Nú vill Bayern München líka fá Íslandsbanann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 14:30 Dominik Szoboszlai fagnar hér sigurmarki sínu á móti Íslandi. Getty/Laszlo Szirtesi Íslenskir knattspyrnuáhugamenn gleyma örugglega ekki nafni Dominik Szoboszlai í bráð og nú er fjöldinn allur af stórliðum Evrópu á eftir þessum stórefnilega strák. Einn frægasti leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í gegnum tíðina segir að Bayern München sé í hópi þeirra liða sem vilja fá Ungverjann Dominik Szoboszlai í sitt lið í næstu framtíð. Ungverski knattspyrnumaðurinn Dominik Szoboszlai stóð undir nafni sem efnilegasti knattspyrnumaður þjóðar sinnar þegar hann skoraði sigurmarkið í umspilsleiknum mikilvæga á móti Íslandi í síðustu viku. Bayern Munich have joined Arsenal, Real Madrid and AC Milan in the race to sign Hungarian starlet Dominik Szoboszlai https://t.co/LvxjGoXoji— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020 Dominik Szoboszlai skoraði markið eftir einstaklingsframtak og með frábæru skoti af löngu færi. Hann hefur farið á kostum með austurríska liðinu Red Bull Salzburg og þessi frammistaða á móti Íslandi var aðeins til að auka áhuga stórliða á honum. Evrópumeistarar Bayern München eru enn eitt stórliðið til að sýna þessum tvítuga strák mikinn áhuga en áður hafði verið fjallað um það að hann væri á óskalista hjá liðum eins og Arsenal, Real Madrid og AC Milan. Lothar Matthäus, sem á sínum tíma spilaði 300 leiki fyrir Bayern München og 150 landsleiki fyrir Þýskaaland, hefur talað vel um strákinn og telur að Bayern vilji fá hann. Matthäus þekkir líka vel til í Ungverjalandi þar sem hann þjálfaði landsliðið meðal annars í tvö ár. Matthäus var spurður hver væri mikilvægasti leikmaður Ungverja sem verða í riðli með Þýskalandi á EM. „Það er Dominik Szoboszlai, sem skoraði úrslitamarkið á móti Íslandi. Hann er demantur og er gæi eins og Kai Havertz. Í Ungverjalandi þá eru menn þegar farnir að líkja honum við Ferenc Puskas,“ sagði Lothar Matthäus við Abendzeitung München. „Hann er virkilega frábær leikmaður sem stundum vill fara í gegnum miðjuna en dregur sig líka stundum út á kant. Hann gæti farið til RB Leipzig í janúar en ég er viss um að öll toppliðin í Evrópu hafa hann á sínum lista og þar á meðal Bayern,“ sagði Matthäus. EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn gleyma örugglega ekki nafni Dominik Szoboszlai í bráð og nú er fjöldinn allur af stórliðum Evrópu á eftir þessum stórefnilega strák. Einn frægasti leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í gegnum tíðina segir að Bayern München sé í hópi þeirra liða sem vilja fá Ungverjann Dominik Szoboszlai í sitt lið í næstu framtíð. Ungverski knattspyrnumaðurinn Dominik Szoboszlai stóð undir nafni sem efnilegasti knattspyrnumaður þjóðar sinnar þegar hann skoraði sigurmarkið í umspilsleiknum mikilvæga á móti Íslandi í síðustu viku. Bayern Munich have joined Arsenal, Real Madrid and AC Milan in the race to sign Hungarian starlet Dominik Szoboszlai https://t.co/LvxjGoXoji— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020 Dominik Szoboszlai skoraði markið eftir einstaklingsframtak og með frábæru skoti af löngu færi. Hann hefur farið á kostum með austurríska liðinu Red Bull Salzburg og þessi frammistaða á móti Íslandi var aðeins til að auka áhuga stórliða á honum. Evrópumeistarar Bayern München eru enn eitt stórliðið til að sýna þessum tvítuga strák mikinn áhuga en áður hafði verið fjallað um það að hann væri á óskalista hjá liðum eins og Arsenal, Real Madrid og AC Milan. Lothar Matthäus, sem á sínum tíma spilaði 300 leiki fyrir Bayern München og 150 landsleiki fyrir Þýskaaland, hefur talað vel um strákinn og telur að Bayern vilji fá hann. Matthäus þekkir líka vel til í Ungverjalandi þar sem hann þjálfaði landsliðið meðal annars í tvö ár. Matthäus var spurður hver væri mikilvægasti leikmaður Ungverja sem verða í riðli með Þýskalandi á EM. „Það er Dominik Szoboszlai, sem skoraði úrslitamarkið á móti Íslandi. Hann er demantur og er gæi eins og Kai Havertz. Í Ungverjalandi þá eru menn þegar farnir að líkja honum við Ferenc Puskas,“ sagði Lothar Matthäus við Abendzeitung München. „Hann er virkilega frábær leikmaður sem stundum vill fara í gegnum miðjuna en dregur sig líka stundum út á kant. Hann gæti farið til RB Leipzig í janúar en ég er viss um að öll toppliðin í Evrópu hafa hann á sínum lista og þar á meðal Bayern,“ sagði Matthäus.
EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira