Jöfnuður í fyrirrúmi Drífa Snædal skrifar 20. nóvember 2020 14:30 Þær aðgerðir sem gripið er til núna í óvissuástandi munu hafa afleiðingar til ára og áratuga. Sá rauði þráður sem lagt var upp með af hendi Alþýðusambandsins í vor er að tryggja afkomuöryggi og byggja upp betra atvinnulíf. Jöfnuður skal vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og öryggis- og velferðarkerfi tryggð og efld. Við vissum þá að ýmis öfl myndu reyna að skara eld að eigin köku og dustað yrði rykið af úreltum hugmyndum til að auka arð fárra og draga úr lífsgæðum fjöldans. Sá söngur er farinn að berast og ekki alveg úr óvæntri átt þar sem OECD er annars vegar. Einkavæðing verðmætra eigna, eða eins og það heitir í skýrslu OECD: Breytt skipan eignarhalds á Keflavíkurflugvelli er eitt dæmið. Tillögur til að veita harkhagkerfinu lausan tauminn er annað dæmi og svo vitum við af kröfum um frystingu launahækkana eða að draga úr réttindum vinnandi fólks. Það kemur því í hlut almannaheillasamtaka að reisa varðstöðu um okkar mikilvægu kerfi ekki síður en krefjast þess að þau verði efld til að sinna sínu hlutverki. Að grípa fólk og búa svo um hnútana að hér líði enginn skort. Kóf-ástandið hefur afhjúpað bæði styrkleika og veikleika okkar kerfa. Þeir hópar sem standa verst núna voru illa staddir fyrir og þannig ýkist vandinn sem fyrir var í samfélaginu. Vandinn fer ekki frá okkur og að fara aftur í sama farið eftir kófið er heldur ekki í boði. Fólk utan vinnumarkaðar og fólk sem vinnur erfið láglaunastörf þarf að sjá betri tíma framundan. Endurreisnin þarf að fela í sér styrkingu opinberu kerfanna, öflugra öryggisnet og skattkerfi sem notað er til að auka jöfnuð. Þannig byggjum við sterkara og jafnara samfélag til framtíðar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þær aðgerðir sem gripið er til núna í óvissuástandi munu hafa afleiðingar til ára og áratuga. Sá rauði þráður sem lagt var upp með af hendi Alþýðusambandsins í vor er að tryggja afkomuöryggi og byggja upp betra atvinnulíf. Jöfnuður skal vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og öryggis- og velferðarkerfi tryggð og efld. Við vissum þá að ýmis öfl myndu reyna að skara eld að eigin köku og dustað yrði rykið af úreltum hugmyndum til að auka arð fárra og draga úr lífsgæðum fjöldans. Sá söngur er farinn að berast og ekki alveg úr óvæntri átt þar sem OECD er annars vegar. Einkavæðing verðmætra eigna, eða eins og það heitir í skýrslu OECD: Breytt skipan eignarhalds á Keflavíkurflugvelli er eitt dæmið. Tillögur til að veita harkhagkerfinu lausan tauminn er annað dæmi og svo vitum við af kröfum um frystingu launahækkana eða að draga úr réttindum vinnandi fólks. Það kemur því í hlut almannaheillasamtaka að reisa varðstöðu um okkar mikilvægu kerfi ekki síður en krefjast þess að þau verði efld til að sinna sínu hlutverki. Að grípa fólk og búa svo um hnútana að hér líði enginn skort. Kóf-ástandið hefur afhjúpað bæði styrkleika og veikleika okkar kerfa. Þeir hópar sem standa verst núna voru illa staddir fyrir og þannig ýkist vandinn sem fyrir var í samfélaginu. Vandinn fer ekki frá okkur og að fara aftur í sama farið eftir kófið er heldur ekki í boði. Fólk utan vinnumarkaðar og fólk sem vinnur erfið láglaunastörf þarf að sjá betri tíma framundan. Endurreisnin þarf að fela í sér styrkingu opinberu kerfanna, öflugra öryggisnet og skattkerfi sem notað er til að auka jöfnuð. Þannig byggjum við sterkara og jafnara samfélag til framtíðar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun