Dagur gegn einelti – við höfum öll hlutverk Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 09:00 Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn en hann var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi 8. nóvember árið 2011 og hefur síðan verið haldinn fyrsta virka dag kringum þá dagsetningu sem er 9. nóvember þetta árið. Markmiðið er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Á síðasta ári fóru Heimili og skóli – landssamtök foreldra í formlegt samstarf við Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneyti með umsjón með deginum og í ár var í fyrsta skipti hægt að tilnefna einstaklinga eða verkefni til hvatningarverðlauna á degi gegn einelti. Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum fór yfir tilnefningarnar og valdi verðlaunahafa sem kynntur verður við hátíðlega athöfn á degi gegn einelti og verður henni streymt. Einnig munum við frumsýna nýtt myndband Heimilis skóla þar sem við fengum til liðs við okkur fyrirmyndir í samfélaginu til að koma á framfæri skilaboðum til þín gegn einelti. En getum við stöðvað einelti? Samtakamáttur og samkennd Einelti hefur líklega fylgt mannkyninu í aldaraðir þó svo það hafi ekki verið rannsakað skipulega fyrr en um 1970. Margt hefur áunnist en þó er einelti enn viðvarandi vandi í okkar samfélagi og því mikilvægt að sýna stöðuga árvekni og bregðast markvisst við. Núorðið vita flestir hvað einelti er og hversu slæmar afleiðingar slíkt ofbeldi getur haft. Einn liður öflugs foreldrasamstarfs í skólum er að skapa góðan bekkjaranda, vera samtaka og vinna þannig á jákvæðan hátt gegn einelti. Samtalið heima fyrir er ekki síður mikilvægt og þegar upp kemur samskiptavandi er brýnt að taka á honum strax svo hann þróist ekki yfir í eitthvað verra. Nauðsynlegt er að vinna markvisst að forvörnum og reyna að byrgja brunninn í tíma svo við þurfum síður að eiga við alvarlegar afleiðingar og getum þá jafnvel bjargað lífi einhvers. En til þess að það sé hægt þurfum við að gera okkur grein fyrir að við höfum öll hlutverki að gegna. Einelti á sér ekki stað í tómarúmi Ef engir áhorfendur væru til staðar þá væri líklega ekkert einelti. Við tilheyrum alls konar hópum og lifum í fjölbreyttu samfélagi. Er jarðvegur fyrir einelti í þínum hópi? Eða í þinni fjölskyldu? Þetta á jafnt við augliti til auglitis og á netinu og samfélagsmiðlum. Ef við verðum vitni að ofbeldi þá höfum við alltaf val um hvað við gerum næst. Reynum við að stöðva ofbeldið með einhverjum hætti? Segjum við eitthvað þegar það á sér stað eða látum við einhvern vita sem gæti hjálpað? Sýnum við þeim sem fyrir ofbeldinu verður stuðning? Tilkynnum við ofbeldi á netinu? Eða gerum við ekki neitt? Í þessu samhengi má gjarnan benda á ábendingalínu Barnaheilla og hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið en þessi samtök eru samstarfsaðilar okkar í SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni ásamt Ríkislögreglustjóra. Í hverjum skóla á síðan að vera virk eineltisáætlun og nemendaverndarráð þannig að gripið sé fljótt og vel inn í þau eineltismál sem upp koma og best er ef unnið er með hópinn sem heild, í það minnsta bæði gerendur og þolendur með virku samstarfi við foreldra. Þegar ekki gengur að leysa málin í umhverfi barnsins er hægt að hafa samband við fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum hjá Menntamálastofnun. Einnig bjóða ýmsir aðilar upp á aðstoð í eineltismálum svo sem Olweusarverkefnið gegn einelti, KVAN og aðrir sérfræðingar. En þegar öllu er á botninn hvolft liggur ábyrgðin hjá okkur, hverju og einu. Hvað ætlar þú að gera næst þegar þú verður vitni að einelti? Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Við þurfum að átta okkur á að það er hagur heildarinnar að hverjum og einum innan hennar líði sem best. Einelti hefur ekki einungis áhrif á þá sem fyrir því verða og þá sem því beita heldur einnig þá sem verða vitni að því. Viðbrögð við einelti hafa allt að segja um hvernig til tekst að vinna úr því og þau þurfa að grundvallast á festu en líka skilningi, samhygð og virðingu. Við verðum að vanda okkur í samskiptum og megum ekki falla í þá gryfju að láta reiðina stjórna för. Vissulega getur það reynst erfitt en hugsa þarf til framtíðar, sér í lagi þegar um börn er að ræða. Reynum að rækta okkar styrkleika, setja okkur í spor annarra og huga að okkar eigin hegðun jafnt á netinu sem í eigin persónu. Við erum öll fyrirmyndir á einn eða annan hátt og þar af leiðandi með hlutverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Sjá meira
Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn en hann var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi 8. nóvember árið 2011 og hefur síðan verið haldinn fyrsta virka dag kringum þá dagsetningu sem er 9. nóvember þetta árið. Markmiðið er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Á síðasta ári fóru Heimili og skóli – landssamtök foreldra í formlegt samstarf við Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneyti með umsjón með deginum og í ár var í fyrsta skipti hægt að tilnefna einstaklinga eða verkefni til hvatningarverðlauna á degi gegn einelti. Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum fór yfir tilnefningarnar og valdi verðlaunahafa sem kynntur verður við hátíðlega athöfn á degi gegn einelti og verður henni streymt. Einnig munum við frumsýna nýtt myndband Heimilis skóla þar sem við fengum til liðs við okkur fyrirmyndir í samfélaginu til að koma á framfæri skilaboðum til þín gegn einelti. En getum við stöðvað einelti? Samtakamáttur og samkennd Einelti hefur líklega fylgt mannkyninu í aldaraðir þó svo það hafi ekki verið rannsakað skipulega fyrr en um 1970. Margt hefur áunnist en þó er einelti enn viðvarandi vandi í okkar samfélagi og því mikilvægt að sýna stöðuga árvekni og bregðast markvisst við. Núorðið vita flestir hvað einelti er og hversu slæmar afleiðingar slíkt ofbeldi getur haft. Einn liður öflugs foreldrasamstarfs í skólum er að skapa góðan bekkjaranda, vera samtaka og vinna þannig á jákvæðan hátt gegn einelti. Samtalið heima fyrir er ekki síður mikilvægt og þegar upp kemur samskiptavandi er brýnt að taka á honum strax svo hann þróist ekki yfir í eitthvað verra. Nauðsynlegt er að vinna markvisst að forvörnum og reyna að byrgja brunninn í tíma svo við þurfum síður að eiga við alvarlegar afleiðingar og getum þá jafnvel bjargað lífi einhvers. En til þess að það sé hægt þurfum við að gera okkur grein fyrir að við höfum öll hlutverki að gegna. Einelti á sér ekki stað í tómarúmi Ef engir áhorfendur væru til staðar þá væri líklega ekkert einelti. Við tilheyrum alls konar hópum og lifum í fjölbreyttu samfélagi. Er jarðvegur fyrir einelti í þínum hópi? Eða í þinni fjölskyldu? Þetta á jafnt við augliti til auglitis og á netinu og samfélagsmiðlum. Ef við verðum vitni að ofbeldi þá höfum við alltaf val um hvað við gerum næst. Reynum við að stöðva ofbeldið með einhverjum hætti? Segjum við eitthvað þegar það á sér stað eða látum við einhvern vita sem gæti hjálpað? Sýnum við þeim sem fyrir ofbeldinu verður stuðning? Tilkynnum við ofbeldi á netinu? Eða gerum við ekki neitt? Í þessu samhengi má gjarnan benda á ábendingalínu Barnaheilla og hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið en þessi samtök eru samstarfsaðilar okkar í SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni ásamt Ríkislögreglustjóra. Í hverjum skóla á síðan að vera virk eineltisáætlun og nemendaverndarráð þannig að gripið sé fljótt og vel inn í þau eineltismál sem upp koma og best er ef unnið er með hópinn sem heild, í það minnsta bæði gerendur og þolendur með virku samstarfi við foreldra. Þegar ekki gengur að leysa málin í umhverfi barnsins er hægt að hafa samband við fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum hjá Menntamálastofnun. Einnig bjóða ýmsir aðilar upp á aðstoð í eineltismálum svo sem Olweusarverkefnið gegn einelti, KVAN og aðrir sérfræðingar. En þegar öllu er á botninn hvolft liggur ábyrgðin hjá okkur, hverju og einu. Hvað ætlar þú að gera næst þegar þú verður vitni að einelti? Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Við þurfum að átta okkur á að það er hagur heildarinnar að hverjum og einum innan hennar líði sem best. Einelti hefur ekki einungis áhrif á þá sem fyrir því verða og þá sem því beita heldur einnig þá sem verða vitni að því. Viðbrögð við einelti hafa allt að segja um hvernig til tekst að vinna úr því og þau þurfa að grundvallast á festu en líka skilningi, samhygð og virðingu. Við verðum að vanda okkur í samskiptum og megum ekki falla í þá gryfju að láta reiðina stjórna för. Vissulega getur það reynst erfitt en hugsa þarf til framtíðar, sér í lagi þegar um börn er að ræða. Reynum að rækta okkar styrkleika, setja okkur í spor annarra og huga að okkar eigin hegðun jafnt á netinu sem í eigin persónu. Við erum öll fyrirmyndir á einn eða annan hátt og þar af leiðandi með hlutverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun