Dagný snoðaði sig fyrir landsleikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 10:30 Hárið verður ekki að flækjast fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur í landsleikjunum mikilvægu á næstunni. Instagram/@dagnybrynjars Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætti að vera aðeins léttari á fæti þegar hún hittir félaga sína í íslenska kvennalandsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni út til að spila tvo síðustu leikina í undankeppni EM. Vinni íslenska liðið báða leikina þá ætti liðið að tryggja sér sæti á EM í Englandi. Instagram/@dagnybrynjars Dagný missti af síðasta verkefni vegna meiðsla sem var útileikur á móti Svíþjóð. Dagný Brynjarsdóttir nær vonandi að ná sér fyrir leikina á móti Slóvakíu og Ungverjalandi sem fara fram 26. nóvember og 1. desember. Dagný ákvað að skella í róttæka útlitsbreytingu fyrir leikina. Hún sagði frá því á Instagram í gærkvöldi að hún hefði snoðað sig og sýndi líka myndir því til sönnunar. „Fólk sagði að ég myndi aldrei gera þetta og mamma mín leyfði mér það aldrei,“ skrifaði Dagný við myndina af sér á Instagram. Dagný Brynjarsdóttir er einn mikilvægasti og reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins og var sárt saknað í leiknum á móti Svíum. Dagný hefur skorað 29 mörk í 90 A-landsleikjum þar af 5 mörk í 5 leikjum í þessari undankeppni EM. Dagný er í ellefta sæti yfir leikjahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en hún er komin upp í þriðja sæti yfir þær markahæstu. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið. Fléttan sem fékk að fjúka.Instagram/@dagnybrynjars Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti riðilsins með 13 stig eftir sex leiki, en Svíþjóð situr á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki. Liðin í efsta sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppni EM ásamt þeim þremur liðum í öðru sæti með bestan árangur. Hinar sex þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um þrjú laus sæti á EM 2021. Svíþjóð er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og eru þessir leikir því mikilvægir íslenska liðinu í baráttunni um sæti á EM 2021. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Dagnýjar á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) EM 2021 í Englandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætti að vera aðeins léttari á fæti þegar hún hittir félaga sína í íslenska kvennalandsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni út til að spila tvo síðustu leikina í undankeppni EM. Vinni íslenska liðið báða leikina þá ætti liðið að tryggja sér sæti á EM í Englandi. Instagram/@dagnybrynjars Dagný missti af síðasta verkefni vegna meiðsla sem var útileikur á móti Svíþjóð. Dagný Brynjarsdóttir nær vonandi að ná sér fyrir leikina á móti Slóvakíu og Ungverjalandi sem fara fram 26. nóvember og 1. desember. Dagný ákvað að skella í róttæka útlitsbreytingu fyrir leikina. Hún sagði frá því á Instagram í gærkvöldi að hún hefði snoðað sig og sýndi líka myndir því til sönnunar. „Fólk sagði að ég myndi aldrei gera þetta og mamma mín leyfði mér það aldrei,“ skrifaði Dagný við myndina af sér á Instagram. Dagný Brynjarsdóttir er einn mikilvægasti og reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins og var sárt saknað í leiknum á móti Svíum. Dagný hefur skorað 29 mörk í 90 A-landsleikjum þar af 5 mörk í 5 leikjum í þessari undankeppni EM. Dagný er í ellefta sæti yfir leikjahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en hún er komin upp í þriðja sæti yfir þær markahæstu. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið. Fléttan sem fékk að fjúka.Instagram/@dagnybrynjars Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti riðilsins með 13 stig eftir sex leiki, en Svíþjóð situr á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki. Liðin í efsta sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppni EM ásamt þeim þremur liðum í öðru sæti með bestan árangur. Hinar sex þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um þrjú laus sæti á EM 2021. Svíþjóð er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og eru þessir leikir því mikilvægir íslenska liðinu í baráttunni um sæti á EM 2021. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Dagnýjar á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
EM 2021 í Englandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira