Föstudagsplaylisti Theodóru Bjarkar Guðjónsdóttur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 30. október 2020 16:16 Sköpunarþörf Theodóru nær gjarnan hámarki á þessum árstíma. Sunna Ben Í tilefni hrekkjavökuhelgar leitaði Vísir á náðir Theodóru Bjarkar, sem þeytt hefur skífum undir nafninu DJ Vetrarsorg, til að setja saman föstudagslagalista. Hún er hlédræg húsmóðir í Vesturbænum, fyrrum plötusnælda hjá Reykjavík Goth Night og gotneskur fagurkeri. Hún dáir að eigin sögn haustið, Hrekkjavökuna og þann forneskjulega heiðindóm sem loðir við árstímann. „Sköpunarþörf mín nær gjarnan hámarki á þessum árstíma og síðustu árin hef ég blygðunarlaust farið offari við að skreyta húsið mitt á sem hryllilegastan hátt fyrir grímuklædd börn og aðrar furðuverur sem hafa lagt leið sína til okkar að biðja um grikk eða gott. Það er dapurlegt að í ár skuli Hrekkjavakan vera haldin í skugga kórónuveirunnar þar sem flakk á milli húsa og samgangur við ókunnuga er ekki beinlínis vel séð. Það er líka ákveðinn missir af Halloween-partístandi hinna fullorðnu þar sem karníval og hryllingsblandin gleðin voru við völd.“ Lagalistann segir Theodóra vera innblásinn af þessu skrítna ástandi í bland við hefðbundinn drunga, myrkrarómantík og lakkríssvarta gotnesku. Á honum sé samtíningur af synth/post-punk drunga-elektróník í bland við rammíslenskan draugagang og annarlegar hljómkviður úr furðuheimi David Lynch. Hann sé einkum hugsaður sem spúkí og þægileg bakgrunnstónlist fyrir grunnskólastelpur í andaglasi. „Hrekkjavökustemningin verður lágstemmdari og heimilislegri í ár en gefur okkur tækifæri til að fá útrás fyrir dauðaangistina, kvíðann og einmanaleikann sem faraldurinn hefur lagt á okkur. Ekki má gleyma því að eitt vinsælasta stef myndlistarinnar á miðöldum í kjölfar plágunnar miklu var hið svonefnda danse macabré, dauðadansinn þar sem dauðlegir menn, jafnt háir sem lágir sjást dansa við glottandi beinagrindur í drungalegum hringdansi til að minna guðhrædda kirkjugesti á forgengileika lífsins. Danse Macabré kjarnar ágætlega boðskap Hrekkjavökunnar og minnir okkur á að ekkert varir að eilífu, á eftir sumri kemur haust og að loknum vetri kemur vor. Og skemmtilegt er myrkrið,“ segir Theodóra Björk. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í tilefni hrekkjavökuhelgar leitaði Vísir á náðir Theodóru Bjarkar, sem þeytt hefur skífum undir nafninu DJ Vetrarsorg, til að setja saman föstudagslagalista. Hún er hlédræg húsmóðir í Vesturbænum, fyrrum plötusnælda hjá Reykjavík Goth Night og gotneskur fagurkeri. Hún dáir að eigin sögn haustið, Hrekkjavökuna og þann forneskjulega heiðindóm sem loðir við árstímann. „Sköpunarþörf mín nær gjarnan hámarki á þessum árstíma og síðustu árin hef ég blygðunarlaust farið offari við að skreyta húsið mitt á sem hryllilegastan hátt fyrir grímuklædd börn og aðrar furðuverur sem hafa lagt leið sína til okkar að biðja um grikk eða gott. Það er dapurlegt að í ár skuli Hrekkjavakan vera haldin í skugga kórónuveirunnar þar sem flakk á milli húsa og samgangur við ókunnuga er ekki beinlínis vel séð. Það er líka ákveðinn missir af Halloween-partístandi hinna fullorðnu þar sem karníval og hryllingsblandin gleðin voru við völd.“ Lagalistann segir Theodóra vera innblásinn af þessu skrítna ástandi í bland við hefðbundinn drunga, myrkrarómantík og lakkríssvarta gotnesku. Á honum sé samtíningur af synth/post-punk drunga-elektróník í bland við rammíslenskan draugagang og annarlegar hljómkviður úr furðuheimi David Lynch. Hann sé einkum hugsaður sem spúkí og þægileg bakgrunnstónlist fyrir grunnskólastelpur í andaglasi. „Hrekkjavökustemningin verður lágstemmdari og heimilislegri í ár en gefur okkur tækifæri til að fá útrás fyrir dauðaangistina, kvíðann og einmanaleikann sem faraldurinn hefur lagt á okkur. Ekki má gleyma því að eitt vinsælasta stef myndlistarinnar á miðöldum í kjölfar plágunnar miklu var hið svonefnda danse macabré, dauðadansinn þar sem dauðlegir menn, jafnt háir sem lágir sjást dansa við glottandi beinagrindur í drungalegum hringdansi til að minna guðhrædda kirkjugesti á forgengileika lífsins. Danse Macabré kjarnar ágætlega boðskap Hrekkjavökunnar og minnir okkur á að ekkert varir að eilífu, á eftir sumri kemur haust og að loknum vetri kemur vor. Og skemmtilegt er myrkrið,“ segir Theodóra Björk.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira