Völdu bestu erlendu leikmennina í sögu Domino´s Körfuboltakvölds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 14:00 Amin Khalil Stevens var frábær með liði Keflavíkur. Skjámynd/S2 Sport Domino´s Körfuboltakvöld er á sínu sjötta tímabili og við það tækifæri ákváðu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir hans að velja bestu erlendu leikmennina sem hafa spilað í deildinni á tíma Domino´s Körfuboltakvölds. „Við erum að tala um hæfileikaríkustu og bestu leikmennina sem við höfðum séð síðan Körfuboltakvöld hóf göngu sína. Einn leikmaður var í öllum liðunum okkar og það er Amin Stevens,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Við getum slegið því á föstu að þetta sér besti leikmaðurinn eða mesti yfirburðarleikmaðurinn í þessari deild síðan að Körfuboltakvöld byrjaði,“ sagði Kjartan Atli og beindi orðum sínum til Jóns Halldórs Eðvaldssonar. „Þetta er eini erlendi leikmaðurinn sem ég hef ekki rekið held ég,“ sagði Jón Halldór hlæjandi en hann hefur verið lengi háttsettur í Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. „Þessi gæi var bara fáránlega góður í körfubolta, bæði í vörn og sókn. Hann var skrímsli undir körfunni í fráköstum, hann skorað alls staðar í kringum körfuna og var með geggjað ‚mid-range' skot. Eina sem hann gat ekki af einhverju viti var að skjóta þriggja stiga skotum,“ sagði Jón Halldór. Amin Khalil Stevens spilaði með Keflavík 2016-17 tímabilið þá var hann með 28,6 stig og 16,0 fráköst að meðaltali í leik. „Hann var bara óstöðvandi. Ég þjálfaði á móti honum og það var voðaleg lítið hægt að gera. Þú varst heldur ekki með neina Evrópumenn eða aðra til þess að dekka hann. Þetta voru bara íslensku strákarnir og var nánast bara svikamylla,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla, Jón Halldór og Benedikt ræða leikmennina sem urðu efstir í kosningu sérfræðinganna á bestu erlendu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Bestu erlendu leikmennirnir Listinn yfir erlendu leikmennina sem komust á blað hjá sérfræðingunum má sjá hér fyrir neðan. Skjámynd/S2 Sport Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld er á sínu sjötta tímabili og við það tækifæri ákváðu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir hans að velja bestu erlendu leikmennina sem hafa spilað í deildinni á tíma Domino´s Körfuboltakvölds. „Við erum að tala um hæfileikaríkustu og bestu leikmennina sem við höfðum séð síðan Körfuboltakvöld hóf göngu sína. Einn leikmaður var í öllum liðunum okkar og það er Amin Stevens,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Við getum slegið því á föstu að þetta sér besti leikmaðurinn eða mesti yfirburðarleikmaðurinn í þessari deild síðan að Körfuboltakvöld byrjaði,“ sagði Kjartan Atli og beindi orðum sínum til Jóns Halldórs Eðvaldssonar. „Þetta er eini erlendi leikmaðurinn sem ég hef ekki rekið held ég,“ sagði Jón Halldór hlæjandi en hann hefur verið lengi háttsettur í Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. „Þessi gæi var bara fáránlega góður í körfubolta, bæði í vörn og sókn. Hann var skrímsli undir körfunni í fráköstum, hann skorað alls staðar í kringum körfuna og var með geggjað ‚mid-range' skot. Eina sem hann gat ekki af einhverju viti var að skjóta þriggja stiga skotum,“ sagði Jón Halldór. Amin Khalil Stevens spilaði með Keflavík 2016-17 tímabilið þá var hann með 28,6 stig og 16,0 fráköst að meðaltali í leik. „Hann var bara óstöðvandi. Ég þjálfaði á móti honum og það var voðaleg lítið hægt að gera. Þú varst heldur ekki með neina Evrópumenn eða aðra til þess að dekka hann. Þetta voru bara íslensku strákarnir og var nánast bara svikamylla,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla, Jón Halldór og Benedikt ræða leikmennina sem urðu efstir í kosningu sérfræðinganna á bestu erlendu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Bestu erlendu leikmennirnir Listinn yfir erlendu leikmennina sem komust á blað hjá sérfræðingunum má sjá hér fyrir neðan. Skjámynd/S2 Sport
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira