CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 22:05 Úr viðtalinu CBSNews/60 MINUTES frá AP Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur birt myndband úr viðtali fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem sjá má hann rífast við fréttamanninn Lesley Stahl, áður en hann gekk út úr viðtalinu. Viðtalið sjálft hefur vakið mikla athygli en Trump kvartaði mjög yfir því áður en það var birt. Birti hann meðal annars sjálfur upptöku Hvíta hússins af viðtalinu til þess að sýna fram á hvernig það hafi verið, að eigin mati, „FALSKT OG HLUTDRÆGT,“ líkt og hann komst að orði. Asked whether his tweets or name-calling turn people off, President Trump says: “I think I wouldn’t be here if I didn’t have social media.” Moments later, he abruptly ended the interview. https://t.co/I6zv8qogcF pic.twitter.com/JYfPYOWGym— 60 Minutes (@60Minutes) October 26, 2020 Trump mislíkaði aðgangsharka Stahl og stöðvaði viðtalið eftir að hafa kvartað sáran undan því að Stahl hefði farið mýkri höndum um Joe Biden, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum ytra. Meðal þess sem Trump kvartaði yfir var það að Stahl spurði hann í upphafi hvort að hann væri reiðubúinn til þess að svara erfiðum spurningum. Í myndbrotinu sem CBS birtir má sjá Trump aftur kvarta yfir því, áður en Stahl spyr hann hvort hann telji að hegðun hans á samfélagsmiðlum geti fælt kjósendur frá. „Ég tel að ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla. Fjölmiðlar eru falskir. Til að vera hreinskilinn, ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla, þá hefði ég enga möguleika á því að láta rödd mína heyrast.“ Nokkrum augnablikum síðar snýr Trump sér að starfsmanni sínum og segir að nú sé komið nóg af viðtalinu, áður en hann stendur upp og gengur út. Í frétt á vef 60 mínútna segir að forsetinn hafi ekki snúið aftur til þess að halda viðtalinu áfram. Þar má einnig nálgast uppskrifaða útgáfu af viðtalinu. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtölin við bæði Donald Trump og Joe Biden í heild sinni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fjölmiðlar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur birt myndband úr viðtali fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem sjá má hann rífast við fréttamanninn Lesley Stahl, áður en hann gekk út úr viðtalinu. Viðtalið sjálft hefur vakið mikla athygli en Trump kvartaði mjög yfir því áður en það var birt. Birti hann meðal annars sjálfur upptöku Hvíta hússins af viðtalinu til þess að sýna fram á hvernig það hafi verið, að eigin mati, „FALSKT OG HLUTDRÆGT,“ líkt og hann komst að orði. Asked whether his tweets or name-calling turn people off, President Trump says: “I think I wouldn’t be here if I didn’t have social media.” Moments later, he abruptly ended the interview. https://t.co/I6zv8qogcF pic.twitter.com/JYfPYOWGym— 60 Minutes (@60Minutes) October 26, 2020 Trump mislíkaði aðgangsharka Stahl og stöðvaði viðtalið eftir að hafa kvartað sáran undan því að Stahl hefði farið mýkri höndum um Joe Biden, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum ytra. Meðal þess sem Trump kvartaði yfir var það að Stahl spurði hann í upphafi hvort að hann væri reiðubúinn til þess að svara erfiðum spurningum. Í myndbrotinu sem CBS birtir má sjá Trump aftur kvarta yfir því, áður en Stahl spyr hann hvort hann telji að hegðun hans á samfélagsmiðlum geti fælt kjósendur frá. „Ég tel að ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla. Fjölmiðlar eru falskir. Til að vera hreinskilinn, ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla, þá hefði ég enga möguleika á því að láta rödd mína heyrast.“ Nokkrum augnablikum síðar snýr Trump sér að starfsmanni sínum og segir að nú sé komið nóg af viðtalinu, áður en hann stendur upp og gengur út. Í frétt á vef 60 mínútna segir að forsetinn hafi ekki snúið aftur til þess að halda viðtalinu áfram. Þar má einnig nálgast uppskrifaða útgáfu af viðtalinu. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtölin við bæði Donald Trump og Joe Biden í heild sinni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fjölmiðlar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26