„Sumir hváðu þegar þjónustustjóri listasafns hringdi til að spyrja um líðan“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður. Ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði þurftu að loka starfsemi sinni fyrir gestum eftir að samkomutakmarkanir miðuðust við tíu eða færri. Borgin auglýsti eftir starfsfólki til að hringja til fólks sem er 85 ára og eldra í borginni og kanna líðan þess í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í fjörtíu starfsmenn menningar-og ferðamálasviðs skráðu sig til leiks og hringdu 780 manns á þessum aldri. Marteinn Tryggvason Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur var einn þeirra. „Þetta var bara mjög ánægjulegt, við vorum að athuga hvernig fólk hefði það og hvort fólki vantaði þjónustu. Það var ánægjulegt að heyra fólkið sem ég hringdi alla vega í hefur það fínt og gengur vel að fóta sig í þessum aðstæðum. Margir eru minna á ferðinni en áður en flestir sem ég talaði við gátu séð um sig sjálfir eða höfðu gott bakland. Það kom stundum upp umræða um það hvar ég væri að vinna og fólk hváði stundum og var hissa að starfsmaður á listasafni væri að hringja til að athuga hvernig það hefði það, “segir Marteinn og hlær. „Þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp“ Neyðarskýli borgarinnar hafa verið opin allan sólahringinn eftir að samkomutakmarkanir fóru í 10 eða færri og hafa starfsmenn á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði borgarinnar einnig unnið þar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur á Listasafni Reykjavíkur tók að sér heimilistörf á Konukoti. og segir að starfið hafi verið lærdómsríkt. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur hjá Listasafni ReykjavíkurVísir „Ég bauð mig fram eftir að safnið lokaði og fékk að hjálpa til í Konukoti í hálfan mánuð. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi. Þetta breytir manni ansi mikið og dregur niður á jörðina og minnir mann á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili, þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp. Mér finnst konurnar sem þarna koma algjörar hetjur að geta haldið þetta út. Það var ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sjálfboðaliðar í kringum Konukot og hvað fólk er duglegt að koma með alls kyns gjafir til starfsins og fólksins sem þarna er,“ segir Sigríður. Listasafn Reykjavíkur opnaði á ný Kjarvalsstaði og Hafnarhúsið í dag og er miðað við 10 gesta hámark.Marteinn vonar að hann sjái eitthvað af símavinunum. „Vonandi kemur eitthvað af þessu fólki og heimsækir okkur þegar aðstæður leyfa,“ segir Marteinn. Félagsmál Reykjavík Eldri borgarar Hjálparstarf Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður. Ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði þurftu að loka starfsemi sinni fyrir gestum eftir að samkomutakmarkanir miðuðust við tíu eða færri. Borgin auglýsti eftir starfsfólki til að hringja til fólks sem er 85 ára og eldra í borginni og kanna líðan þess í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í fjörtíu starfsmenn menningar-og ferðamálasviðs skráðu sig til leiks og hringdu 780 manns á þessum aldri. Marteinn Tryggvason Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur var einn þeirra. „Þetta var bara mjög ánægjulegt, við vorum að athuga hvernig fólk hefði það og hvort fólki vantaði þjónustu. Það var ánægjulegt að heyra fólkið sem ég hringdi alla vega í hefur það fínt og gengur vel að fóta sig í þessum aðstæðum. Margir eru minna á ferðinni en áður en flestir sem ég talaði við gátu séð um sig sjálfir eða höfðu gott bakland. Það kom stundum upp umræða um það hvar ég væri að vinna og fólk hváði stundum og var hissa að starfsmaður á listasafni væri að hringja til að athuga hvernig það hefði það, “segir Marteinn og hlær. „Þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp“ Neyðarskýli borgarinnar hafa verið opin allan sólahringinn eftir að samkomutakmarkanir fóru í 10 eða færri og hafa starfsmenn á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði borgarinnar einnig unnið þar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur á Listasafni Reykjavíkur tók að sér heimilistörf á Konukoti. og segir að starfið hafi verið lærdómsríkt. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur hjá Listasafni ReykjavíkurVísir „Ég bauð mig fram eftir að safnið lokaði og fékk að hjálpa til í Konukoti í hálfan mánuð. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi. Þetta breytir manni ansi mikið og dregur niður á jörðina og minnir mann á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili, þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp. Mér finnst konurnar sem þarna koma algjörar hetjur að geta haldið þetta út. Það var ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sjálfboðaliðar í kringum Konukot og hvað fólk er duglegt að koma með alls kyns gjafir til starfsins og fólksins sem þarna er,“ segir Sigríður. Listasafn Reykjavíkur opnaði á ný Kjarvalsstaði og Hafnarhúsið í dag og er miðað við 10 gesta hámark.Marteinn vonar að hann sjái eitthvað af símavinunum. „Vonandi kemur eitthvað af þessu fólki og heimsækir okkur þegar aðstæður leyfa,“ segir Marteinn.
Félagsmál Reykjavík Eldri borgarar Hjálparstarf Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira