Covid-19: Dauðsföll, frelsi og hagkvæmni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2020 08:00 Flest allir ættu nú að þekkja til og hafa fundið fyrir áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins hvort sem það er í formi skertrar heilsu, tekna, einstaklingsfrelsis eða annars. Þá hefur nú í kjölfar mikillar aukningar smita hérlendis á seinustu dögum verið hert á reglum er varða mannamót, sóttvarnir og hina ýmsu atvinnu-, félags- og íþróttastarfsemi. Í framhaldinu hefur svo verið tekist á um hvernig reglum skuli háttað, hvort vegið sé um of að frelsi þeirra sem ekki eru í sérstökum áhættuhóp og þá hvort það sé réttlætanlegt að setja aðra en sjálfan sig í hættu með glæfralegu framferði og sjálfselsku, ef svo má segja. Lítillega um það að verðleggja mannslíf Það er hálf freistandi að verða tilfinningarökum að bráð og hugsa að ekki sé hægt að meta mannslíf til fjár eða frelsis. Ekki sé hægt að réttlæta það að stofna öðrum í hættu fyrir einhverjar krónur, láta ömmu og afa enda í gröfinni því þú vildir komast í klippingu eða sitja á barnum. En þá gleymist gjarnan að við sem samfélag höfum verðlagt mannslíf á mörgum öðrum sviðum og gerum nánast daglega án þess að hugsa út í það. Einfalt dæmi er að á ári hverju verða umferðarslys þar sem keyrt er á gangandi vegfarendur með tilheyrandi líkamstjóni og stundum dauða. En við sem samfélag höfum tekið þá afstöðu að með núverandi umferðarkerfi og regluverki séu slík tjón nægilega fá eða skaða lítil þannig að sá ávinningur sem felst í því að leyfa fólki að aka bílum sé þess virði. Þegar við förum út á þá erfiðu braut að verðleggja mannslíf er ágætt að muna að við erum ekki í reynd að reyna finna út hvað margar krónur þurfi að myndast aukalega í hagkerfinu til að við sættum okkur við dauðsfall heldur er nær að spyrja sig að því hvað ein króna töpuð í dag í þeim tilgangi að bjarga mannslífi, t.d. með því að loka vinnustað til að minnka smithættu á Covid-19, kosti okkur í þjáningu annarstaðar (og sama má segja með það að eyða krónu í verkefni A í stað B). Til að tengja aftur við umferðar sýnidæmið þá er einn af kostum þess að nota bifreiðar að sjúkraflutningar og slökkvistarf gengur mun hraðar fyrir sig en ef bílar væru ekki til staðar. Það vegur strax beint á móti dauðsföllum sem verða vegna bíla. Annar og sennilega mikilvægari þáttur er að bílaumferð eykur getu fólks til þess að sækja vinnu, til þess að sækja sér menntun og fleiri þætti sem leiða til verðmætasköpunar, hærra tæknistigs og lífsánægju. Þeir þættir valda því svo að hægt er að bjarga mannslífum með betur undirbúnu heilbrigðiskerfi, öruggari vinnuaðferðum, betri almennri lýðheilsu og fleira og fleira. Því verður að hugsa um líkleg heildaráhrif þess að auka líkur á dauðsföllum á einum stað í sambandi við hvaða áhrif það hefur á aðra þætti. Staðan á Íslandi í dag Það er erfitt að segja hér nákvæmlega hvernig þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í vegna Covid-19 hafa áhrif á aðra þætti til skamm- og langtíma. Margar eru eflaust til þess fallnar að bæði bjarga mannslífum vegna Covid-19 sem og að auka undir verðmætasköpun í það heila ef við miðum við grunnmyndina að ríkið hefði aldrei sett neinar hömlur. En það er hins vegar ekki merki um neina samviskusemi, góðmennsku eða fórnfýsi að halda að ráðleggingar sóttvarnarlæknis og reglur ríkisins séu hafnar yfir málefnalega gagnrýni. Það er eðlilegt að leggja hugann að því hversu lengi er hægt að halda úti skertri atvinnustarfsemi á landinu, hvort sumar núverandi aðgerða skili litlu en kosti samt mikið. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur af því að skuldir, bæði ríkisins og einstaklinga, komi til með að skerða lífsgæði, lífsánægju, heilsu og tækifæri annarstaðar. Persónulega finnst mér sjálfsagt að vera með grímu, þurfa að halda 2 metra fjarlægð og fleira af slíkum toga, en mig grunar að sum staðar séum við að fara fram úr okkur og jafnvel séu sérhagsmunir og ítök að spila þátt. Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt enda hef ég ekki gert útreikningana en það sem ég hef mest hugsað út í er hversu miklu það er að skila okkur að leyfa ferðamönnum að koma til landsins í stað þess að nokkurn veginn loka landamærunum fyrir annað en vörur inn og út. Er sá ávinningur nægilega stór m.v. kostnaðinn sem hlýst af því að þurfa að fara í sambærilegar eða harðari lokanir og eru nú í gildi ef það kæmu hingað fleiri bylgjur / annar vírusstofn erlendis frá. Er hér verið að leika sér að eldinum fyrir litla hagsmuni? Hvort sem ég hef rétt fyrir mér eða ekki í þessu dæmi tel ég alveg ljóst að það er okkur öllum hollt að það komi upp efasemda raddir og gagnrýni, þær spretta ekki alltaf bara upp af sjálfselsku. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Flest allir ættu nú að þekkja til og hafa fundið fyrir áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins hvort sem það er í formi skertrar heilsu, tekna, einstaklingsfrelsis eða annars. Þá hefur nú í kjölfar mikillar aukningar smita hérlendis á seinustu dögum verið hert á reglum er varða mannamót, sóttvarnir og hina ýmsu atvinnu-, félags- og íþróttastarfsemi. Í framhaldinu hefur svo verið tekist á um hvernig reglum skuli háttað, hvort vegið sé um of að frelsi þeirra sem ekki eru í sérstökum áhættuhóp og þá hvort það sé réttlætanlegt að setja aðra en sjálfan sig í hættu með glæfralegu framferði og sjálfselsku, ef svo má segja. Lítillega um það að verðleggja mannslíf Það er hálf freistandi að verða tilfinningarökum að bráð og hugsa að ekki sé hægt að meta mannslíf til fjár eða frelsis. Ekki sé hægt að réttlæta það að stofna öðrum í hættu fyrir einhverjar krónur, láta ömmu og afa enda í gröfinni því þú vildir komast í klippingu eða sitja á barnum. En þá gleymist gjarnan að við sem samfélag höfum verðlagt mannslíf á mörgum öðrum sviðum og gerum nánast daglega án þess að hugsa út í það. Einfalt dæmi er að á ári hverju verða umferðarslys þar sem keyrt er á gangandi vegfarendur með tilheyrandi líkamstjóni og stundum dauða. En við sem samfélag höfum tekið þá afstöðu að með núverandi umferðarkerfi og regluverki séu slík tjón nægilega fá eða skaða lítil þannig að sá ávinningur sem felst í því að leyfa fólki að aka bílum sé þess virði. Þegar við förum út á þá erfiðu braut að verðleggja mannslíf er ágætt að muna að við erum ekki í reynd að reyna finna út hvað margar krónur þurfi að myndast aukalega í hagkerfinu til að við sættum okkur við dauðsfall heldur er nær að spyrja sig að því hvað ein króna töpuð í dag í þeim tilgangi að bjarga mannslífi, t.d. með því að loka vinnustað til að minnka smithættu á Covid-19, kosti okkur í þjáningu annarstaðar (og sama má segja með það að eyða krónu í verkefni A í stað B). Til að tengja aftur við umferðar sýnidæmið þá er einn af kostum þess að nota bifreiðar að sjúkraflutningar og slökkvistarf gengur mun hraðar fyrir sig en ef bílar væru ekki til staðar. Það vegur strax beint á móti dauðsföllum sem verða vegna bíla. Annar og sennilega mikilvægari þáttur er að bílaumferð eykur getu fólks til þess að sækja vinnu, til þess að sækja sér menntun og fleiri þætti sem leiða til verðmætasköpunar, hærra tæknistigs og lífsánægju. Þeir þættir valda því svo að hægt er að bjarga mannslífum með betur undirbúnu heilbrigðiskerfi, öruggari vinnuaðferðum, betri almennri lýðheilsu og fleira og fleira. Því verður að hugsa um líkleg heildaráhrif þess að auka líkur á dauðsföllum á einum stað í sambandi við hvaða áhrif það hefur á aðra þætti. Staðan á Íslandi í dag Það er erfitt að segja hér nákvæmlega hvernig þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í vegna Covid-19 hafa áhrif á aðra þætti til skamm- og langtíma. Margar eru eflaust til þess fallnar að bæði bjarga mannslífum vegna Covid-19 sem og að auka undir verðmætasköpun í það heila ef við miðum við grunnmyndina að ríkið hefði aldrei sett neinar hömlur. En það er hins vegar ekki merki um neina samviskusemi, góðmennsku eða fórnfýsi að halda að ráðleggingar sóttvarnarlæknis og reglur ríkisins séu hafnar yfir málefnalega gagnrýni. Það er eðlilegt að leggja hugann að því hversu lengi er hægt að halda úti skertri atvinnustarfsemi á landinu, hvort sumar núverandi aðgerða skili litlu en kosti samt mikið. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur af því að skuldir, bæði ríkisins og einstaklinga, komi til með að skerða lífsgæði, lífsánægju, heilsu og tækifæri annarstaðar. Persónulega finnst mér sjálfsagt að vera með grímu, þurfa að halda 2 metra fjarlægð og fleira af slíkum toga, en mig grunar að sum staðar séum við að fara fram úr okkur og jafnvel séu sérhagsmunir og ítök að spila þátt. Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt enda hef ég ekki gert útreikningana en það sem ég hef mest hugsað út í er hversu miklu það er að skila okkur að leyfa ferðamönnum að koma til landsins í stað þess að nokkurn veginn loka landamærunum fyrir annað en vörur inn og út. Er sá ávinningur nægilega stór m.v. kostnaðinn sem hlýst af því að þurfa að fara í sambærilegar eða harðari lokanir og eru nú í gildi ef það kæmu hingað fleiri bylgjur / annar vírusstofn erlendis frá. Er hér verið að leika sér að eldinum fyrir litla hagsmuni? Hvort sem ég hef rétt fyrir mér eða ekki í þessu dæmi tel ég alveg ljóst að það er okkur öllum hollt að það komi upp efasemda raddir og gagnrýni, þær spretta ekki alltaf bara upp af sjálfselsku. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun