Þrjár nýjar tölvur og nýir örgjörvar frá Apple Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 12:39 Þrjár nýjar tölvur voru kynntar til leiks í gær. Apple Tæknirisinn Apple opinberaði í gær nýjar tölvur, nýja örgjörva og nýtt stýrikerfi. Kynningin fór alfarið fram á netinu, eins og svo margt annað um þessar mundir. Nýir örgjörvar fyrirtækisins hafa vakið töluverða athygli en auk þeirra kynnti Apple þrjár tegundir tölva sem eru allar með nýju örgjörvana, og veitti frekari upplýsingar um stýrikerfið macOS 11 Big Sur. Allar tölvurnar þrjár eiga að sjást í hillum verslana í næstu viku. Byrjum á örgjörvanum. Apple segir örgjörvana, sem heita M1, vera þá hröðustu sem fyrirtækið hafi hannað. Þeir muni bæði auka getu og rafhlöðuendingu tölva fyrirtækisins. Þeim verður komið fyrir í öllum vörulínum Apple á næstu árum en fyrirtækið er hætt samstarfi með Intel. Hingað til hefur Apple notað eigin flögur í farsíma og önnur minni tæki en ekki tölvur. Í kynningu Apple kom fram að örgjörvarnir væru allt að þrisvar sinnum hraðari en örgjörvar Intel. Ný Mac Mini Kynning nýrrar Mac Mini kom á óvart ef marka má erlenda tæknimiðla. Þar er um að ræða tiltölulega lítinn kubb en grunnútgáfa tölvunnar inniheldur 256 GB stóran SSD harðan disk og 8 GB vinnsluminni. Þann kubb tengir maður svo við skjá eða skjái, lyklaborð og mús og er maður þá klár í slaginn. Apple segir að Mini-tölvan hafi aldrei verið öflugari en nú og það sé vegna M1 örgjörvanna. Nýju fartölvurnar tvær eru sagðar hraðari og öflugari en áður.APPLE Ný MacBook Air MacBook Air er vinsælasta tölva Apple og ein af heimsins vinsælustu fartölvum. Nú er komin ný útgáfa af þeirri tölvu og eins og með hinar, þá segir Apple að þessi sé öflugri og betri en hinar. Það sé að miklu leyti vegna M1 örgjörvanna. Rafhlöðuending er einnig sögð hafa verið aukin. Tölvan á að duga í um fimmtán klukkustundir við að vafra á netinu og í um 18 klukkustundir við það að horfa á myndbönd. MacBook Pro MacBook Pro fartölvurnar eru einnig verulega vinsælar á heimsvísu. Í nýjustu útgáfu hennar lofar Apple sambærilegum breytingum og í hinum tölvunum. Hraðari, öflugri og lengri rafhlöðuending og allt er það til komið vegna nýju örgjörvanna. macOS 11 Big Sur Nýjasta stýrikerfi Apple hefur verið í betaprófunum í nokkra mánuði en það verður gefið út að fullu á morgun. Þá eiga notendur Apple að geta sótt það sér að kostnaðarlausu. Samkvæmt Apple er stýrikerfið gert með M1 örgjörvana í huga en þeir sem eiga eldri tölvur með örgjörvum frá Intel geta samt sótt stýrikerfið. Hér að neðan má sjá kynningu Apple en búið er að skipta henni niður í hluta. Þar má sjá kynningu hvers tækis og hugbúnaðar fyrir sig. Apple Tækni Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Tæknirisinn Apple opinberaði í gær nýjar tölvur, nýja örgjörva og nýtt stýrikerfi. Kynningin fór alfarið fram á netinu, eins og svo margt annað um þessar mundir. Nýir örgjörvar fyrirtækisins hafa vakið töluverða athygli en auk þeirra kynnti Apple þrjár tegundir tölva sem eru allar með nýju örgjörvana, og veitti frekari upplýsingar um stýrikerfið macOS 11 Big Sur. Allar tölvurnar þrjár eiga að sjást í hillum verslana í næstu viku. Byrjum á örgjörvanum. Apple segir örgjörvana, sem heita M1, vera þá hröðustu sem fyrirtækið hafi hannað. Þeir muni bæði auka getu og rafhlöðuendingu tölva fyrirtækisins. Þeim verður komið fyrir í öllum vörulínum Apple á næstu árum en fyrirtækið er hætt samstarfi með Intel. Hingað til hefur Apple notað eigin flögur í farsíma og önnur minni tæki en ekki tölvur. Í kynningu Apple kom fram að örgjörvarnir væru allt að þrisvar sinnum hraðari en örgjörvar Intel. Ný Mac Mini Kynning nýrrar Mac Mini kom á óvart ef marka má erlenda tæknimiðla. Þar er um að ræða tiltölulega lítinn kubb en grunnútgáfa tölvunnar inniheldur 256 GB stóran SSD harðan disk og 8 GB vinnsluminni. Þann kubb tengir maður svo við skjá eða skjái, lyklaborð og mús og er maður þá klár í slaginn. Apple segir að Mini-tölvan hafi aldrei verið öflugari en nú og það sé vegna M1 örgjörvanna. Nýju fartölvurnar tvær eru sagðar hraðari og öflugari en áður.APPLE Ný MacBook Air MacBook Air er vinsælasta tölva Apple og ein af heimsins vinsælustu fartölvum. Nú er komin ný útgáfa af þeirri tölvu og eins og með hinar, þá segir Apple að þessi sé öflugri og betri en hinar. Það sé að miklu leyti vegna M1 örgjörvanna. Rafhlöðuending er einnig sögð hafa verið aukin. Tölvan á að duga í um fimmtán klukkustundir við að vafra á netinu og í um 18 klukkustundir við það að horfa á myndbönd. MacBook Pro MacBook Pro fartölvurnar eru einnig verulega vinsælar á heimsvísu. Í nýjustu útgáfu hennar lofar Apple sambærilegum breytingum og í hinum tölvunum. Hraðari, öflugri og lengri rafhlöðuending og allt er það til komið vegna nýju örgjörvanna. macOS 11 Big Sur Nýjasta stýrikerfi Apple hefur verið í betaprófunum í nokkra mánuði en það verður gefið út að fullu á morgun. Þá eiga notendur Apple að geta sótt það sér að kostnaðarlausu. Samkvæmt Apple er stýrikerfið gert með M1 örgjörvana í huga en þeir sem eiga eldri tölvur með örgjörvum frá Intel geta samt sótt stýrikerfið. Hér að neðan má sjá kynningu Apple en búið er að skipta henni niður í hluta. Þar má sjá kynningu hvers tækis og hugbúnaðar fyrir sig.
Apple Tækni Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira