Kínverjar hóta að meina Bandaríkjamönnum að yfirgefa Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 23:54 Málsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn þremur kínversum fræðimönnum hefur vakið miklar deilur milli ríkjanna. Go Nakamura/Getty Kínversk yfirvöld hafa varað yfirvöld í Washington við því að Bandaríkjamönnum í Kína verði meinað að fara úr landi. Það verði gert vegna málsóknar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn fræðimönnum sem hafa tengsl við kínverska herinn. Samkvæmt heimildamönnum Wall Street Journal hafa kínversk yfirvöld ítrekað varað yfirvöld í Bandaríkjunum við þessu og notað til þess ýmsar leiðir. Viðvararnir hljóði svo að hætti Bandaríkjastjórn ekki málsóknum á hendur kínverskum fræðimönnum gæti orðið svo að Bandaríkjamenn í Kína muni verða lögsóttir vegna brota á lögum. Hvorki Hvíta húsið, utanríkisráðuneyti né dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa brugðist við fréttunum þrátt fyrir fyrirspurnir. Þá hefur kínverska sendiráðið í Washington ekki brugðist við fyrirspurnum. Þúsund kínverskum ríkisborgurum vísað úr landi Ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði þann 14. september síðastliðinn óráðlegt að ferðast til Kína og sagði hann að kínversk yfirvöld veldu Bandaríkjamenn af handahófi sem teknir væru í gæsluvarðhald, og væri það notað til þess að beita Bandaríkjastjórn þrýstingi. Í júlí voru þrír Kínverjar handteknir af Alríkislögreglu Bandaríkjanna og voru þeir sakaðir um að hafa leynt því, þegar þeir sóttu um landvistarleyfi til að sinna rannsóknum við bandaríska háskóla, að þeir væru meðlimir í kínverska hernum, PLA. Þá var að tilkynnt í síðasta mánuði að meira en þúsund kínverskir ríkisborgarar hafi verið sviptir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Það var gert eftir að Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun að neita ætti kínverskum stúdentum og fræðimönnum um landvistarleyfi vegna öryggisástæðna. Kínversk stjórnvöld hafa sagt tilskipunina mannréttindabrot. Á þeim tíma sagði talskona utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin myndu halda áfram að bjóða „lögmæta stúdenta og fræðimenn frá Kína, sem ekki styddu áform Kommúnistaflokks Kína um hernaðarlega yfirburði, velkomna.“ Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa varað yfirvöld í Washington við því að Bandaríkjamönnum í Kína verði meinað að fara úr landi. Það verði gert vegna málsóknar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn fræðimönnum sem hafa tengsl við kínverska herinn. Samkvæmt heimildamönnum Wall Street Journal hafa kínversk yfirvöld ítrekað varað yfirvöld í Bandaríkjunum við þessu og notað til þess ýmsar leiðir. Viðvararnir hljóði svo að hætti Bandaríkjastjórn ekki málsóknum á hendur kínverskum fræðimönnum gæti orðið svo að Bandaríkjamenn í Kína muni verða lögsóttir vegna brota á lögum. Hvorki Hvíta húsið, utanríkisráðuneyti né dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa brugðist við fréttunum þrátt fyrir fyrirspurnir. Þá hefur kínverska sendiráðið í Washington ekki brugðist við fyrirspurnum. Þúsund kínverskum ríkisborgurum vísað úr landi Ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði þann 14. september síðastliðinn óráðlegt að ferðast til Kína og sagði hann að kínversk yfirvöld veldu Bandaríkjamenn af handahófi sem teknir væru í gæsluvarðhald, og væri það notað til þess að beita Bandaríkjastjórn þrýstingi. Í júlí voru þrír Kínverjar handteknir af Alríkislögreglu Bandaríkjanna og voru þeir sakaðir um að hafa leynt því, þegar þeir sóttu um landvistarleyfi til að sinna rannsóknum við bandaríska háskóla, að þeir væru meðlimir í kínverska hernum, PLA. Þá var að tilkynnt í síðasta mánuði að meira en þúsund kínverskir ríkisborgarar hafi verið sviptir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Það var gert eftir að Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun að neita ætti kínverskum stúdentum og fræðimönnum um landvistarleyfi vegna öryggisástæðna. Kínversk stjórnvöld hafa sagt tilskipunina mannréttindabrot. Á þeim tíma sagði talskona utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin myndu halda áfram að bjóða „lögmæta stúdenta og fræðimenn frá Kína, sem ekki styddu áform Kommúnistaflokks Kína um hernaðarlega yfirburði, velkomna.“
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43
Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00