Fylltu stúkuna sína af fimmtán þúsund böngsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 11:31 Stúkan á Abe Lenstra Stadium var full á leik Heerenveen og Emmen þótt að áhorfendur væru bannaðir. EPA-EFE/COR LASKER Það voru engir áhorfendur í stúkunni á síðasta leik hollenska liðsins Heerenveen en stúkan á heimavelli liðsins var þó langt frá því að vera tóm. Gamla Íslendingaliðið Heerenveen í Hollandi nýtti áhorfendabannið í Hollandi til góðra verka á dögunum. Heerenveen ákvað að safna fyrir krabbameinsveik börn en gera það á nýstárlegan hátt. Heerenveen mætti FC Emmen í hollensku deildinni á föstudaginn og áhorfendur voru bannaðir vegna sóttvarnarreglna í landinu en líkt og annars staðar í Evrópu þá eru Hollendingar að berjast við aðra bylgju í kórónuveirufaraldrinum. Forráðamenn Heerenveen vildu ekki hafa stúkuna tóma og fundu leið til að bæta úr því og styrkja um leiðinni gott málefni. Dutch club Heerenveen filled their stadium with 15,000 teddy bears on Saturday. Each bear represented a child affected by cancer in the country. They were all sold within 24 hours, raising over 230,000 for local children's charities pic.twitter.com/dI8qLLv31Y— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Heerenveen fór í samstarf við KiKa og lyfjafyrirtækið MSD en þau kvöttu stuðningsmenn hollenska liðsins til að kaupa lítinn bangsa og um leið vekja athygli á stöðu barna með krabbamein í Hollandi. Stuðningsmenn Heerenveen létu sitt ekki eftir liggja heldur keyptu upp alla fimmtán þúsund bangsana sem voru í boði og það á fyrsta sólarhringnum eftir þeir fóru í sölu. Samtals safnaði meira en 230 þúsund evrur, 38 milljónir í íslenskum krónum, sem munu fara í þetta mikilvæga og þarfa málefni. Allir þessir fimmtán þúsund bangsar voru síðan klæddir í búning Heerenveen og var síðan stillt upp út um alla stúku á mjög myndrænan hátt. Þetta hafði líka góð áhrif á leikmenn Heerenveen sem unnu leikinn sannfærandi 4-0. Hér fyrir neðan má sjá sviðmyndir frá leiknum. watch on YouTube Hollenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Það voru engir áhorfendur í stúkunni á síðasta leik hollenska liðsins Heerenveen en stúkan á heimavelli liðsins var þó langt frá því að vera tóm. Gamla Íslendingaliðið Heerenveen í Hollandi nýtti áhorfendabannið í Hollandi til góðra verka á dögunum. Heerenveen ákvað að safna fyrir krabbameinsveik börn en gera það á nýstárlegan hátt. Heerenveen mætti FC Emmen í hollensku deildinni á föstudaginn og áhorfendur voru bannaðir vegna sóttvarnarreglna í landinu en líkt og annars staðar í Evrópu þá eru Hollendingar að berjast við aðra bylgju í kórónuveirufaraldrinum. Forráðamenn Heerenveen vildu ekki hafa stúkuna tóma og fundu leið til að bæta úr því og styrkja um leiðinni gott málefni. Dutch club Heerenveen filled their stadium with 15,000 teddy bears on Saturday. Each bear represented a child affected by cancer in the country. They were all sold within 24 hours, raising over 230,000 for local children's charities pic.twitter.com/dI8qLLv31Y— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Heerenveen fór í samstarf við KiKa og lyfjafyrirtækið MSD en þau kvöttu stuðningsmenn hollenska liðsins til að kaupa lítinn bangsa og um leið vekja athygli á stöðu barna með krabbamein í Hollandi. Stuðningsmenn Heerenveen létu sitt ekki eftir liggja heldur keyptu upp alla fimmtán þúsund bangsana sem voru í boði og það á fyrsta sólarhringnum eftir þeir fóru í sölu. Samtals safnaði meira en 230 þúsund evrur, 38 milljónir í íslenskum krónum, sem munu fara í þetta mikilvæga og þarfa málefni. Allir þessir fimmtán þúsund bangsar voru síðan klæddir í búning Heerenveen og var síðan stillt upp út um alla stúku á mjög myndrænan hátt. Þetta hafði líka góð áhrif á leikmenn Heerenveen sem unnu leikinn sannfærandi 4-0. Hér fyrir neðan má sjá sviðmyndir frá leiknum. watch on YouTube
Hollenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira