Þrír Íslandsvinir í litháíska hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 15:01 Vilius Rasimas hefur farið vel af stað með Selfossi í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Leið íslenska karlalandsliðsins í handbolta á tólfta Evrópumótið í röð hefst í kvöld þegar Ísland tekur á móti Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022. Í litháíska landsliðshópnum má finna þrjá leikmenn sem spila eða hafa spilað á Íslandi. Þetta eru markverðirnir Vilius Rasimas og Giedrius Morkunas og örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius. Rasimas leikur með Selfossi en hann gekk í raðir liðsins frá Aue í Þýskalandi fyrir þetta tímabil. Hann hefur farið vel af stað með Selfyssingum og varði 35,2 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Olís-deildinni. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas í viðtali í Seinni bylgjunni á dögunum. Það má sjá hér fyrir neðan. Morkunas lék með Haukum við góðan orðstír á árunum 2012-17. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016, bikarmeistari 2014 og deildarmeistari 2012, 2013, 2014 og 2016. Morkunas hefur undanfarin ár leikið með Riihimäki Cocks, besta liðinu í Finnlandi. Dumcius lék með Akureyri tímabilið 2016-17. Hann skoraði grimmt og var markahæsti leikmaður liðsins með 127 mörk. Þau dugðu þó ekki til að halda Akureyri í Olís-deildinni en liðið endaði í tíunda og neðsta sæti hennar. Dumcius leikur nú með Elbflorenz 2006 í B-deildinni í Þýskalandi. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með nítján mörk. Dumcius og Morkunas léku báðir með litháíska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í umspili um sæti á HM sumarið 2018. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Litháen, 27-27, en Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri í seinni leiknum í Laugardalshöllinni. Leikstjórnandinn Aidenas Malasinskas reyndist íslenska liðinu erfiður í leikjunum gegn Litháen fyrir tveimur árum. Hann skoraði samtals fimmtán mörk í leikjunum tveimur og fór oft illa með íslensku vörnina. Malasinskas er langbesti leikmaður Litháa. Hann leikur með úkraínska liðinu Motor Zaporizhia sem er fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Þjálfari liðsins er landi Malasinskas, Gintaras Savukynas. Hann er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Aftureldingu og Gróttu/KR hér á landi og varð m.a. þrefaldur meistari með Mosfellingum tímabilið 1998-99. Þá þjálfaði Gintaras lið ÍBV um tíma. Leikur Íslands og Litháens hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00 Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Leið íslenska karlalandsliðsins í handbolta á tólfta Evrópumótið í röð hefst í kvöld þegar Ísland tekur á móti Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022. Í litháíska landsliðshópnum má finna þrjá leikmenn sem spila eða hafa spilað á Íslandi. Þetta eru markverðirnir Vilius Rasimas og Giedrius Morkunas og örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius. Rasimas leikur með Selfossi en hann gekk í raðir liðsins frá Aue í Þýskalandi fyrir þetta tímabil. Hann hefur farið vel af stað með Selfyssingum og varði 35,2 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Olís-deildinni. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas í viðtali í Seinni bylgjunni á dögunum. Það má sjá hér fyrir neðan. Morkunas lék með Haukum við góðan orðstír á árunum 2012-17. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016, bikarmeistari 2014 og deildarmeistari 2012, 2013, 2014 og 2016. Morkunas hefur undanfarin ár leikið með Riihimäki Cocks, besta liðinu í Finnlandi. Dumcius lék með Akureyri tímabilið 2016-17. Hann skoraði grimmt og var markahæsti leikmaður liðsins með 127 mörk. Þau dugðu þó ekki til að halda Akureyri í Olís-deildinni en liðið endaði í tíunda og neðsta sæti hennar. Dumcius leikur nú með Elbflorenz 2006 í B-deildinni í Þýskalandi. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með nítján mörk. Dumcius og Morkunas léku báðir með litháíska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í umspili um sæti á HM sumarið 2018. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Litháen, 27-27, en Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri í seinni leiknum í Laugardalshöllinni. Leikstjórnandinn Aidenas Malasinskas reyndist íslenska liðinu erfiður í leikjunum gegn Litháen fyrir tveimur árum. Hann skoraði samtals fimmtán mörk í leikjunum tveimur og fór oft illa með íslensku vörnina. Malasinskas er langbesti leikmaður Litháa. Hann leikur með úkraínska liðinu Motor Zaporizhia sem er fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Þjálfari liðsins er landi Malasinskas, Gintaras Savukynas. Hann er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Aftureldingu og Gróttu/KR hér á landi og varð m.a. þrefaldur meistari með Mosfellingum tímabilið 1998-99. Þá þjálfaði Gintaras lið ÍBV um tíma. Leikur Íslands og Litháens hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00 Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00
Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00
Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09