Hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til framkvæmda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2020 12:46 Ásgerður Kristín Gylfadóttir, nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Einkasafn Nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög á svæðinu til að vera dugleg að framkvæma og halda þannig uppi atvinnu á tímum kórónuveirunnar. Þá vill formaðurinn sjá frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudag og föstudag í gegnum fjarfundabúnað. Mörg málefni voru tekin fyrir þar sem stiklað var á stóru í hinum ýmsu málaflokkum. Nýr formaður samtakanna var kjörinn en það er Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Mest var talað um framtíðina, nýsköpun og hvernig við getum brugðist við þeim aðstæðum, sem við eru í samfélaginu í dag, hvernig við getum snúið vörn í sókn og skapað störf og gott mannlíf á Suðurlandi áfram,“ segir nýi formaðurinn. Ásgerður segir að nú sé vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 í gangi hjá sveitarfélögunum og vonar hún að þær áætlanir sýni áfram kraft og dugnað sveitarfélaganna á tímum kórónuveirunnar, í stað þess að draga í land og gera lítið sem ekkert. „Þetta er nú gullna spurningin, sem við erum öll að spyrja okkur og auðvitað erum við öll að skoða hvað eru lögbundnar skyldur sveitarfélaga og hverju við verðum að halda til streitu. Skilaboðin til okkar eru klárlega þau að halda áfram og halda uppi framkvæmdastigi í sveitarfélögunum en þetta hangir auðvitað saman með því hvernig fjárhagsstaðan er en hún er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist vera sameiningarsinni sveitarfélaga og vill sjá að sveitarfélög á Suðurlandi í smærri eða stærri hópum sameinist. „Það eru náttúrulega viðræður í gangi hjá fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Ég horfi á ýmis svæði og þar sem er mikil samlegð í verkefnum mætti fara að tala saman líka og þar kemur inn styrkir frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð við sameiningar þannig að það getur styrkt samfélagið þegar svona bjátar á eins og heimsfaraldurinn eða það sem herjar á okkur núna.“ Ársþingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað í ár vegna Covid -19 en á síðasta árið fór þingið fram á Hótel Geysi þar sem sveitarstjórnarmenn gátu komið saman kátir og glaðir. Hér eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á þeim fundi. Frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög á svæðinu til að vera dugleg að framkvæma og halda þannig uppi atvinnu á tímum kórónuveirunnar. Þá vill formaðurinn sjá frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudag og föstudag í gegnum fjarfundabúnað. Mörg málefni voru tekin fyrir þar sem stiklað var á stóru í hinum ýmsu málaflokkum. Nýr formaður samtakanna var kjörinn en það er Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Mest var talað um framtíðina, nýsköpun og hvernig við getum brugðist við þeim aðstæðum, sem við eru í samfélaginu í dag, hvernig við getum snúið vörn í sókn og skapað störf og gott mannlíf á Suðurlandi áfram,“ segir nýi formaðurinn. Ásgerður segir að nú sé vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 í gangi hjá sveitarfélögunum og vonar hún að þær áætlanir sýni áfram kraft og dugnað sveitarfélaganna á tímum kórónuveirunnar, í stað þess að draga í land og gera lítið sem ekkert. „Þetta er nú gullna spurningin, sem við erum öll að spyrja okkur og auðvitað erum við öll að skoða hvað eru lögbundnar skyldur sveitarfélaga og hverju við verðum að halda til streitu. Skilaboðin til okkar eru klárlega þau að halda áfram og halda uppi framkvæmdastigi í sveitarfélögunum en þetta hangir auðvitað saman með því hvernig fjárhagsstaðan er en hún er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist vera sameiningarsinni sveitarfélaga og vill sjá að sveitarfélög á Suðurlandi í smærri eða stærri hópum sameinist. „Það eru náttúrulega viðræður í gangi hjá fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Ég horfi á ýmis svæði og þar sem er mikil samlegð í verkefnum mætti fara að tala saman líka og þar kemur inn styrkir frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð við sameiningar þannig að það getur styrkt samfélagið þegar svona bjátar á eins og heimsfaraldurinn eða það sem herjar á okkur núna.“ Ársþingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað í ár vegna Covid -19 en á síðasta árið fór þingið fram á Hótel Geysi þar sem sveitarstjórnarmenn gátu komið saman kátir og glaðir. Hér eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á þeim fundi. Frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira