Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 18:46 epa/Radek Pietruszka Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Hundruð þúsunda hafa mótmælt ákvörðuninni í nær tvær vikur. Michał Dworczyk, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Guardian í dag að leiðtogar stjórnarinnar réðu nú ráðum sínum og freistuðu þess að finna lausn á málinu. „Það eru samræður í gangi og það væri gott að taka smá tíma til að tala saman og finna nýjan flöt á þessari stöðu, sem er erfið og tilfinningaþrungin,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hefur sagst vilja ræða við mótmælendur og stjórnarandstæðinga til að finna lausn. Nokkuð liggur á þar sem hin fjölmennu mótmæli ganga þvert gegn fyrirmælum og vilja pólskra sóttvarnayfirvalda, sem hafa bannað fleirum en fimm að koma saman vegna Covid-19. Lögspekingar segja tafirnar ótækar Lög um þungunarrof eru ströng í Póllandi en ef ákvörðun stjórnlagadómstólsins verður fylgt eftir verða þungunarrof aðeins heimil í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu eða þegar þungunin er afleiðing glæps, þ.e. nauðgunar eða sifjaspells. Forseti Póllands, Andrzej Duda, hefur lagt til að lögunum verði breytt á þann veg að þungunarrof yrðu heimil í þeim tilvikum þegar fósturgallarnir myndu að öllum líkindum leiða til dauða barnsins en yrðu bönnuð þegar um væri að ræða heilkenni á borð við Downs. Hugmyndin er ekki sögð njóta nægs stuðnings í þinginu til að verða að raunveruleika. Lögspekingar segja pattstöðuna sem upp er komin verstu mögulegu niðurstöðuna í málinu en lög kveða á um að ákvarðanir stjórnlagadómstólsins séu birtar og taki gildi umsvifalaust. Það eigi ekki að vera hægt að fresta áhrifum ákvarðanna dómstólsins eftir geðþótta. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Hundruð þúsunda hafa mótmælt ákvörðuninni í nær tvær vikur. Michał Dworczyk, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Guardian í dag að leiðtogar stjórnarinnar réðu nú ráðum sínum og freistuðu þess að finna lausn á málinu. „Það eru samræður í gangi og það væri gott að taka smá tíma til að tala saman og finna nýjan flöt á þessari stöðu, sem er erfið og tilfinningaþrungin,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hefur sagst vilja ræða við mótmælendur og stjórnarandstæðinga til að finna lausn. Nokkuð liggur á þar sem hin fjölmennu mótmæli ganga þvert gegn fyrirmælum og vilja pólskra sóttvarnayfirvalda, sem hafa bannað fleirum en fimm að koma saman vegna Covid-19. Lögspekingar segja tafirnar ótækar Lög um þungunarrof eru ströng í Póllandi en ef ákvörðun stjórnlagadómstólsins verður fylgt eftir verða þungunarrof aðeins heimil í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu eða þegar þungunin er afleiðing glæps, þ.e. nauðgunar eða sifjaspells. Forseti Póllands, Andrzej Duda, hefur lagt til að lögunum verði breytt á þann veg að þungunarrof yrðu heimil í þeim tilvikum þegar fósturgallarnir myndu að öllum líkindum leiða til dauða barnsins en yrðu bönnuð þegar um væri að ræða heilkenni á borð við Downs. Hugmyndin er ekki sögð njóta nægs stuðnings í þinginu til að verða að raunveruleika. Lögspekingar segja pattstöðuna sem upp er komin verstu mögulegu niðurstöðuna í málinu en lög kveða á um að ákvarðanir stjórnlagadómstólsins séu birtar og taki gildi umsvifalaust. Það eigi ekki að vera hægt að fresta áhrifum ákvarðanna dómstólsins eftir geðþótta.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31