Bein útsending: Loftslagsvænar framfarir í kjölfar Covid-19 Loftslagsráð 10. nóvember 2020 11:13 Gunnar Freyr Gunnarsson Bein útsending verður hér á Vísi frá málfundi um loftslagsmál á vegum Loftslagsráðs og sendiráðs Bretlands í dag. Fundurinn hefst klukkan 14.30 og stendur til klukkan 16. Hægt verður að horfa í spilaranum hér fyrir neðan. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum. Þá er markmiðið einnig að auka umræðu og samvinnu í aðdraganda 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem haldin verður í Glasgow á næsta ári undir formennsku Bretlands í samstarfi við Ítalíu. Árið 2020 markar þáttaskil þar sem aðildarríki Parísarsamningsins eiga að uppfæra loforð sín í loftslagsmálum fyrir lok ársins og standa skil á langtímastefnumótun sinni um kolefnishlutleysi. Heildarmarkmið samningsins er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C. Þetta markmið næst ekki nema hraðar verði brugðist við en gert hefur verið síðastliðna tvo áratugi. Á málfundinum verða umfjöllunarefni COP26 í forgrunni. Áhersla verður lögð á áhrif kórónuveirufaraldursins og loftslagsvæna endurreisn í kjölfar hans. Gestir fundarins eru: Sérstakur fulltrúi breska utanríkisráðherrans í loftslagsmálum kynnir áherslur gestgjafanna vegna COP26 ráðstefnunnar í Glasgow og ræðir mikilvægi umhverfisvænnar endurreisnar í kjölfar veirufaraldursins. Sendiherra Bretlands á Íslandi. Fulltrúar Loftslagsráðs Íslands og Bretlands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun fjalla um þátttöku Íslands í COP26, stefnu og aðgerðir íslensku ríkisstjórnarinnar sem miða að því að byggja sjálfbært samfélag til framtíðar með áherslu á kolefnishlutleysi og skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamningnum um minnkun losunar. Brynja Þorgeirsdóttir stjórnar umræðum. Fundurinn fram á ensku. Nánari upplýsingar hér. Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Bein útsending verður hér á Vísi frá málfundi um loftslagsmál á vegum Loftslagsráðs og sendiráðs Bretlands í dag. Fundurinn hefst klukkan 14.30 og stendur til klukkan 16. Hægt verður að horfa í spilaranum hér fyrir neðan. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum. Þá er markmiðið einnig að auka umræðu og samvinnu í aðdraganda 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem haldin verður í Glasgow á næsta ári undir formennsku Bretlands í samstarfi við Ítalíu. Árið 2020 markar þáttaskil þar sem aðildarríki Parísarsamningsins eiga að uppfæra loforð sín í loftslagsmálum fyrir lok ársins og standa skil á langtímastefnumótun sinni um kolefnishlutleysi. Heildarmarkmið samningsins er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C. Þetta markmið næst ekki nema hraðar verði brugðist við en gert hefur verið síðastliðna tvo áratugi. Á málfundinum verða umfjöllunarefni COP26 í forgrunni. Áhersla verður lögð á áhrif kórónuveirufaraldursins og loftslagsvæna endurreisn í kjölfar hans. Gestir fundarins eru: Sérstakur fulltrúi breska utanríkisráðherrans í loftslagsmálum kynnir áherslur gestgjafanna vegna COP26 ráðstefnunnar í Glasgow og ræðir mikilvægi umhverfisvænnar endurreisnar í kjölfar veirufaraldursins. Sendiherra Bretlands á Íslandi. Fulltrúar Loftslagsráðs Íslands og Bretlands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun fjalla um þátttöku Íslands í COP26, stefnu og aðgerðir íslensku ríkisstjórnarinnar sem miða að því að byggja sjálfbært samfélag til framtíðar með áherslu á kolefnishlutleysi og skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamningnum um minnkun losunar. Brynja Þorgeirsdóttir stjórnar umræðum. Fundurinn fram á ensku. Nánari upplýsingar hér.
Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira