Dönsk bráðabirgðastjórnarskrá? Skúli Magnússon skrifar 18. október 2020 13:01 Árið 1874 „gaf“ Kristján IX. Íslendingum stjórnarskrá. Íslendingar höfðu þá – í raun allt frá því konungur afsalaði sér einveldi árið 1848 – mótmælt því að danska stjórnarskráin 1849 og stofnanir hennar tækju til Íslands. Stjórnarskrárgjöfin var þó til komin fyrir beiðni Alþingis þótt formlega væri hún sett í krafti einveldis. Stjórnarskráin 1874 hafði vissulega sem fyrirmynd dönsku stjórnarskrána 1866 (sem mátti að verulegu leyti rekja til júnístjórnarskrárinnar 1849). Sú stjórnarskrá hafði aftur sem sína fyrirmynd belgísku stjórnarskrána frá 1831, franskar stjórnarskrár og þá norsku frá 1814. Verður henni því fremur lýst sem evrópskri en danskri hönnun. Árið 1903 og 1915 var „einveldisstjórnarskránni“ breytt í verulegum atriðum fyrir atbeina Alþingis, meðal annars þannig að kveðið var á um heimastjórn (1903) og kosningarétt kvenna (1915), svo sem flestir vita. Færri vita þó að í síðargreinda skiptið var kveðið á um að konungur skyldi vinna eið að stjórnarskránni og átti að geyma þann eiðstaf í tvíriti, hjá Alþingi og Landsskjalasafninu. Varla er hægt að segja að mikill einveldisbragur hafi verið á stjórnarskránni upp frá þessu. Í kjölfar sambandslagasáttmálans var „stjórnarskrá konungsríkisins Íslands“ sett árið 1920. Enginn áhugi var þá á róttækum efnisbreytingum á stjórnarskránni og fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda íslenska ríkis var því að verulegu leyti samhljóma þeirri dönsku. Íslensk stjórnskipun var þó um margt frábrugðin, ekki síst kjördæma- og kosningaskipan og sú stjórnmálamenning sem þreifst á grundvelli hennar. Svo sem kunnugt er slitu Íslendingar sambandinu við Dani 1944 og stofnuðu lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var af 98,3% þeirra sem greiddu atkvæði en kjörsókn var u.þ.b. 98%. Djúpstæður pólitískur ágreiningur hafði þá verið um þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lutu að kjördæma- og kosningaskipan og vissulega voru einnig uppi hugmyndir um endurskoðun annarra mála (t.d. deildaskipting Alþingis). Niðurstaðan hafði því orðið sú árið 1942 að breyta einungis þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem nauðsynlegt væri til þess að slíta sambandinu og stofna lýðveldi. Innan þessa þrönga ramma voru þó samin mikilvæg ákvæði frá grunni um forseta Íslands, þ.á m. þjóðkjör hans og heimild til að synja lögum Alþingis staðfestingar. Í lýðveldisstofnuninni fólst grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipun sem rökstyðja mætti að við séum enn að melta. Síðan þá hefur stjórnarskránni verið breytt alls átta sinnum, þar af í veigamiklum atriðum árin 1991 (skipan og störf Alþingis) og 1995 (mannréttindaákvæði). Það er vissulega rétt að við setningu stjórnarskrárinnar árið 1944 var gert ráð fyrir gagngerri endurskoðun og í því samhengi ræddu sumir um „stjórnarskrá til bráðabirgða“ . Hitt liggur svo einnig fyrir að árið 1944 sýndist sitt hverjum um hverjar þessar gagngeru breytingar ættu að vera og svo hefur að verulegu leyti verið raunin allar götur síðan. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun (MMR, september 2017) vill rúmlega helmingur Íslendinga nýja stjórnarskrá og þegar þessi orð eru skrifuð hafa nær 39.000 tekið þátt í undirskriftasöfnun Stjórnarskrárfélagsins. Þetta verður ekki túlkað öðruvísi en nokkuð afgerandi krafa um heildstæða endurskoðun stjórnarskrárinnar, enda hefur slík endurskoðun með einum eða öðrum hætti verið á stefnuskrá allra ríkisstjórna Íslands frá árinu 2009. Enn sem fyrr virðist þó skorta á samstöðu meðal þings og þjóðar um hverju á að breyta og jafnvel hvernig standa á að breytingum. Það hlýtur að teljast heilbrigðismerki í lýðræðissamfélagi að eitthvað sé tekist á um hvort og hvernig breyta á grundvallarlögum landsins. En getum við þrátt fyrir þetta ekki sammælst um að kalla hlutina í sínum réttu nöfnum og hætt að tala (eða syngja) um stjórnarskrá landsins sem bráðbirgðaskjal frá Dönum? Stjórnarskráin, eins og hún hefur þróast frá 1874 til okkar dags, er ósköp einfaldlega ekki frekar dönsk en pylsunar frá Sláturfélagi Suðurlands eru frá Vínarborg. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Árið 1874 „gaf“ Kristján IX. Íslendingum stjórnarskrá. Íslendingar höfðu þá – í raun allt frá því konungur afsalaði sér einveldi árið 1848 – mótmælt því að danska stjórnarskráin 1849 og stofnanir hennar tækju til Íslands. Stjórnarskrárgjöfin var þó til komin fyrir beiðni Alþingis þótt formlega væri hún sett í krafti einveldis. Stjórnarskráin 1874 hafði vissulega sem fyrirmynd dönsku stjórnarskrána 1866 (sem mátti að verulegu leyti rekja til júnístjórnarskrárinnar 1849). Sú stjórnarskrá hafði aftur sem sína fyrirmynd belgísku stjórnarskrána frá 1831, franskar stjórnarskrár og þá norsku frá 1814. Verður henni því fremur lýst sem evrópskri en danskri hönnun. Árið 1903 og 1915 var „einveldisstjórnarskránni“ breytt í verulegum atriðum fyrir atbeina Alþingis, meðal annars þannig að kveðið var á um heimastjórn (1903) og kosningarétt kvenna (1915), svo sem flestir vita. Færri vita þó að í síðargreinda skiptið var kveðið á um að konungur skyldi vinna eið að stjórnarskránni og átti að geyma þann eiðstaf í tvíriti, hjá Alþingi og Landsskjalasafninu. Varla er hægt að segja að mikill einveldisbragur hafi verið á stjórnarskránni upp frá þessu. Í kjölfar sambandslagasáttmálans var „stjórnarskrá konungsríkisins Íslands“ sett árið 1920. Enginn áhugi var þá á róttækum efnisbreytingum á stjórnarskránni og fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda íslenska ríkis var því að verulegu leyti samhljóma þeirri dönsku. Íslensk stjórnskipun var þó um margt frábrugðin, ekki síst kjördæma- og kosningaskipan og sú stjórnmálamenning sem þreifst á grundvelli hennar. Svo sem kunnugt er slitu Íslendingar sambandinu við Dani 1944 og stofnuðu lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var af 98,3% þeirra sem greiddu atkvæði en kjörsókn var u.þ.b. 98%. Djúpstæður pólitískur ágreiningur hafði þá verið um þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lutu að kjördæma- og kosningaskipan og vissulega voru einnig uppi hugmyndir um endurskoðun annarra mála (t.d. deildaskipting Alþingis). Niðurstaðan hafði því orðið sú árið 1942 að breyta einungis þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem nauðsynlegt væri til þess að slíta sambandinu og stofna lýðveldi. Innan þessa þrönga ramma voru þó samin mikilvæg ákvæði frá grunni um forseta Íslands, þ.á m. þjóðkjör hans og heimild til að synja lögum Alþingis staðfestingar. Í lýðveldisstofnuninni fólst grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipun sem rökstyðja mætti að við séum enn að melta. Síðan þá hefur stjórnarskránni verið breytt alls átta sinnum, þar af í veigamiklum atriðum árin 1991 (skipan og störf Alþingis) og 1995 (mannréttindaákvæði). Það er vissulega rétt að við setningu stjórnarskrárinnar árið 1944 var gert ráð fyrir gagngerri endurskoðun og í því samhengi ræddu sumir um „stjórnarskrá til bráðabirgða“ . Hitt liggur svo einnig fyrir að árið 1944 sýndist sitt hverjum um hverjar þessar gagngeru breytingar ættu að vera og svo hefur að verulegu leyti verið raunin allar götur síðan. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun (MMR, september 2017) vill rúmlega helmingur Íslendinga nýja stjórnarskrá og þegar þessi orð eru skrifuð hafa nær 39.000 tekið þátt í undirskriftasöfnun Stjórnarskrárfélagsins. Þetta verður ekki túlkað öðruvísi en nokkuð afgerandi krafa um heildstæða endurskoðun stjórnarskrárinnar, enda hefur slík endurskoðun með einum eða öðrum hætti verið á stefnuskrá allra ríkisstjórna Íslands frá árinu 2009. Enn sem fyrr virðist þó skorta á samstöðu meðal þings og þjóðar um hverju á að breyta og jafnvel hvernig standa á að breytingum. Það hlýtur að teljast heilbrigðismerki í lýðræðissamfélagi að eitthvað sé tekist á um hvort og hvernig breyta á grundvallarlögum landsins. En getum við þrátt fyrir þetta ekki sammælst um að kalla hlutina í sínum réttu nöfnum og hætt að tala (eða syngja) um stjórnarskrá landsins sem bráðbirgðaskjal frá Dönum? Stjórnarskráin, eins og hún hefur þróast frá 1874 til okkar dags, er ósköp einfaldlega ekki frekar dönsk en pylsunar frá Sláturfélagi Suðurlands eru frá Vínarborg. Höfundur er lögfræðingur
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun