Finnst furðulegt að Víðir leggi mat á faraldurinn í fjölmiðlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 17:09 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur eðlilegast að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggi mat á faraldurinn. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Kári útskýrði mál sitt í Reykjavík síðdegis. „Mér finnst býsna furðulegt að lögregluþjónninn í þessu þríeyki sé að leggja mat á faraldsfræðina sem slíka. Ef þríeykið ætlar að tjá sig um hvar faraldurinn er, hvort hann sé að rísa eða falla, þá held ég að það væri eðlilegt og skynsamlegt gagnvart þjóðinni að það væri Þórólfur sérfræðingur sem gerði það. Ef við keyrum full þá held ég að Víðir eigi að handtaka okkur en ef á að tala um faraldsfræði í Covid-19 þá held ég að Þórólfur eigi að gera það.“ Kári tekur þó fram að honum þyki Víðir yndislegur maður, í alla staði, en að ummælin hafi valdið honum áhyggjum. „Nú verðið þið sjálfsagt hissa á því hvað ég er harðorður í garð Víðis, sem er yndislegur maður í alla staði, alveg ómælanlega, glæpsamlega svo, en ástæðan fyrir því að þetta pirrar mig er að manni sýnist eins og maður sjái að þegar svona er sagt þá slaki menn svolítið á og við höfum bara ekkert efni á því að slaka á núna. Mér finnst við hafa fengið ástæðu til að halda áfram að haga okkur prúðmannlega gagnvart veirunni og við eigum að halda því áfram.“ Kári var spurður hvort hann væri ósammála Víði; hvort tölurnar sýni ekki fram á rénun faraldurs. „Ég er ekki sammála um að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut. Ég vona heitt og innilega að þetta sé merki um að faraldurinn sé í einhverri rénun - ég vona það svo sannarlega - og ef ég væri ekki svona prúður eins og ég er þá myndi ég veðja að þetta þýddi það; að faraldurinn sé í rénun en hins vegar þá þori ég alls ekki að segja að svo sé, ég þori ekki að segja að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut." Kári segir varhugarvert að lýsa yfir sigri of snemma. Það geti haft áhrif á hegðun fólks. „Við höfum séð það fyrr á þessu hausti og í sumar að faraldurinn sveiflast upp og niður tiltölulega hratt þannig að þegar verið er að tala til þjóðarinnar frá þessu þríreyki sem hefur verið að halda utan um sóttvarnirnar þá held ég að það sé gífurlega mikilvægt að tala varlega, eins og Þórólfur gerði í dag, þar sem hann sagði að hann vildi alls ekki líta á þetta sem skýrt merki um það að þetta væri að færast í betra horf. Eitt af því sem við verðum að leggja okkur fram við núna þegar við erum að horfa á þessa pest sem er innan við eins árs að aldri er að læra eins mikið af því sem við erum að horfa á, eins mögulegt er, og eitt af því sem mér finnst að við eigum að hafa lært, er að það er eins gott að fara varlega í að lýsa yfir sigri.“ Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Reykjavík síðdegis Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Kári útskýrði mál sitt í Reykjavík síðdegis. „Mér finnst býsna furðulegt að lögregluþjónninn í þessu þríeyki sé að leggja mat á faraldsfræðina sem slíka. Ef þríeykið ætlar að tjá sig um hvar faraldurinn er, hvort hann sé að rísa eða falla, þá held ég að það væri eðlilegt og skynsamlegt gagnvart þjóðinni að það væri Þórólfur sérfræðingur sem gerði það. Ef við keyrum full þá held ég að Víðir eigi að handtaka okkur en ef á að tala um faraldsfræði í Covid-19 þá held ég að Þórólfur eigi að gera það.“ Kári tekur þó fram að honum þyki Víðir yndislegur maður, í alla staði, en að ummælin hafi valdið honum áhyggjum. „Nú verðið þið sjálfsagt hissa á því hvað ég er harðorður í garð Víðis, sem er yndislegur maður í alla staði, alveg ómælanlega, glæpsamlega svo, en ástæðan fyrir því að þetta pirrar mig er að manni sýnist eins og maður sjái að þegar svona er sagt þá slaki menn svolítið á og við höfum bara ekkert efni á því að slaka á núna. Mér finnst við hafa fengið ástæðu til að halda áfram að haga okkur prúðmannlega gagnvart veirunni og við eigum að halda því áfram.“ Kári var spurður hvort hann væri ósammála Víði; hvort tölurnar sýni ekki fram á rénun faraldurs. „Ég er ekki sammála um að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut. Ég vona heitt og innilega að þetta sé merki um að faraldurinn sé í einhverri rénun - ég vona það svo sannarlega - og ef ég væri ekki svona prúður eins og ég er þá myndi ég veðja að þetta þýddi það; að faraldurinn sé í rénun en hins vegar þá þori ég alls ekki að segja að svo sé, ég þori ekki að segja að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut." Kári segir varhugarvert að lýsa yfir sigri of snemma. Það geti haft áhrif á hegðun fólks. „Við höfum séð það fyrr á þessu hausti og í sumar að faraldurinn sveiflast upp og niður tiltölulega hratt þannig að þegar verið er að tala til þjóðarinnar frá þessu þríreyki sem hefur verið að halda utan um sóttvarnirnar þá held ég að það sé gífurlega mikilvægt að tala varlega, eins og Þórólfur gerði í dag, þar sem hann sagði að hann vildi alls ekki líta á þetta sem skýrt merki um það að þetta væri að færast í betra horf. Eitt af því sem við verðum að leggja okkur fram við núna þegar við erum að horfa á þessa pest sem er innan við eins árs að aldri er að læra eins mikið af því sem við erum að horfa á, eins mögulegt er, og eitt af því sem mér finnst að við eigum að hafa lært, er að það er eins gott að fara varlega í að lýsa yfir sigri.“
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Reykjavík síðdegis Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira