Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 15:23 Núverandi (fyrir neðan) og fyrrverandi (fyrir ofan) meðlimir Sigur Rósar. Sigur Rós Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. Þeir segja yfirvöld hér á landi keppast við að mála þá sem „meðvitaða skattsvikara“, sem þeir hafna alfarið. Fjallað hefur verið um skattsvikamál tónlistarmannanna Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar í fjölmiðlum frá því það kom upp árið 2018 þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. Í viðtali við breska fjölmiðilinn The Guardian sem birtist í morgun sögðust Kjartan, Georg og Orri Páll vera að íhuga að flytja úr landi vegna málsins, en Jón Þór hefur verið búsettur erlendis að undanförnu. Eru þeir ósáttir við það að Landsréttur hafi fyrirskipað að mál þeirra færi aftur fyrir héraðsdóm, eftir að því var vísað frá þar á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem send var af hálfu fjórmenninganna til fjölmiðla nú síðdegis ítreka þeir það sem fram kom í viðtalinu við The Guardian, og bæta í raun um betur. Segja þeir að íslensk skattalöggjöf sé óréttlát, harðneskjuleg og til skammar fyrir Ísland. Hvetja þeir stjórnvöld til þess að endurskoða löggjöfina hið snarasta Samþykktu niðurstöðu ríkisskattstjóra Í yfirlýsingunni segja þeir sem fyrr ekki hafa vitað að bókhald þeirra væri ekki með felldu og að endurskoðanda þeirra sé um að kenna. Segjast þeir hafa samþykkt niðurstöðu embættis ríkisskattstjóra um að þeim bæri að greiða til baka það sem þeir skulduðu í skatta, ríflega 150 milljónir króna auk sektargreiðslna sem numið hafi 150 prósent af þeirri upphæð sem þeim var gefið að sök að hafa komist hjá því að greiða. Samkvæmt upplýsingum sem lagðar voru fyrir héraðsdóm á sínum tíma greiddu Sigur Rósar-menn samtals 76,5 milljónir í álag og skiptist það svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Fjórmenningarnir voru engu að síður ákærðir fyrir skattsvik af embætti héraðssaksóknara. Málinu var upphaflega vísað frá héraðsdómi á síðasta ári en málsvörn þeirra byggðist einkum á meginákvæðum Mannréttindómstóls Evrópu um bann við endurtekinni málsmeðferð eða refsingu. Vísa til máls Jóns Ásgeirs Sagði lögmaður þeirra að íslenska ríkið hafa í þrígang fengið á sig áfellisdóma hjá Mannréttindadómstól Evrópu í sambærilegum málum, þar á meðal í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Bjarna Ármanssonar gegn ríkinu. Vísaði lögmaðurinn til þess að mál liðsmanna Sigur Rósar hefði verið rannsakað hjá skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og héraðssaksóknara áður en það fór fyrir dóm þegar hann fullyrti að málsmeðferðin hafi verið tvöföld og jafnvel þreföld. Málið hefði tekið meira en þúsund daga frá því að rannsókn á brotum hófst. Gagnrýndi hann fyrirkomulag skattrannsókna á Íslandi þar sem einstaklingar fengju stöðu sakbornings, þeir væru yfirheyrðir og skipaður verjandi þrátt fyrir að skattrannsóknarstjóri hefði hvorki heimild til að leggja á álag vegna ógreiddra skatta né gefa út ákæru. Málin væru svo rannsökuð aftur í tvennu lagi, annars vegar hjá ríkisskattstjóra sem tæki eigin ákvörðun um möguleg brot og hins vegar hjá saksóknara þar sem einstaklingur gæti aftur fengið stöðu sakbornings. Segja óskiljanlegt að haldið sé áfram með málið Sem fyrr segir var málinu vísað frá á sínum en Landsréttur úrskuraði fyrr á þessu ári að taka ætti málið efnislega fyrir á ný í héraðsdómi. Ef marka má yfirlýsingu Sigur Rósar eru hljómsveitarmeðlimirnir mjög ósáttir við að þurfa að svara til saka fyrir málið á nýjan leik. Vísa þeir í það í kjölfar dóma Mannréttindadómstólsins sem lögmaður þeirra vísaði í við aðalmeðferð málsins hafi yfirvöld hér ákveðið að hætta við eða setja saksókn í sambærilegum málum á ís. Lýsa þeir yfir furði að þetta eigi ekki við um mál Sigur Rósar né um hundrað annarra mála. Segja þeir óskiljanlegt að mál Sigur Rósar falli ekki í þann flokk mála sem eigi að fella niður eða frysta og að þeir vilji nýta sér þá athygli sem þeir fái sem meðlimir heimsfrægrar hljómsveitar til þess að vekja máls á kerfisbundnum göllum. „Við erum það heppnir að fá sviðsljósið til þess að tala um þetta og við gerum það ekki bara fyrir okkur, heldur einnig þá fjölmörgu sem eru fastir í þessum skammarlega bresti íslenska lagakerfisins, sem er ekkert annað en til skammar fyrir þjóðina,“ en lesa má yfirlýsingi Sigur Rósar í heild sinni hér að neðan. Saksóknarinn taldi málið ekki sambærilegt við mál Jóns Ásgeirs Ámunda B. Baldursdóttir, saksóknari, hafnaði því þegar málið var rekið fyrir héraðsdómi að þrjú mál sem ríkið tapaði hjá Mannréttindadómstóli Evrópu væru sambærileg við mál liðsmanna Sigur Rósar. Dómarnir sýndu að málsmeðferð í skattrannsóknum á Íslandi brytu ekki gegn ákvæði mannréttindadómstólsins ef þau uppfylltu ákveðin skilyrði. Þar á meðal þyrftu mál sem er rekin á ólíkum stöðum að vera samþætt í efni og tíma þannig að þau mynduðu samfellda heild, málsmeðferð þurfi að vera fyrirsjáanleg og taka þurfi tillit til viðurlaga sem þegar hafi komið til í máli. Jón Þór Birgisson, Jónsi, söngvari Sigur Rósar.Getty/Stefan Hoederath Sagðist Ásmunda telja að málsmeðferðin í máli liðsmanna Sigur Rósar uppfyllti skilyrðin. Viðurlög hjá skattstjóra hafi verið fyrirsjáanleg sem úrræði vegna skattabrota á Íslandi, ákærða hafi verið tilkynnt á öllum stigum um í hvaða farveg það færi og tekið væri tillit til álags á skatta við ákvörðun refsingar í sakamálinu. Í þeim málum sem ríkið hefði tapað í Evrópu hafi sakamál ýmist verið höfðað löngu eftir að meðferð skattayfirvalda lauk eða þau hafi staðið yfir margfalt lengur en mál Orra Páls sem saksóknarinn viðurkenndi engu að síður að hefði tekið langan tíma í meðferð. Yfirlýsing meðlima Sigur Rósar (á ensku) “Since we discovered that our financial advisors had seriously misled us over our tax liabilities for the period 2011-2014 we have trusted in the judicial process, which we truly believed would exonerate us of any wilful wrongdoing. We have always provided our full cooperation to all investigations and reached an agreement with the Icelandic tax authorities to pay what we owed plus interest and fines. However, in the intervening years we have become victims of an unjust and draconian prosecution by the Icelandic government who are unfairly seeking to portray us as deliberate tax evaders, something we have always and continue to strongly deny. We have been charged and tried twice for the same offence, our assets have been frozen for years now, we are facing potential financial ruin and as such we are calling on the Icelandic government to revoke these outdated double jeopardy tax laws, which have affected numerous Icelandic businesses. The Icelandic government has now paused any further prosecutions as a result of these concerns but is still actively pursuing over 100 open cases, which is contradictory and makes no sense at all. We want to shine a light on systemic failures rather than individuals. We know that the legislation is broken and that the courts have their hands tied at present. This needs to be urgently addressed. We are fortunate to have a platform in order to speak out about this and we do so not just for ourselves but for the many others who have been caught up in this shameful failure of the Icelandic legal system, which does nothing but embarrass our country.” Sigur Rós Dómsmál Skattar og tollar Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir „Eyddum fleiri árum í að auglýsa landið, nú er komið fram við okkur eins og glæpamenn“ Liðsmenn Sigur Rósar segjast vera að íhuga það að flytja frá Íslandi vegna málarekstur íslenskra yfirvalda gegn þeim. Segja þeir að yfirvofandi réttahöld vegna skattamála þeirra hafi orðið til þess að þeir hafi misst trúna á landinu 19. október 2020 08:39 Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Vilja frávísun á grundvelli þess að hafa verið refsað áður. 23. maí 2019 16:15 Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. október 2019 10:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. Þeir segja yfirvöld hér á landi keppast við að mála þá sem „meðvitaða skattsvikara“, sem þeir hafna alfarið. Fjallað hefur verið um skattsvikamál tónlistarmannanna Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar í fjölmiðlum frá því það kom upp árið 2018 þegar fregnir bárust af því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, að kröfu tollstjóra. Varðaði kyrrsetningin eigur þeirra sem metnar voru á tæpar 800 milljónir króna en ástæðan var sögð rannsókn skattrannsóknastjóra á meintum skattalagabrotum. Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. Í viðtali við breska fjölmiðilinn The Guardian sem birtist í morgun sögðust Kjartan, Georg og Orri Páll vera að íhuga að flytja úr landi vegna málsins, en Jón Þór hefur verið búsettur erlendis að undanförnu. Eru þeir ósáttir við það að Landsréttur hafi fyrirskipað að mál þeirra færi aftur fyrir héraðsdóm, eftir að því var vísað frá þar á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem send var af hálfu fjórmenninganna til fjölmiðla nú síðdegis ítreka þeir það sem fram kom í viðtalinu við The Guardian, og bæta í raun um betur. Segja þeir að íslensk skattalöggjöf sé óréttlát, harðneskjuleg og til skammar fyrir Ísland. Hvetja þeir stjórnvöld til þess að endurskoða löggjöfina hið snarasta Samþykktu niðurstöðu ríkisskattstjóra Í yfirlýsingunni segja þeir sem fyrr ekki hafa vitað að bókhald þeirra væri ekki með felldu og að endurskoðanda þeirra sé um að kenna. Segjast þeir hafa samþykkt niðurstöðu embættis ríkisskattstjóra um að þeim bæri að greiða til baka það sem þeir skulduðu í skatta, ríflega 150 milljónir króna auk sektargreiðslna sem numið hafi 150 prósent af þeirri upphæð sem þeim var gefið að sök að hafa komist hjá því að greiða. Samkvæmt upplýsingum sem lagðar voru fyrir héraðsdóm á sínum tíma greiddu Sigur Rósar-menn samtals 76,5 milljónir í álag og skiptist það svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Fjórmenningarnir voru engu að síður ákærðir fyrir skattsvik af embætti héraðssaksóknara. Málinu var upphaflega vísað frá héraðsdómi á síðasta ári en málsvörn þeirra byggðist einkum á meginákvæðum Mannréttindómstóls Evrópu um bann við endurtekinni málsmeðferð eða refsingu. Vísa til máls Jóns Ásgeirs Sagði lögmaður þeirra að íslenska ríkið hafa í þrígang fengið á sig áfellisdóma hjá Mannréttindadómstól Evrópu í sambærilegum málum, þar á meðal í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Bjarna Ármanssonar gegn ríkinu. Vísaði lögmaðurinn til þess að mál liðsmanna Sigur Rósar hefði verið rannsakað hjá skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og héraðssaksóknara áður en það fór fyrir dóm þegar hann fullyrti að málsmeðferðin hafi verið tvöföld og jafnvel þreföld. Málið hefði tekið meira en þúsund daga frá því að rannsókn á brotum hófst. Gagnrýndi hann fyrirkomulag skattrannsókna á Íslandi þar sem einstaklingar fengju stöðu sakbornings, þeir væru yfirheyrðir og skipaður verjandi þrátt fyrir að skattrannsóknarstjóri hefði hvorki heimild til að leggja á álag vegna ógreiddra skatta né gefa út ákæru. Málin væru svo rannsökuð aftur í tvennu lagi, annars vegar hjá ríkisskattstjóra sem tæki eigin ákvörðun um möguleg brot og hins vegar hjá saksóknara þar sem einstaklingur gæti aftur fengið stöðu sakbornings. Segja óskiljanlegt að haldið sé áfram með málið Sem fyrr segir var málinu vísað frá á sínum en Landsréttur úrskuraði fyrr á þessu ári að taka ætti málið efnislega fyrir á ný í héraðsdómi. Ef marka má yfirlýsingu Sigur Rósar eru hljómsveitarmeðlimirnir mjög ósáttir við að þurfa að svara til saka fyrir málið á nýjan leik. Vísa þeir í það í kjölfar dóma Mannréttindadómstólsins sem lögmaður þeirra vísaði í við aðalmeðferð málsins hafi yfirvöld hér ákveðið að hætta við eða setja saksókn í sambærilegum málum á ís. Lýsa þeir yfir furði að þetta eigi ekki við um mál Sigur Rósar né um hundrað annarra mála. Segja þeir óskiljanlegt að mál Sigur Rósar falli ekki í þann flokk mála sem eigi að fella niður eða frysta og að þeir vilji nýta sér þá athygli sem þeir fái sem meðlimir heimsfrægrar hljómsveitar til þess að vekja máls á kerfisbundnum göllum. „Við erum það heppnir að fá sviðsljósið til þess að tala um þetta og við gerum það ekki bara fyrir okkur, heldur einnig þá fjölmörgu sem eru fastir í þessum skammarlega bresti íslenska lagakerfisins, sem er ekkert annað en til skammar fyrir þjóðina,“ en lesa má yfirlýsingi Sigur Rósar í heild sinni hér að neðan. Saksóknarinn taldi málið ekki sambærilegt við mál Jóns Ásgeirs Ámunda B. Baldursdóttir, saksóknari, hafnaði því þegar málið var rekið fyrir héraðsdómi að þrjú mál sem ríkið tapaði hjá Mannréttindadómstóli Evrópu væru sambærileg við mál liðsmanna Sigur Rósar. Dómarnir sýndu að málsmeðferð í skattrannsóknum á Íslandi brytu ekki gegn ákvæði mannréttindadómstólsins ef þau uppfylltu ákveðin skilyrði. Þar á meðal þyrftu mál sem er rekin á ólíkum stöðum að vera samþætt í efni og tíma þannig að þau mynduðu samfellda heild, málsmeðferð þurfi að vera fyrirsjáanleg og taka þurfi tillit til viðurlaga sem þegar hafi komið til í máli. Jón Þór Birgisson, Jónsi, söngvari Sigur Rósar.Getty/Stefan Hoederath Sagðist Ásmunda telja að málsmeðferðin í máli liðsmanna Sigur Rósar uppfyllti skilyrðin. Viðurlög hjá skattstjóra hafi verið fyrirsjáanleg sem úrræði vegna skattabrota á Íslandi, ákærða hafi verið tilkynnt á öllum stigum um í hvaða farveg það færi og tekið væri tillit til álags á skatta við ákvörðun refsingar í sakamálinu. Í þeim málum sem ríkið hefði tapað í Evrópu hafi sakamál ýmist verið höfðað löngu eftir að meðferð skattayfirvalda lauk eða þau hafi staðið yfir margfalt lengur en mál Orra Páls sem saksóknarinn viðurkenndi engu að síður að hefði tekið langan tíma í meðferð. Yfirlýsing meðlima Sigur Rósar (á ensku) “Since we discovered that our financial advisors had seriously misled us over our tax liabilities for the period 2011-2014 we have trusted in the judicial process, which we truly believed would exonerate us of any wilful wrongdoing. We have always provided our full cooperation to all investigations and reached an agreement with the Icelandic tax authorities to pay what we owed plus interest and fines. However, in the intervening years we have become victims of an unjust and draconian prosecution by the Icelandic government who are unfairly seeking to portray us as deliberate tax evaders, something we have always and continue to strongly deny. We have been charged and tried twice for the same offence, our assets have been frozen for years now, we are facing potential financial ruin and as such we are calling on the Icelandic government to revoke these outdated double jeopardy tax laws, which have affected numerous Icelandic businesses. The Icelandic government has now paused any further prosecutions as a result of these concerns but is still actively pursuing over 100 open cases, which is contradictory and makes no sense at all. We want to shine a light on systemic failures rather than individuals. We know that the legislation is broken and that the courts have their hands tied at present. This needs to be urgently addressed. We are fortunate to have a platform in order to speak out about this and we do so not just for ourselves but for the many others who have been caught up in this shameful failure of the Icelandic legal system, which does nothing but embarrass our country.”
“Since we discovered that our financial advisors had seriously misled us over our tax liabilities for the period 2011-2014 we have trusted in the judicial process, which we truly believed would exonerate us of any wilful wrongdoing. We have always provided our full cooperation to all investigations and reached an agreement with the Icelandic tax authorities to pay what we owed plus interest and fines. However, in the intervening years we have become victims of an unjust and draconian prosecution by the Icelandic government who are unfairly seeking to portray us as deliberate tax evaders, something we have always and continue to strongly deny. We have been charged and tried twice for the same offence, our assets have been frozen for years now, we are facing potential financial ruin and as such we are calling on the Icelandic government to revoke these outdated double jeopardy tax laws, which have affected numerous Icelandic businesses. The Icelandic government has now paused any further prosecutions as a result of these concerns but is still actively pursuing over 100 open cases, which is contradictory and makes no sense at all. We want to shine a light on systemic failures rather than individuals. We know that the legislation is broken and that the courts have their hands tied at present. This needs to be urgently addressed. We are fortunate to have a platform in order to speak out about this and we do so not just for ourselves but for the many others who have been caught up in this shameful failure of the Icelandic legal system, which does nothing but embarrass our country.”
Sigur Rós Dómsmál Skattar og tollar Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir „Eyddum fleiri árum í að auglýsa landið, nú er komið fram við okkur eins og glæpamenn“ Liðsmenn Sigur Rósar segjast vera að íhuga það að flytja frá Íslandi vegna málarekstur íslenskra yfirvalda gegn þeim. Segja þeir að yfirvofandi réttahöld vegna skattamála þeirra hafi orðið til þess að þeir hafi misst trúna á landinu 19. október 2020 08:39 Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Vilja frávísun á grundvelli þess að hafa verið refsað áður. 23. maí 2019 16:15 Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. október 2019 10:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Eyddum fleiri árum í að auglýsa landið, nú er komið fram við okkur eins og glæpamenn“ Liðsmenn Sigur Rósar segjast vera að íhuga það að flytja frá Íslandi vegna málarekstur íslenskra yfirvalda gegn þeim. Segja þeir að yfirvofandi réttahöld vegna skattamála þeirra hafi orðið til þess að þeir hafi misst trúna á landinu 19. október 2020 08:39
Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Vilja frávísun á grundvelli þess að hafa verið refsað áður. 23. maí 2019 16:15
Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. október 2019 10:56