Nóvember 2020 Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 17:01 Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Ég heyri hann reglulega segja já og mættur og ég veit að hann reynir af fremsta megni að sinna þeim verkefnum sem hann á að klára. Sjö eða átta tímum seinna lýkur skóladeginum. Þá tekur við smá vina spjall á netinu og tölvuleikjahittingur. Þegar kemur að kvöldmat átta ég mig á því að ég hef varla séð unglinginn allan daginn, dreg hann með mér út í göngutúr eða sendi hann út að hjóla. Eftir kvöldmat heyri ég hann spjalla við vini sína í gegnum tölvuna, inni í lokuðu unglingaherberginu. Á meðan flatmaga ég í sófanum og horfi á fréttirnar á tímaflakkinu, nagandi neglurnar af áhyggjum og foreldra samviskubit yfir kyrrsetu og skjátíma unglingsins. Áramót 1995 eða 1996, man það ekki alveg, ég var allavega unglingur. Vinir og kunningjar ætluðu að hittast eftir miðnætti og fagna nýju ári. Ég vildi vera með, eða öllu heldur, ég VARÐ að vera með. Foreldrar mínir leyfðu mér að vera úti til klukkan eitt. Ég mátti sem sagt hitta vini í eina klukkustund eftir miðnætti! Ég varð brjáluð! Ég hafði ekkert að gera með þessa einu klukkustund, varla þess virði að fara! Ég eyddi þessum áramótum inni í herbergi. Ég þvertók fyrir það að fagna áramótunum með fjölskyldunni, enda algjör skandall að mega bara hitta vinina í eina klukkustund. Ég lokaði mig af inni í herbergi og tók til í fataskápnum, í mótmælaskyni. Já já kannski örlítið dramatísk, ég var lítið þekkt fyrir að vera með jafnaðargeð á þessum árum. Nóvember 2020 Eins leiðinlegt og það er að fá varla að hitta vini og vandamenn, þá bý ég, fertug konan, á heimili með manni mínum og börnum. Ég hitti foreldra mína og systkini. Aðra hitti ég lítið sem ekkert. Sjálfsmynd mín, tilfinninga- og félagsþroski hefur að miklu leyti náð að þroskast. Ég spái ekki lengur daglega í það hver ég er, hvernig ég vil vera, hvað ég vil vinna við, hvaða fatastíll hentar mér, hvaða tónlistarsmekk ég er með og hvort það sem ég segi og geri sé í lagi. Ég þarf ekki lengur að spegla mig í jafnöldrum mínum til að fá hugmynd um hver ég er. Þannig að þessi takmörkuðu samskipti við vini og vandamenn valda kannski smá leiða og einmanaleika, en hafa ekki stórvægileg áhrif á þroska minn og sjálfsmynd. Þannig að þetta dugar mér, í bili. Eins og glögglega má lesa úr dramatísku áramóta sögunni þá eru félagsleg samskipti gríðarlega mikilvæg á unglingsárum. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki getað hitt vini og kunningja á þeim tíma þar sem félagsþroskinn minn var í sem mestri mótun, tilfinningastjórnun að eflast og sjálfsmyndin enn þá mjög viðkvæm og óljós. Unglingurinn minn, sem er á fullu að móta sína sjálfsmynd, finna sín gildi og stefnu í lífinu fær ekki að hitta þann hóp sem hann speglar sig mest í. Á unglingsárum er sjálfsmyndin í svo mikilli mótun að talað er um að mótun sjálfsmyndarinnar sé eitt helsta verkefni unglingsáranna. Unglingar finna stílinn sinn, gildin sín og spegla virði sitt í jafningjahópnum. Það að fá ekki að hitta vini sína, nýju skólafélagana og aðra jafningja hefur mun meiri áhrif á þroska og líðan unglinga en okkar fullorðna fólksins. Án þess að vilja hljóma svaka dramatísk, þá er þetta ástand mögulega að hafa áhrif á þann mikla félags- og tilfinningaþroska sem á sér stað á unglingsárum. Ég veit í raun ekkert hver lausnin er. Auðvitað er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum og reglum en mig langar bara að vekja athygli á því að félagsleg einangrun barna og sérstaklega unglinga er mun alvarlegri en sú einangrun sem við upplifum á fullorðinsárum (sem getur auðvitað verið mjög slæm). Sjálfsmyndarvinnan okkar er ekkert sett á pásu og félags- og tilfinningaþroski okkar er ekkert hindraður. Spurning hvort við foreldrar getum prófað að vera meira en foreldrar meðan á þessu sérkennilega ástandi stendur? Prófað að spjalla við unglinginn um eitthvað annað en heimanámið, lestur og svefn? Prófað að spila tölvuleikina, horfa á unglingaþættina og reynt að minnka foreldra samviskubit yfir skjátíma unglingsins? Hvað segiði unglingaforeldrar. Hvernig líður ykkar unglingi og hvernig eruði að aðstoð hann? Höfundur er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Ég heyri hann reglulega segja já og mættur og ég veit að hann reynir af fremsta megni að sinna þeim verkefnum sem hann á að klára. Sjö eða átta tímum seinna lýkur skóladeginum. Þá tekur við smá vina spjall á netinu og tölvuleikjahittingur. Þegar kemur að kvöldmat átta ég mig á því að ég hef varla séð unglinginn allan daginn, dreg hann með mér út í göngutúr eða sendi hann út að hjóla. Eftir kvöldmat heyri ég hann spjalla við vini sína í gegnum tölvuna, inni í lokuðu unglingaherberginu. Á meðan flatmaga ég í sófanum og horfi á fréttirnar á tímaflakkinu, nagandi neglurnar af áhyggjum og foreldra samviskubit yfir kyrrsetu og skjátíma unglingsins. Áramót 1995 eða 1996, man það ekki alveg, ég var allavega unglingur. Vinir og kunningjar ætluðu að hittast eftir miðnætti og fagna nýju ári. Ég vildi vera með, eða öllu heldur, ég VARÐ að vera með. Foreldrar mínir leyfðu mér að vera úti til klukkan eitt. Ég mátti sem sagt hitta vini í eina klukkustund eftir miðnætti! Ég varð brjáluð! Ég hafði ekkert að gera með þessa einu klukkustund, varla þess virði að fara! Ég eyddi þessum áramótum inni í herbergi. Ég þvertók fyrir það að fagna áramótunum með fjölskyldunni, enda algjör skandall að mega bara hitta vinina í eina klukkustund. Ég lokaði mig af inni í herbergi og tók til í fataskápnum, í mótmælaskyni. Já já kannski örlítið dramatísk, ég var lítið þekkt fyrir að vera með jafnaðargeð á þessum árum. Nóvember 2020 Eins leiðinlegt og það er að fá varla að hitta vini og vandamenn, þá bý ég, fertug konan, á heimili með manni mínum og börnum. Ég hitti foreldra mína og systkini. Aðra hitti ég lítið sem ekkert. Sjálfsmynd mín, tilfinninga- og félagsþroski hefur að miklu leyti náð að þroskast. Ég spái ekki lengur daglega í það hver ég er, hvernig ég vil vera, hvað ég vil vinna við, hvaða fatastíll hentar mér, hvaða tónlistarsmekk ég er með og hvort það sem ég segi og geri sé í lagi. Ég þarf ekki lengur að spegla mig í jafnöldrum mínum til að fá hugmynd um hver ég er. Þannig að þessi takmörkuðu samskipti við vini og vandamenn valda kannski smá leiða og einmanaleika, en hafa ekki stórvægileg áhrif á þroska minn og sjálfsmynd. Þannig að þetta dugar mér, í bili. Eins og glögglega má lesa úr dramatísku áramóta sögunni þá eru félagsleg samskipti gríðarlega mikilvæg á unglingsárum. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki getað hitt vini og kunningja á þeim tíma þar sem félagsþroskinn minn var í sem mestri mótun, tilfinningastjórnun að eflast og sjálfsmyndin enn þá mjög viðkvæm og óljós. Unglingurinn minn, sem er á fullu að móta sína sjálfsmynd, finna sín gildi og stefnu í lífinu fær ekki að hitta þann hóp sem hann speglar sig mest í. Á unglingsárum er sjálfsmyndin í svo mikilli mótun að talað er um að mótun sjálfsmyndarinnar sé eitt helsta verkefni unglingsáranna. Unglingar finna stílinn sinn, gildin sín og spegla virði sitt í jafningjahópnum. Það að fá ekki að hitta vini sína, nýju skólafélagana og aðra jafningja hefur mun meiri áhrif á þroska og líðan unglinga en okkar fullorðna fólksins. Án þess að vilja hljóma svaka dramatísk, þá er þetta ástand mögulega að hafa áhrif á þann mikla félags- og tilfinningaþroska sem á sér stað á unglingsárum. Ég veit í raun ekkert hver lausnin er. Auðvitað er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum og reglum en mig langar bara að vekja athygli á því að félagsleg einangrun barna og sérstaklega unglinga er mun alvarlegri en sú einangrun sem við upplifum á fullorðinsárum (sem getur auðvitað verið mjög slæm). Sjálfsmyndarvinnan okkar er ekkert sett á pásu og félags- og tilfinningaþroski okkar er ekkert hindraður. Spurning hvort við foreldrar getum prófað að vera meira en foreldrar meðan á þessu sérkennilega ástandi stendur? Prófað að spjalla við unglinginn um eitthvað annað en heimanámið, lestur og svefn? Prófað að spila tölvuleikina, horfa á unglingaþættina og reynt að minnka foreldra samviskubit yfir skjátíma unglingsins? Hvað segiði unglingaforeldrar. Hvernig líður ykkar unglingi og hvernig eruði að aðstoð hann? Höfundur er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar