Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar þegar liðið sótti ADO Den Haag heim í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Albert leiddi sóknarlínu AZ og kom sínu liði í forystu á 33.mínútu.
Forystan hélst gestunum þar til á 64.mínútu þegar Milan van Ewijk jafnaði metin fyrir ADO Den Haag. Jesper Karlsson svaraði um hæl og kom AZ aftur í forystu á 66.mínútu.
Alberti var skipt af velli á 83.mínútu og skömmu síðar náðu heimamenn aftur að jafna með marki Michael Kramer.
Lokatölur 2-2 og fimmta jafntefli AZ í fyrstu fimm umferðunum staðreynd.