Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 08:15 Pierre-Emile Højbjerg var með Dönum gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í október en verður ekki með á sunnudaginn, og ólíklegt verður að teljast að Gylfi Þór Sigurðsson verði með. vísir/vilhelm Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er á meðal níu leikmanna sem kallaðir hafa verið inn í danska landsliðshópinn í fótbolta fyrir komandi leiki við Svíþjóð, Ísland og Belgíu. Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, þarf að spjara sig án sjö leikmanna sem spila með breskum liðum. Ástæðan er sóttvarnareglur sem tóku gildi í Bretlandi um helgina sem skylda alla sem koma frá Danmörku til að fara í sóttkví, eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dönskum minkum. Gylfi og Jóhann heim eftir Ungverjaleik? Danmörk og Ísland mætast í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni næsta sunnudag. Ljóst er að afar ólíklegt er að þeir Íslendingar sem spila með enskum liðum verði með þar. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson. Allir eru þeir í hópnum sem mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. Ísland mætir svo Danmörku og ætti svo að mæta Englandi á Wembley 18. nóvember, en hugsanlega þarf að færa þann leik á hlutlausan völl vegna nýju sóttvarnareglanna í Bretlandi. FIFA gaf félagsliðum tímabundið leyfi í haust til að hafna því að leikmenn þeirra fari í landsliðsverkefni hafi það í för með sér að þeir verði að fara í fimm daga sóttkví við komu til landsins sem spilað er í, eða við heimkomu. Við komu til Englands frá Danmörku þarf að fara í 14 daga sóttkví. Schmeichel, Christensen og Højbjerg ekki með Dönsku leikmennirnir sem skipt hefur verið út eru þeir Kasper Schmeichel úr Leicester, Jonas Lössl úr Everton, Andreas Christensen úr Chelsea, Jannik Vestergaard úr Southampton, Henrik Dalsgaard úr Brentford, Mathias Jensen úr Brentford, og Pierre-Emile Højbjerg úr Tottenham. Hjulmand hefur kallað inn níu leikmenn í sinn hóp og þar á meðal er eins og fyrr segir Alexander Scholz, sem gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik. Scholz leikur í dag með dönsku meisturunum í Midtjylland en þessi 28 ára miðvörður lék með Stjörnunni árið 2012. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er á meðal níu leikmanna sem kallaðir hafa verið inn í danska landsliðshópinn í fótbolta fyrir komandi leiki við Svíþjóð, Ísland og Belgíu. Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, þarf að spjara sig án sjö leikmanna sem spila með breskum liðum. Ástæðan er sóttvarnareglur sem tóku gildi í Bretlandi um helgina sem skylda alla sem koma frá Danmörku til að fara í sóttkví, eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dönskum minkum. Gylfi og Jóhann heim eftir Ungverjaleik? Danmörk og Ísland mætast í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni næsta sunnudag. Ljóst er að afar ólíklegt er að þeir Íslendingar sem spila með enskum liðum verði með þar. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson. Allir eru þeir í hópnum sem mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. Ísland mætir svo Danmörku og ætti svo að mæta Englandi á Wembley 18. nóvember, en hugsanlega þarf að færa þann leik á hlutlausan völl vegna nýju sóttvarnareglanna í Bretlandi. FIFA gaf félagsliðum tímabundið leyfi í haust til að hafna því að leikmenn þeirra fari í landsliðsverkefni hafi það í för með sér að þeir verði að fara í fimm daga sóttkví við komu til landsins sem spilað er í, eða við heimkomu. Við komu til Englands frá Danmörku þarf að fara í 14 daga sóttkví. Schmeichel, Christensen og Højbjerg ekki með Dönsku leikmennirnir sem skipt hefur verið út eru þeir Kasper Schmeichel úr Leicester, Jonas Lössl úr Everton, Andreas Christensen úr Chelsea, Jannik Vestergaard úr Southampton, Henrik Dalsgaard úr Brentford, Mathias Jensen úr Brentford, og Pierre-Emile Højbjerg úr Tottenham. Hjulmand hefur kallað inn níu leikmenn í sinn hóp og þar á meðal er eins og fyrr segir Alexander Scholz, sem gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik. Scholz leikur í dag með dönsku meisturunum í Midtjylland en þessi 28 ára miðvörður lék með Stjörnunni árið 2012.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira