María Meðalfellsgæs leitar að heimili Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2020 18:56 Leitað er að heimili fyrir hina gæfu Maríu Meðalfellsgæs, sem virðist illa ná að fóta sig í borgarlífinu. Hún er núá tjörninni í Hafnarfirði eftir að sumarhúsaeigendur í Meðalfelli kvörtuðu undan ágengni gæsarinnar, en hefur verið tekin undir verndarvæng Dýrahjálpar Íslands og Guðmundar Fylkissonar. „María Meðalfellsgæs kemur frá Meðalfellsvatni. Hún er að öllum líkindum alin þar upp sem ungi en þegar hún verður fullorðin þá verður hún kannski ekki eins skemmtileg lengur,“ segir Guðmundur Fylkisson, stjórnarmaður hjá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar. Hann hefur undanfarin ár skotið skjólshúsi yfir særða fugla eða fugla í vanda og svo fundið þeim nýjan stað, undir verkefninu Project Henry, sem sjá má með því að smella á meðfylgjandi hlekk. María var færð á tjörnina í gær og hefur strax vakið athygli, en hún er einstaklega gæf og ófeimin við að biðja vegfarendur um mat og athygli. Dýrahjálp auglýsti í gær eftir heimili fyrir Maríu og viðbrögðin hafa verið góð, þó framtíðarheimilið sé enn ófundið. „Það eru nokkrir búnir að bjóða sig fram, með misgóðar aðstæður, sem við þurfum bara aðeisn að skoða betur. Það er samt enginn með aðrar grágæsir sem hefði verið tilvalið. Við viljum helst að hún fari eitthvert sem hún er ekki ein,“ segir Sonja Stefánsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. María er ekki vön borgarlífinu og hafa þau því nokkrar áhyggjur af henni. „Vissulega er maður svolítið hræddur um að svona gæfir fuglar verði fyrir, til dæmis ketti,“ segir Guðmundur og bætir við að hún eigi það til að fara út á götu. Hann fylgist þó vel með henni. Þeir sem hafa áhuga á að taka Maríu að sér geta sent tölvupóst á netfangið [email protected] Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Leitað er að heimili fyrir hina gæfu Maríu Meðalfellsgæs, sem virðist illa ná að fóta sig í borgarlífinu. Hún er núá tjörninni í Hafnarfirði eftir að sumarhúsaeigendur í Meðalfelli kvörtuðu undan ágengni gæsarinnar, en hefur verið tekin undir verndarvæng Dýrahjálpar Íslands og Guðmundar Fylkissonar. „María Meðalfellsgæs kemur frá Meðalfellsvatni. Hún er að öllum líkindum alin þar upp sem ungi en þegar hún verður fullorðin þá verður hún kannski ekki eins skemmtileg lengur,“ segir Guðmundur Fylkisson, stjórnarmaður hjá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar. Hann hefur undanfarin ár skotið skjólshúsi yfir særða fugla eða fugla í vanda og svo fundið þeim nýjan stað, undir verkefninu Project Henry, sem sjá má með því að smella á meðfylgjandi hlekk. María var færð á tjörnina í gær og hefur strax vakið athygli, en hún er einstaklega gæf og ófeimin við að biðja vegfarendur um mat og athygli. Dýrahjálp auglýsti í gær eftir heimili fyrir Maríu og viðbrögðin hafa verið góð, þó framtíðarheimilið sé enn ófundið. „Það eru nokkrir búnir að bjóða sig fram, með misgóðar aðstæður, sem við þurfum bara aðeisn að skoða betur. Það er samt enginn með aðrar grágæsir sem hefði verið tilvalið. Við viljum helst að hún fari eitthvert sem hún er ekki ein,“ segir Sonja Stefánsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. María er ekki vön borgarlífinu og hafa þau því nokkrar áhyggjur af henni. „Vissulega er maður svolítið hræddur um að svona gæfir fuglar verði fyrir, til dæmis ketti,“ segir Guðmundur og bætir við að hún eigi það til að fara út á götu. Hann fylgist þó vel með henni. Þeir sem hafa áhuga á að taka Maríu að sér geta sent tölvupóst á netfangið [email protected]
Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira