Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 17:19 RCEP-samkomulagið var undirritað í dag og þar með hefur verið stofnað stærsta fríverslunarbandalag í heimi sem nær til um það bil þriðjungs heimshagkerfisins. Fundurinn fór fram um fjarfundabúnað en Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnam, og Tran Tuan Anh, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Víetnam voru gestgjafar fundarins. EPA/LUONG THAI LINH Fimmtán ríki undirrituðu í dag samkomulag um nýtt viðskiptabandalag sem verður það stærsta í heimi en aðildarríkin fara samanlagt með um þriðjung heimshagkerfisins. Tíu ríki í Suðaustur Asíu auk Suður-Kóreu, Kína, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálands eru aðilar að fríverslunarsamningnum. Samkomulagið þykir vera til marks um útvíkkun áhrifa Kínverja á svæðinu sem bandalagið, RCEP (e. Regional Comprehensive Economic Partnership) nær til. Bandaríkin eru ekki aðilar að sáttmálanum en Donald Trump dró Bandaríkin úr Kyrrahafssamstarfinu svokallaða, TTP (e. Trans-Pacific Partnership), samkeppnisblokk við hið nýja bandalag, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta árið 2017. TTP átti að samanstanda af tólf ríkjum og naut stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var hugsað sem mótvægi við aukin umsvif og vaxandi áhrif Kínverja á svæðinu. Samningaviðræður um RCEP hófust árið 2012 en samningurinn var undirritaður í dag samhliða fundi Asean-bandalagsins sem Víetnamar voru í forsvari fyrir að þessu sinni. „Það gleður mig að segja að eftir átta ára erfiðisvinnu, höfum við frá og með deginum í dag, formlega bundið endahnút á samningaviðræðurnar um RCEP með undirritun,“ sagði Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnam. Fundurinn fór fram rafrænt og skiptust fulltrúar ríkjanna á með því að undirrita og sýna skjalið í gegnum fjarfundabúnað. Leiðtogar ríkjanna binda vonir við að samstarfið komi til með að efla viðspyrnu í efnahagslífinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Li Keqiang, leiðtogi Kína, lýsti samkomulaginu sem stórum sigri fyrir fjölþjóðasamvinnu og frjáls viðskipti. Indverjar tóku þátt í samningaviðræðunum en drógu sig út úr þeim í fyrra vegna áhyggja þarlendra yfirvalda af lágum innflutningstollum sem gætu skaðað innlenda framleiðslu. Þátttökuþjóðirnar segja þó að Indverjar séu velkomnir aftur að borðinu síðar. Íbúafjöldi aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið. Skattar og tollar Utanríkismál Víetnam Kína Suður-Kórea Japan Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fimmtán ríki undirrituðu í dag samkomulag um nýtt viðskiptabandalag sem verður það stærsta í heimi en aðildarríkin fara samanlagt með um þriðjung heimshagkerfisins. Tíu ríki í Suðaustur Asíu auk Suður-Kóreu, Kína, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálands eru aðilar að fríverslunarsamningnum. Samkomulagið þykir vera til marks um útvíkkun áhrifa Kínverja á svæðinu sem bandalagið, RCEP (e. Regional Comprehensive Economic Partnership) nær til. Bandaríkin eru ekki aðilar að sáttmálanum en Donald Trump dró Bandaríkin úr Kyrrahafssamstarfinu svokallaða, TTP (e. Trans-Pacific Partnership), samkeppnisblokk við hið nýja bandalag, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta árið 2017. TTP átti að samanstanda af tólf ríkjum og naut stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var hugsað sem mótvægi við aukin umsvif og vaxandi áhrif Kínverja á svæðinu. Samningaviðræður um RCEP hófust árið 2012 en samningurinn var undirritaður í dag samhliða fundi Asean-bandalagsins sem Víetnamar voru í forsvari fyrir að þessu sinni. „Það gleður mig að segja að eftir átta ára erfiðisvinnu, höfum við frá og með deginum í dag, formlega bundið endahnút á samningaviðræðurnar um RCEP með undirritun,“ sagði Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnam. Fundurinn fór fram rafrænt og skiptust fulltrúar ríkjanna á með því að undirrita og sýna skjalið í gegnum fjarfundabúnað. Leiðtogar ríkjanna binda vonir við að samstarfið komi til með að efla viðspyrnu í efnahagslífinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Li Keqiang, leiðtogi Kína, lýsti samkomulaginu sem stórum sigri fyrir fjölþjóðasamvinnu og frjáls viðskipti. Indverjar tóku þátt í samningaviðræðunum en drógu sig út úr þeim í fyrra vegna áhyggja þarlendra yfirvalda af lágum innflutningstollum sem gætu skaðað innlenda framleiðslu. Þátttökuþjóðirnar segja þó að Indverjar séu velkomnir aftur að borðinu síðar. Íbúafjöldi aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið.
Skattar og tollar Utanríkismál Víetnam Kína Suður-Kórea Japan Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira