„Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 12:12 Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. HÍ/Kristinn Ingvarsson Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings. Það orki einnig tvímælis að atvinnurekendur lýsi áhyggjum af halla ríkissjóðs en kalli á sama tíma eftir frekara fjármagni og aðgerðum í þágu fyrirtækja. Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að fyrri væntingar um að efnahagsáhrif af völdum kórónuveirufaraldursins yrðu tímabundnar séu horfnar. „Þetta er líka hinn alþjóðlegi vinkill kreppunnar, við getum ekkert verið með betu sóttvarnir í heimi og hreinsað landið og komist út úr þessu ef hún er síðan grasserandi úti um allan heim,“ sagði Ásgeir Brynjar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ýmsa anga heimsfaraldursins hvað snertir áhrif á hagkerið. Ásgeir var spurður á hvaða grunni hægt sé að byggja viðspyrnu í efnahagslífinu þegar áhrifin eru eins gríðarleg og raun ber vitni. „Við getum ekki endalaust verið með, ef að maður hættir sér út í einhvers konar líkingu við einhvers konar læknamál, það þarf að stöðva blæðinguna og þá er pumpað inn alveg í ómældu magni en á einhverjum tímapunkti þarf síðan að hætta,“ sagði Ásgeir. „Það kannski birtist í fréttunum í gær í fréttunum, ég meina Samtök atvinnulífsins eða Samtök iðnaðar eða annarra sérhópa eru með áhyggjur af því að ríkissjóður sé að fara í of mikinn halla og það þurfi að stoppa. En svo koma þeir líka og vilja fá meiri pening til stuðnings fyrirtækjunum. Það er nú spennandi að fara að heyra þeirra plan, hvernig á að komast út úr þessu saman,“ sagði Ásgeir og bætti við að verkalýðshreyfingin hafi þegar kynnt sína áætlun. Skuldavandi og hugsanlegar vaxtahækkanir á húsnæðislánum báru einnig á góma. Ásgeir Brynjar segist eiga erfitt með að trúa því að langtímavextir muni hækka. Vá sé verðbólguáhætta ekki heldur til staðar. Þótt það sé helst tekjuvandi sem nú blasi við fyrirtækjum um allan heim geti skuldavandi einnig undið upp á sig. „Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri af því að ef fyrirtæki byrja að fara á hausinn og þá borga þau ekki þeim sem hafði selt þeim þjónustu og þá fer að verða vandi þar í fyrirtækjum sem eru allt í lagi. Þannig getur þetta smitast af því að efnahagsreikningarnir eru of nánir og það er ekki auðvelt að setja tveggja metra fjarlægðarmörk á þá eða grímur. Og þá er í raun og veru viss ógn sem að við vonandi sjáum ekki spilast út á versta veg,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings. Það orki einnig tvímælis að atvinnurekendur lýsi áhyggjum af halla ríkissjóðs en kalli á sama tíma eftir frekara fjármagni og aðgerðum í þágu fyrirtækja. Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að fyrri væntingar um að efnahagsáhrif af völdum kórónuveirufaraldursins yrðu tímabundnar séu horfnar. „Þetta er líka hinn alþjóðlegi vinkill kreppunnar, við getum ekkert verið með betu sóttvarnir í heimi og hreinsað landið og komist út úr þessu ef hún er síðan grasserandi úti um allan heim,“ sagði Ásgeir Brynjar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ýmsa anga heimsfaraldursins hvað snertir áhrif á hagkerið. Ásgeir var spurður á hvaða grunni hægt sé að byggja viðspyrnu í efnahagslífinu þegar áhrifin eru eins gríðarleg og raun ber vitni. „Við getum ekki endalaust verið með, ef að maður hættir sér út í einhvers konar líkingu við einhvers konar læknamál, það þarf að stöðva blæðinguna og þá er pumpað inn alveg í ómældu magni en á einhverjum tímapunkti þarf síðan að hætta,“ sagði Ásgeir. „Það kannski birtist í fréttunum í gær í fréttunum, ég meina Samtök atvinnulífsins eða Samtök iðnaðar eða annarra sérhópa eru með áhyggjur af því að ríkissjóður sé að fara í of mikinn halla og það þurfi að stoppa. En svo koma þeir líka og vilja fá meiri pening til stuðnings fyrirtækjunum. Það er nú spennandi að fara að heyra þeirra plan, hvernig á að komast út úr þessu saman,“ sagði Ásgeir og bætti við að verkalýðshreyfingin hafi þegar kynnt sína áætlun. Skuldavandi og hugsanlegar vaxtahækkanir á húsnæðislánum báru einnig á góma. Ásgeir Brynjar segist eiga erfitt með að trúa því að langtímavextir muni hækka. Vá sé verðbólguáhætta ekki heldur til staðar. Þótt það sé helst tekjuvandi sem nú blasi við fyrirtækjum um allan heim geti skuldavandi einnig undið upp á sig. „Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri af því að ef fyrirtæki byrja að fara á hausinn og þá borga þau ekki þeim sem hafði selt þeim þjónustu og þá fer að verða vandi þar í fyrirtækjum sem eru allt í lagi. Þannig getur þetta smitast af því að efnahagsreikningarnir eru of nánir og það er ekki auðvelt að setja tveggja metra fjarlægðarmörk á þá eða grímur. Og þá er í raun og veru viss ógn sem að við vonandi sjáum ekki spilast út á versta veg,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira