Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 07:52 Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Sarah Silbiger/Getty Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. Frá þessu greinir Bloomberg-fréttastofan og vísar til heimildamanna sinna sem þekkja til málsins. Samkvæmt Bloomberg greindist Meadows með veiruna síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir að Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Þeirra á meðal er Cassidy Hutchinson, en hún er einn nánasti ráðgjafi Meadows. Þá hefur Nick Trainer, ráðgjafi úr herbúðum framboðs Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, einnig greinst með veiruna. Hvorki Meadows né talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist við skilaboðum Bloomberg-fréttastofunnar þegar óskað var eftir viðbrögðum af einhverjum toga. Þá hafa Trainer og talsmenn framboðs forsetans ekki heldur viljað tjá sig um málið. Starfsmannastjórinn sjaldan með grímu Meadows hefur síðustu daga tekið þátt í tilraunum framboðs forsetans til þess að kæra framkvæmd kosninganna í þó nokkrum ríkjum þar sem Joe Biden er nú með forskot á forsetann, að því er Bloomberg hefur eftir heimildarmanni sínum. Þá segir að hluti starfsmannahóps Hvíta hússins hafi vitað af því að Meadows greindist með veiruna, en hafi verið skipað að halda því leyndu. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðsins án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Samkvæmt Bloomberg sést Meadows sjaldan með grímu, líkt og forsetinn sjálfur og fjöldi annarra úr starfsliði hans. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Um 9,7 miljónir hafa nú greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og yfir 236.000 látið lífið af völdum Covid-19. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Sjá meira
Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. Frá þessu greinir Bloomberg-fréttastofan og vísar til heimildamanna sinna sem þekkja til málsins. Samkvæmt Bloomberg greindist Meadows með veiruna síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir að Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Þeirra á meðal er Cassidy Hutchinson, en hún er einn nánasti ráðgjafi Meadows. Þá hefur Nick Trainer, ráðgjafi úr herbúðum framboðs Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, einnig greinst með veiruna. Hvorki Meadows né talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist við skilaboðum Bloomberg-fréttastofunnar þegar óskað var eftir viðbrögðum af einhverjum toga. Þá hafa Trainer og talsmenn framboðs forsetans ekki heldur viljað tjá sig um málið. Starfsmannastjórinn sjaldan með grímu Meadows hefur síðustu daga tekið þátt í tilraunum framboðs forsetans til þess að kæra framkvæmd kosninganna í þó nokkrum ríkjum þar sem Joe Biden er nú með forskot á forsetann, að því er Bloomberg hefur eftir heimildarmanni sínum. Þá segir að hluti starfsmannahóps Hvíta hússins hafi vitað af því að Meadows greindist með veiruna, en hafi verið skipað að halda því leyndu. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðsins án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Samkvæmt Bloomberg sést Meadows sjaldan með grímu, líkt og forsetinn sjálfur og fjöldi annarra úr starfsliði hans. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Um 9,7 miljónir hafa nú greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og yfir 236.000 látið lífið af völdum Covid-19.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Sjá meira