Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar.
Þetta kemur fram í grein sem yfirmaður verkefnastjórnarinnar, Kate Bingham, skrifar um horfur í þróun bóluefnis í hinu virta læknatímariti Lancet.
Hún segir að aldrei í sögunni hafi bóluefni verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu þar litið sé á bóluefnið sem einu sönnu leiðina út úr heimsfaraldrinum.
Í skrifum sínum varar Bingham við of mikilli bjartsýni í fyrstu umferð í þróunarferlinu. Bóluefnið kunni ekki að virka fyrir alla, eða þá í langan tíma. Mætti fólk frekar búa sig undir að bóluefni dragi frekar úr einkennum.