Hér sést hvernig briminu tókst að girða stöðuvatnið frá hafinu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2020 21:54 Svona leit malarkamburinn við Kollavíkurvatn út í dag. Hérna var skarðið fram á síðustu helgi. Sjá má hvalshræið sem tvær þústir til vinstri í vatninu við Mölina. Mynd/Vigdís Sigurðardóttir Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það og loka því. Ljósmyndir sem Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, tók í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu. Skarðið, eins og það var áður, sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var í illviðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu jól, dagana 10. og 11. desember, sem skarðið rofnaði. Um leið opnaðist leið fyrir saltan sjó til að flæða inn í Kollavíkurvatn sem við það breyttist úr stöðuvatni í sjávarlón. Mölin séð frá bænum Borgum í dag. Ekkert skarð sést lengur. Langanes út við sjóndeildarhringinn.Vigdís Sigurðardóttir Tveir bæir eru við vatnið, Kollavík og Borgir. Báðir njóta hlunninda af silungsveiði, sem óttast var að myndi spillast vegna þess sem bændurnir lýstu sem náttúruhamförum. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, eftir stífa norðan- og norðvestanátt dagana á undan, sem bændurnir sáu að skarðið hafði lokast. Að sögn Vigdísar virðist það hafa gerst um eða eftir síðustu helgi. Skarðið síðastliðið sumar. Til hægri má sjá búrhvalshræið. Fjær sést í bæina Borgir og Kollavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ sagði hún um þessi umskipti náttúrunnar. Þegar eiginmaður hennar, Eiríkur Kristjánsson, og sonur þeirra, Sigurður Eiríksson, fóru að ströndinni á miðvikudag sýndist þeim að þar sem skarðið var áður væri malarkamburinn orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Myndirnar sem Vigdís tók í dag sýna vel hvernig briminu hefur tekist að loka skarðinu. Hér var skarðið þar sem sjórinn streymdi inn og út. Sjá má glitta í búrhvalshræið ofarlega fyrir miðri mynd. Vigdís Sigurðardóttir Það er sennilega ekki oft sem frést hefur af hvalreka inni í stöðuvatni en það gerðist þarna síðastliðið vor. Það var í apríl sem dauður búrhvalur sást á reki inni í Kollavíkurvatni en álykta má að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið. Hvalshræið er ennþá á þeim stað þar sem það strandaði við Mölina innanverða. Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14 Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það og loka því. Ljósmyndir sem Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, tók í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu. Skarðið, eins og það var áður, sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var í illviðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu jól, dagana 10. og 11. desember, sem skarðið rofnaði. Um leið opnaðist leið fyrir saltan sjó til að flæða inn í Kollavíkurvatn sem við það breyttist úr stöðuvatni í sjávarlón. Mölin séð frá bænum Borgum í dag. Ekkert skarð sést lengur. Langanes út við sjóndeildarhringinn.Vigdís Sigurðardóttir Tveir bæir eru við vatnið, Kollavík og Borgir. Báðir njóta hlunninda af silungsveiði, sem óttast var að myndi spillast vegna þess sem bændurnir lýstu sem náttúruhamförum. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, eftir stífa norðan- og norðvestanátt dagana á undan, sem bændurnir sáu að skarðið hafði lokast. Að sögn Vigdísar virðist það hafa gerst um eða eftir síðustu helgi. Skarðið síðastliðið sumar. Til hægri má sjá búrhvalshræið. Fjær sést í bæina Borgir og Kollavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ sagði hún um þessi umskipti náttúrunnar. Þegar eiginmaður hennar, Eiríkur Kristjánsson, og sonur þeirra, Sigurður Eiríksson, fóru að ströndinni á miðvikudag sýndist þeim að þar sem skarðið var áður væri malarkamburinn orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Myndirnar sem Vigdís tók í dag sýna vel hvernig briminu hefur tekist að loka skarðinu. Hér var skarðið þar sem sjórinn streymdi inn og út. Sjá má glitta í búrhvalshræið ofarlega fyrir miðri mynd. Vigdís Sigurðardóttir Það er sennilega ekki oft sem frést hefur af hvalreka inni í stöðuvatni en það gerðist þarna síðastliðið vor. Það var í apríl sem dauður búrhvalur sást á reki inni í Kollavíkurvatni en álykta má að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið. Hvalshræið er ennþá á þeim stað þar sem það strandaði við Mölina innanverða.
Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14 Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30