Nýorkubílar rúmlega helmingur nýskráðra bíla Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2020 19:31 Nýorkubílar voru um 55 prósent nýskráðra bíla á Íslandi á fyrsti tíu mánuðum þessa árs. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. Almenningur og fyrirtæki hafa vaxandi áhuga á nýorkubílum, sérstaklega rafmagnsbílum. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga sem búa í grónum hverfum og hafa ekki fast bílastæði að hlaða bíla sína í námunda við heimilið. Grafík/HÞ Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru nýskráðir rétt rúmlega átta þúsund bílar sem er fækkun upp á 23,7 prósent frá sama tímabili í fyrra aðallega vegna minni sölu til bílaleiga. Breytingin er hins vegar sú að í ár eru nýorkubílar tæplega 55 prósent nýskráðra bíla á móti 26,6 prósentum fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári. „Okkar stefna er að Reykjavík verði einfaldlega leiðandi í orkuskiptum á öllum sviðum. Við fögnum þess vegna þessum mikla áhuga á að skipta yfir í rafbíla alveg sérstaklega. Því þá erum við líka að keyra á innlendri orku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri segir unnið eftir grænu plani sem miði að því að Reykjavík verði leiðandi við innleiðingu grænnrar orku.Vísir/Vilhelm Borgin og Orkuveitan hafi unnið saman að því að veita styrki til eigenda fjöleignarhúsa sem vilji koma upp hleðslum. Þá mætti setja upp hleðslustöðvar á bílastæðum við stóra vinnustaði borgarinnar eins og skóla sem nýttust starfsmönnum á daginn en íbúum á kvöldin. En verður þetta aldrei þannig að hleðslustöðvar verði nánast jafn algengar og stöðumælar í götum sem þeir eru þannig að það verði aldrei langt í hleðslu? „Það er bara góð spurning. Við erum núna að setja fram græna planið sem framtíðarsýn okkar til næstu ára. Þar sem við leggjum sérstaka áherslu á rétt viðbrögð við efnahagsástandinu og rétt viðbrögð við loftlagsvánni,“ segir Dagur. Nú sé verið að uppfæra planið. Það komi til greina að skoða nokkur græn stæði í hverri götu til reynslu. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í því efni. Þetta eru auðvitað innviðir sem kosta eins og annað. Þannig að við viljum einmitt finna lausnir og leiðir sem fólk raunverulega notar. Þannig að það liggi ekki ónotaðir innviðir einhvers staðar. Því það er auðvitað líka sóun,“ segir Dagur B. Eggertsson. Umferð Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku. Almenningur og fyrirtæki hafa vaxandi áhuga á nýorkubílum, sérstaklega rafmagnsbílum. Það getur hins vegar reynst erfitt fyrir marga sem búa í grónum hverfum og hafa ekki fast bílastæði að hlaða bíla sína í námunda við heimilið. Grafík/HÞ Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru nýskráðir rétt rúmlega átta þúsund bílar sem er fækkun upp á 23,7 prósent frá sama tímabili í fyrra aðallega vegna minni sölu til bílaleiga. Breytingin er hins vegar sú að í ár eru nýorkubílar tæplega 55 prósent nýskráðra bíla á móti 26,6 prósentum fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári. „Okkar stefna er að Reykjavík verði einfaldlega leiðandi í orkuskiptum á öllum sviðum. Við fögnum þess vegna þessum mikla áhuga á að skipta yfir í rafbíla alveg sérstaklega. Því þá erum við líka að keyra á innlendri orku,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri segir unnið eftir grænu plani sem miði að því að Reykjavík verði leiðandi við innleiðingu grænnrar orku.Vísir/Vilhelm Borgin og Orkuveitan hafi unnið saman að því að veita styrki til eigenda fjöleignarhúsa sem vilji koma upp hleðslum. Þá mætti setja upp hleðslustöðvar á bílastæðum við stóra vinnustaði borgarinnar eins og skóla sem nýttust starfsmönnum á daginn en íbúum á kvöldin. En verður þetta aldrei þannig að hleðslustöðvar verði nánast jafn algengar og stöðumælar í götum sem þeir eru þannig að það verði aldrei langt í hleðslu? „Það er bara góð spurning. Við erum núna að setja fram græna planið sem framtíðarsýn okkar til næstu ára. Þar sem við leggjum sérstaka áherslu á rétt viðbrögð við efnahagsástandinu og rétt viðbrögð við loftlagsvánni,“ segir Dagur. Nú sé verið að uppfæra planið. Það komi til greina að skoða nokkur græn stæði í hverri götu til reynslu. „Ég ætla ekki að útiloka neitt í því efni. Þetta eru auðvitað innviðir sem kosta eins og annað. Þannig að við viljum einmitt finna lausnir og leiðir sem fólk raunverulega notar. Þannig að það liggi ekki ónotaðir innviðir einhvers staðar. Því það er auðvitað líka sóun,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Umferð Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira