Reykjavík: 0 krónur Sabine Leskopf skrifar 19. nóvember 2020 13:30 Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Hann tók mjög tilfinningaþrungna nálgun á þetta og sakaði borgina um beina kröfu sinni gegn öðrum sveitarfélögum. Þetta er eins og að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Borgin hefur verið útilokuð með ólögmætum hætti frá því að hljóta ákveðin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga án þess að nokkur rökstuðningur sé á bak við það. Í 5. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 351/2002 stendur: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin hafa aldrei komin fram og ekki er lagastoð fyrir því heldur, eins og borgarlögmaður bendir á í bréfi sem fylgdi umræddri kröfu. Hann vísar jafnframt í kröfugerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018 þar sem Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið að fara slíka leið í sambærilegu máli. Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Sem formaður fjölmenningarráðs hef ég sent borgarlögmanni ábendingar um þetta vandamál og er mjög ánægð með að þessu er fylgt eftir alla leið. Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum. Að nota málaflokk þeirra barna sem þurfa á mestan stuðning að halda til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi er ekki góð leið til að leysa málin. Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Hann tók mjög tilfinningaþrungna nálgun á þetta og sakaði borgina um beina kröfu sinni gegn öðrum sveitarfélögum. Þetta er eins og að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Borgin hefur verið útilokuð með ólögmætum hætti frá því að hljóta ákveðin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga án þess að nokkur rökstuðningur sé á bak við það. Í 5. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 351/2002 stendur: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin hafa aldrei komin fram og ekki er lagastoð fyrir því heldur, eins og borgarlögmaður bendir á í bréfi sem fylgdi umræddri kröfu. Hann vísar jafnframt í kröfugerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018 þar sem Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið að fara slíka leið í sambærilegu máli. Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Sem formaður fjölmenningarráðs hef ég sent borgarlögmanni ábendingar um þetta vandamál og er mjög ánægð með að þessu er fylgt eftir alla leið. Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum. Að nota málaflokk þeirra barna sem þurfa á mestan stuðning að halda til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi er ekki góð leið til að leysa málin. Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun