Hannar sínar eigin prjónauppskriftir á Hvolsvelli í Excel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. nóvember 2020 20:16 Anna Kristín og Hildur Vala, 12 ára dóttir hennar eiga gæðastundir saman í sófanum inn í stofu þegar mamman prjónar og dóttirin heklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hún hannar sínar eigin prjónauppskriftir í exel, prjónar eftir uppskriftunum og fær ættingja sína til að sitja fyrir á myndum, sem hún tekur sjálf á símann sinn. Anna segir mikla prjónaþörf hjá landsmönnum á tímum kórónuveirunnar. Anna Kristín, sem starfar sem deildarstjóri á leikskólanum á Hvolsvelli sest oftast niður með prjónana þegar hún kemur heim úr vinnunni. Stofuborðið er fullt af prjónavörum, sem hún hefur hannað og prjónað, þó mest af lopapeysum. Anna hefur prjónað frá því að hún var barn og nú er dóttir hennar, 12 ára, Hildur Vala Smáradóttir farin að hekla á meðan mamma hennar prjónar. En hvað er prjónaskapurinn að gefa Önnu Kristínu? „Fyrst og fremst útrás fyrir sköpunarþörfina, mér finnst gaman að búa til nýtt og skapa, sjá eitthvað verða til.“ Anna Kristín segir að fólk sé alls staðar að prjóna, konur og karlar á tímum Covid. „Já, ég finn það líka hvað fólki finnst gaman að vera að prjóna núna, það situr meira með sjálfum sér, það er mikill áhugi, það er ekki spurning,“ segir Anna. Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur með eigin uppskriftum, sem allar hafa slegið í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur, sem kallast „Prjónafjör“ en uppskriftirnar í bækurnar hannar hún heima í tölvunni sinni í Excel og Word. Hún hefur tekið allar myndirnar í bækurnar en ættingjar hennar og íbúar á Hvolsvelli sitja fyrir á myndunum, allt prjónavörur eftir hana. Nýjasta bókin hennar var að koma út. „Þetta eru bara skemmtilegar bækur, allt úr ullinni, peysur fyrir alla og fleira, húfur og vettlingar, já fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir að geta fundið eitthvað. Mér finnst ótrúlega gaman búa til ný munstur, prjóna það og prófa og sjá hvernig það kemur út. Ég vinn allar mínar prjónauppskriftir heima í tölvunni í Word og Excel og svo fer ég bara út og blikka vini og ættingja til að vera fyrirsætur hjá mér, það eru alltaf allir til í það, sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég tek þetta bara upp á símann, klára svo að vinna þetta og set þetta svo bara í prentun,“ segir Anna Kristín. Nýjasta bókin, „Prjónafjör 3“ var að koma út og hefur selst mjög vel enda er Anna Kristín mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin og bækurnar hennar hafa fengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Prjónaskapur Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Sjá meira
Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hún hannar sínar eigin prjónauppskriftir í exel, prjónar eftir uppskriftunum og fær ættingja sína til að sitja fyrir á myndum, sem hún tekur sjálf á símann sinn. Anna segir mikla prjónaþörf hjá landsmönnum á tímum kórónuveirunnar. Anna Kristín, sem starfar sem deildarstjóri á leikskólanum á Hvolsvelli sest oftast niður með prjónana þegar hún kemur heim úr vinnunni. Stofuborðið er fullt af prjónavörum, sem hún hefur hannað og prjónað, þó mest af lopapeysum. Anna hefur prjónað frá því að hún var barn og nú er dóttir hennar, 12 ára, Hildur Vala Smáradóttir farin að hekla á meðan mamma hennar prjónar. En hvað er prjónaskapurinn að gefa Önnu Kristínu? „Fyrst og fremst útrás fyrir sköpunarþörfina, mér finnst gaman að búa til nýtt og skapa, sjá eitthvað verða til.“ Anna Kristín segir að fólk sé alls staðar að prjóna, konur og karlar á tímum Covid. „Já, ég finn það líka hvað fólki finnst gaman að vera að prjóna núna, það situr meira með sjálfum sér, það er mikill áhugi, það er ekki spurning,“ segir Anna. Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur með eigin uppskriftum, sem allar hafa slegið í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur, sem kallast „Prjónafjör“ en uppskriftirnar í bækurnar hannar hún heima í tölvunni sinni í Excel og Word. Hún hefur tekið allar myndirnar í bækurnar en ættingjar hennar og íbúar á Hvolsvelli sitja fyrir á myndunum, allt prjónavörur eftir hana. Nýjasta bókin hennar var að koma út. „Þetta eru bara skemmtilegar bækur, allt úr ullinni, peysur fyrir alla og fleira, húfur og vettlingar, já fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir að geta fundið eitthvað. Mér finnst ótrúlega gaman búa til ný munstur, prjóna það og prófa og sjá hvernig það kemur út. Ég vinn allar mínar prjónauppskriftir heima í tölvunni í Word og Excel og svo fer ég bara út og blikka vini og ættingja til að vera fyrirsætur hjá mér, það eru alltaf allir til í það, sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég tek þetta bara upp á símann, klára svo að vinna þetta og set þetta svo bara í prentun,“ segir Anna Kristín. Nýjasta bókin, „Prjónafjör 3“ var að koma út og hefur selst mjög vel enda er Anna Kristín mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin og bækurnar hennar hafa fengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Prjónaskapur Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Sjá meira