tæknideildar um eldsupptök, er nú beðið. „Sú vinna er tímafrek og fyrir liggur að hún muni taka einhverjar vikur. Ekki er að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um rannsóknina að sinni,“ segir í tilkynningu. Fram hefur komið að þrír hundar Einars brunnu inni með honum þegar eldur kom upp í húsbílnum í landi Torfastaða í Grafningi á föstudag. Þá var einnig greint frá því í kjölfar brunans að enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hefði svarað áframsendu símtali vegna brunans frá Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Innhringjandi gafst upp eftir 57 sekúndur. Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem sagður var hafa valdið því að símtalið skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður á mánudag.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01 Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01
Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34