Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. nóvember 2020 07:01 Tesla Model 3 á hleðslubás við Staðarskála. Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina. Stöðin er á planinu við N1 Staðarskála og er með átta ofurhleðslu bása. Hver þeirra getur boðið upp á allt að 250 kW. Staðarskáli er vinsæll áningarstaður á leiðinni á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Tesla ætlar sér með þessu að tengja saman norður- og suðurhluta landsins. Stöðin á að gera ferðir rafbíla mögulegar um áður ótroðnar slóðir. Nýja hleðslustöðin við Staðarskála. Frekari áætlanir um ofurhleðslustöðvar Tesla hefur metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu hleðslustöðva á Íslandi. Samkvæmt korti frá Tesla eru uppi áætlanir um að setja upp stöðvar á Akureyri og Egilsstöðum á þessu ári. Enn er ekki komin dagsetning á hvenær slík stöð opnar á Kirkjubæjarklaustri, en það er í kortunum, bókstaflega. Hleðslubásarnir átta. Þriðju kynslóðar hleðslutækni Ofurhleðslan er fyrst og fremst hugsuð til notkunar á ferðalögum. Stöðvarnar sem eru af þriðju kynslóð geta eins og áður segir hlaðið af miklu afli, eða allt að 250kW. Dagleg hleðsla ætti alla jafna að fara fram í hefðbundnum hleðslustöðum. Hægt er að setja af stað ferli í bílnum þegar stefnan er tekin á ofurhleðslustöð sem tryggir að bíllinn komi á stöðina með rafhlöðurnar í sem ákjósanlegustu hitastigi. Þetta getur dregið úr hleðslutíma um allt að 25%. Vistvænir bílar Tesla Húnaþing vestra Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina. Stöðin er á planinu við N1 Staðarskála og er með átta ofurhleðslu bása. Hver þeirra getur boðið upp á allt að 250 kW. Staðarskáli er vinsæll áningarstaður á leiðinni á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Tesla ætlar sér með þessu að tengja saman norður- og suðurhluta landsins. Stöðin á að gera ferðir rafbíla mögulegar um áður ótroðnar slóðir. Nýja hleðslustöðin við Staðarskála. Frekari áætlanir um ofurhleðslustöðvar Tesla hefur metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu hleðslustöðva á Íslandi. Samkvæmt korti frá Tesla eru uppi áætlanir um að setja upp stöðvar á Akureyri og Egilsstöðum á þessu ári. Enn er ekki komin dagsetning á hvenær slík stöð opnar á Kirkjubæjarklaustri, en það er í kortunum, bókstaflega. Hleðslubásarnir átta. Þriðju kynslóðar hleðslutækni Ofurhleðslan er fyrst og fremst hugsuð til notkunar á ferðalögum. Stöðvarnar sem eru af þriðju kynslóð geta eins og áður segir hlaðið af miklu afli, eða allt að 250kW. Dagleg hleðsla ætti alla jafna að fara fram í hefðbundnum hleðslustöðum. Hægt er að setja af stað ferli í bílnum þegar stefnan er tekin á ofurhleðslustöð sem tryggir að bíllinn komi á stöðina með rafhlöðurnar í sem ákjósanlegustu hitastigi. Þetta getur dregið úr hleðslutíma um allt að 25%.
Vistvænir bílar Tesla Húnaþing vestra Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent