Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 07:30 Mikael Neville Anderson í leik með A-landsliðinu gegn Dönum í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson ræddi þá ákvörðun Mikaels Neville Anderson, leikmanns Danmerkurmeistara Midtjylland, að gefa ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Mikael hefur verið viðloðandi A-landsliðið undanfarin misseri en var ekki valinn í það fyrir síðustu leiki þess. Hann ákvað að gefa ekki kost í sér U-21 árs liðið og valdi frekar að spila bikarleik með Midtjylland. „Mikael átti að vera í U-21 á móti Ítalíu og svo ætluðum við að sjá til hverjir myndu fara til Írlands og hverjir og þá hvenær menn myndu fara til móts við A-liðið,“ sagði Arnar Þór. „Erik [Hamrén] tilkynnti Mikael þetta og hann taldi mikilvægara fyrir sig að spila bikarleik með sínu liði og það er ekkert vandamál. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir neinum leikmanni, við höfum reynt að vinna með félögunum. Kolbeinn Þórðarson átti að spila með Lommel í september og við slepptum honum í þann leik og hann kom svo inn í hópinn. Sama gerðist með Ísak Óla Ólafsson núna með SønderjyskE. Við tókum þá ákvörðun að taka ekki Mikael inn í seinni leikinn. Sagan er ekki flóknari en þetta.“ Arnar Þór er ekki viss um að Mikael hafi tekið bestu ákvörðunina í stöðunni þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið. „Ég skil að leikmenn eru að búa til sinn feril og eru að brjóta sér leið inn í liðið þar sem þeir eru að spila. Ég skil að það er mjög mikilvægt. En það er líka mikilvægt að spila landsleiki. Munurinn á með þessu með Mikael og Kolbein og Ísak er sá að ég ræddi við þá því þeir áttu að vera í U-21 hópnum. Mikael er búinn að vera í A-landsliðinu og það var Erik sem ræddi við hann,“ sagði Arnar Þór. „Mikael tekur þá ákvörðun að vilja ekki spila þennan leik. Það er allt í lagi mín vegna, þá veljum við hann ekki í U-21 verkefnið í Írlandi. Ég skil rökin á bakvið þetta hjá honum að hann þarf að komast í sitt lið en ég er ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann, alls ekki.“ U-21 árs landsliðið er komið á EM á næsta ári sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson ræddi þá ákvörðun Mikaels Neville Anderson, leikmanns Danmerkurmeistara Midtjylland, að gefa ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Mikael hefur verið viðloðandi A-landsliðið undanfarin misseri en var ekki valinn í það fyrir síðustu leiki þess. Hann ákvað að gefa ekki kost í sér U-21 árs liðið og valdi frekar að spila bikarleik með Midtjylland. „Mikael átti að vera í U-21 á móti Ítalíu og svo ætluðum við að sjá til hverjir myndu fara til Írlands og hverjir og þá hvenær menn myndu fara til móts við A-liðið,“ sagði Arnar Þór. „Erik [Hamrén] tilkynnti Mikael þetta og hann taldi mikilvægara fyrir sig að spila bikarleik með sínu liði og það er ekkert vandamál. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir neinum leikmanni, við höfum reynt að vinna með félögunum. Kolbeinn Þórðarson átti að spila með Lommel í september og við slepptum honum í þann leik og hann kom svo inn í hópinn. Sama gerðist með Ísak Óla Ólafsson núna með SønderjyskE. Við tókum þá ákvörðun að taka ekki Mikael inn í seinni leikinn. Sagan er ekki flóknari en þetta.“ Arnar Þór er ekki viss um að Mikael hafi tekið bestu ákvörðunina í stöðunni þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið. „Ég skil að leikmenn eru að búa til sinn feril og eru að brjóta sér leið inn í liðið þar sem þeir eru að spila. Ég skil að það er mjög mikilvægt. En það er líka mikilvægt að spila landsleiki. Munurinn á með þessu með Mikael og Kolbein og Ísak er sá að ég ræddi við þá því þeir áttu að vera í U-21 hópnum. Mikael er búinn að vera í A-landsliðinu og það var Erik sem ræddi við hann,“ sagði Arnar Þór. „Mikael tekur þá ákvörðun að vilja ekki spila þennan leik. Það er allt í lagi mín vegna, þá veljum við hann ekki í U-21 verkefnið í Írlandi. Ég skil rökin á bakvið þetta hjá honum að hann þarf að komast í sitt lið en ég er ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann, alls ekki.“ U-21 árs landsliðið er komið á EM á næsta ári sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Sjá meira